Sameinuðu austfirsku furstadæmin eða Drekabæli?

Það vantar ekki hugmyndaflugið hjá þeim sem skiluðu tillögum um nafn á nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi.

Djúpavogshreppur er eitt þeirra sveitarfélaga sem sameinuð hafa verið á Austurlandi.
Djúpavogshreppur er eitt þeirra sveitarfélaga sem sameinuð hafa verið á Austurlandi.
Auglýsing

Fjöl­margar skemmti­legar hug­myndir að nafni á nýtt sam­ein­að sveit­ar­fé­lag Borg­ar­fjarð­ar­hrepps, Djúpa­vogs­hrepps, Fljóts­dals­hér­aðs og Seyð­is­fjarð­ar­kaup­staðar bár­ust í sam­keppni þar um. Ljóst er að kímnin er of­ar­lega í hugum margra þeirra sem skil­uðu til­lög­um. Aðrar eru hefð­bundn­ari og ýmsar vísa til örnefna á svæð­inu.

Í ítar­legri frétt Aust­ur­fréttar kemur fram að 112 til­lögur hafi borist að 62 nöfn­um.

Nafna­nefnd sem í eiga sæti full­trúar allra gömlu sveit­ar­fé­lag­anna auk ung­menna­ráðs Fljóts­dals­hér­aðs mun funda á föstu­dag­inn og á­kveða hvaða til­lögur verða sendar til umsagnar Örnefna­nefnd­ar.

Auglýsing

Í fram­haldi af umsögn leggur nefndin síðan til þrjú til fimm ­nöfn sem íbúar geti kosið á milli sam­hliða kosn­ingum til sveit­ar­stjórn­ar. Sú ­at­kvæða­greiðsla verði þó ein­ungis ráð­gef­andi fyrir nýja sveit­ar­stjórn sem taki  ákvörðun um nafn á nýja sveit­ar­fé­lag­ið.

Meðal nafna sem bár­ust eru Álfa­byggð, Arð­bær, Aust­ur­rík­i, Dreka­bæli, Frá­bær, Graut­ar­byggð, Hreppur rísandi sólar og Sam­ein­uðu aust­firsku f­ursta­dæm­in.

Hér má lesa list­ann með öllum til­lög­unum á vef Aust­ur­frétt­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti skýrsluna og áætlunina í morgun.
900 milljarðar króna í uppbyggingu innviða á næstu tíu árum
Framkvæmdum sem kosta 27 milljarða króna verður flýtt á næsta áratug. Stefnt að því að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna árið 2030.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent
Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent