Sameinuðu austfirsku furstadæmin eða Drekabæli?

Það vantar ekki hugmyndaflugið hjá þeim sem skiluðu tillögum um nafn á nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi.

Djúpavogshreppur er eitt þeirra sveitarfélaga sem sameinuð hafa verið á Austurlandi.
Djúpavogshreppur er eitt þeirra sveitarfélaga sem sameinuð hafa verið á Austurlandi.
Auglýsing

Fjöl­margar skemmti­legar hug­myndir að nafni á nýtt sam­ein­að sveit­ar­fé­lag Borg­ar­fjarð­ar­hrepps, Djúpa­vogs­hrepps, Fljóts­dals­hér­aðs og Seyð­is­fjarð­ar­kaup­staðar bár­ust í sam­keppni þar um. Ljóst er að kímnin er of­ar­lega í hugum margra þeirra sem skil­uðu til­lög­um. Aðrar eru hefð­bundn­ari og ýmsar vísa til örnefna á svæð­inu.

Í ítar­legri frétt Aust­ur­fréttar kemur fram að 112 til­lögur hafi borist að 62 nöfn­um.

Nafna­nefnd sem í eiga sæti full­trúar allra gömlu sveit­ar­fé­lag­anna auk ung­menna­ráðs Fljóts­dals­hér­aðs mun funda á föstu­dag­inn og á­kveða hvaða til­lögur verða sendar til umsagnar Örnefna­nefnd­ar.

Auglýsing

Í fram­haldi af umsögn leggur nefndin síðan til þrjú til fimm ­nöfn sem íbúar geti kosið á milli sam­hliða kosn­ingum til sveit­ar­stjórn­ar. Sú ­at­kvæða­greiðsla verði þó ein­ungis ráð­gef­andi fyrir nýja sveit­ar­stjórn sem taki  ákvörðun um nafn á nýja sveit­ar­fé­lag­ið.

Meðal nafna sem bár­ust eru Álfa­byggð, Arð­bær, Aust­ur­rík­i, Dreka­bæli, Frá­bær, Graut­ar­byggð, Hreppur rísandi sólar og Sam­ein­uðu aust­firsku f­ursta­dæm­in.

Hér má lesa list­ann með öllum til­lög­unum á vef Aust­ur­frétt­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent