RÚV leiðréttir fullyrðingu í frétt um Samherja

Fréttastofa RÚV hefur leiðrétt fullyrðingu Samherja, en útgerðarfélagið kvartaði formlega yfir fréttaflutningnum með því að senda bréf á stjórnarmenn RÚV.

RÚV Mynd: RÚV
Auglýsing

Frétta­stofa RÚV hefur beðist vel­virð­ingar á stað­hæf­ingu sem kom fram í frétt síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, þar sem fjallað var Sam­herja og þró­un­ar­að­stoð.

Í frétt­inni var full­yrt að Sam­herji hefði aflað sér kvóta með því að múta emb­ætt­is­mönn­um, eins og fjallað hefði verið um í umfjöllun frétta­skýr­ing­ar­þátt­ar­ins Kveiks. 

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja.

Auglýsing

„Frétta­stofan biðst vel­virð­ingar á þeirri stað­hæf­ingu sem fram kom í frétt­inni á fimmtu­dag en ítrekar að allt sem kom fram í þætti Kveiks um Sam­herj­a­málið 12.nóv­em­ber 2019 og í öðrum fréttum um mál­ið, stend­ur,“ segir í umfjöllun um leið­rétt­ing­una, í frétt á vef RÚV. 

Í frétt­inni segir að hið rétta sé að Sam­herji hafi verið bor­inn þeim sök­um, er varðar mútu­greiðsl­ur. 

Í erind­i, sem greint var frá á vef Kjarn­ans í dag, krefst Sam­herji afsök­un­­ar­beiðni og leið­rétt­ingar á meið­andi frétta­­flutn­ing­i. ­Sam­herji hefur verið í miklu brim­­­róti und­an­farna mán­uði eftir umfjöllun Kveiks, Stund­­­­ar­inn­­­­ar, Al Jazeera og Wik­i­­leaks um mút­­­u­greiðsl­­­­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­­­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­­­þús­undum gagna og upp­­­­­­­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­­­­son­­­­ar, fyrr­ver­andi starfs­­­­manns Sam­herja í Namib­­­­íu. 

Í bréfi sem lög­­­menn Sam­herja hafa sent til RÚV segir að full­yrð­ing frétta­­manns­ins, Hall­gríms Ind­riða­­son­­ar, eigi sér „enga stoð í raun­veru­­leik­­anum og er úr lausu lofti grip­in.“ 

Þar segir enn fremur að mál Sam­herja sé frétta­­stofu RÚV „und­­ar­­lega hug­­leik­ið“, að í frétt­inni sé því haldið fram að starfs­­menn Sam­herja hafi gerst sekir um alvar­­lega refsi­verða hátt­­semi með því að múta emb­ætt­is­­mönnum í Namib­­íu, en þeir hafi hvorki verið sak­­felldir né ákærðir fyrir slíka hátt­­semi. Auk þess sé eng­inn starfs­­maður Sam­herja með rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ings vegna máls­ins. 

Eins og áður seg­ir, hefur frétta­stofa RÚV nú leið­rétt þessi atriði, en stendur að öðru leyti við allan frétta­flutn­ing sinn af mál­inu - bæði af hálfu Kveiks og frétta­stof­unn­ar.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent