Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samninganefnd ríkisins hafa náð samkomulagi um útlínur á nýjum kjarasamningi.
Samkomulagið náðist á fundi í gær hjá ríkissáttasemjara.
Viðræður hafa staðið undanfarna mánuði og vinnuhópur aðila á opinberum markaði um breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu hefur meðal annars verið að störfum við að útfæra þær breytingar.
Auglýsing
Starfsgreinasambandið undirritaði kjarasamning við sveitarfélög landsins 16. janúar síðastliðinn. Sá samningur var samþykktur með miklum meirihluta félagsmanna þeirra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem um hann kusu, eða 80,6 prósent greiddra atkvæða.