Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig

Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

„Borg­ar­stjóri, Dagur B. Egg­erts­son: þér hefur nú verið boðið að ræða kröfur okkar á fundum með félags­mönnum Efl­ingar ítrek­að. Þú hefur ætíð hafnað þeim boð­um. Þess í stað hefur þú aðeins látið sjá þig þegar þú færð að sitja einn í sjón­varps­við­tali, þar sem þú hefur talað niður okkar kjara- og rétt­læt­is­bar­áttu. Þú kennir þig við stjórn­mál sam­ræð­unn­ar. Við hörmum og for­dæmum að þú viljir ekki eiga sam­tal við okk­ur, þitt eigið starfs­fólk.“

Þetta segir í yfir­lýs­ingu sem stétt­ar­fé­lagið Efl­ing hefur birt á heima­síðu sinni í kjöl­far þess að Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, mætti í við­tal við Kast­ljós á RÚV í gær­kvöldi. Dagur hafði áður hafnað því að mæta á sama vett­vang með Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, for­manni Efl­ing­ar. 

Í við­tal­inu sagði Dagur að grunn­­laun ófag­lærðra starfs­­manna í leik­­skólum Reykja­víkur muni hækka úr 310 þús­und krónum á mán­uði í 420 þús­und krónur á líf­­tíma þess kjara­­samn­ings sem borgin hefur boð­ið. Ofan á þetta myndu bæt­­ast 40 þús­und krónur á mán­uði vegna álags­greiðslna. Ófag­lærðir starfs­­menn myndu því verða með 460 þús­und krónur á mán­uði í laun við lok samn­ings­­tím­ans. 

Ófag­lærður deild­­ar­­stjóri, sem í dag er með 417 þús­und á mán­uði, á að hækka í 520 þús­und krónur á mán­uði. Grunndag­vinn­u­­laun ófag­lærðs deild­­ar­­stjóra á leik­­skóla í lok samn­ings­­tíma, með álags­greiðsl­um, yrðu þá 572 þús­und krón­­ur. Ofan á þetta myndi koma til að mynda stytt­ing vinn­u­vik­unn­­ar.

Auglýsing
Þetta væri mesta hækkun „lægstu launa sem nokkurn tím­ann hefur verið samið um í kjara­­samn­ingum á Ísland­i.“

Fegra mögur til­boð borg­ar­innar

Í yfir­lýs­ingu Efl­ingar segir að þær upp­hæðir sem Dagur nefndi byggðu á því að telja ekki núver­andi sér­greiðslur í byrj­un­ar­upp­hæð en telja þær með í loka­upp­hæð. „Fram­setn­ing borg­ar­stjór­ans er í anda þeirra vinnu­bragða sem samn­inga­nefnd Reykja­vík­ur­borgar hefur við­haft, þar sem þegar umsamin rétt­indi eru sett í bún­ing kjara­við­bóta. Virð­ist þetta gert í þeim til­gangi að fegra mögur til­boð borg­ar­inn­ar.

Stað­reyndin er sú að samn­inga­nefnd Efl­ingar myndi sam­þykkja, og hefur ítrekað boð­ið, að grunn­laun hækki sem sam­svarar lífs­kjara­samn­ingn­um, að við­bættri leið­rétt­ingu á bil­inu 17-46 þús­und krón­ur. Sú leið­rétt­ing þyrfti ekki að vera í formi grunn­launa­hækk­unar heldur gæti verið sér­stakt álag sem ekki kæmi inn í grunn til útreikn­ings á yfir­vinnu og vakta­vinn­u.“

Samn­inga­nefnd Efl­ingar seg­ist hafa lagt fram þrjú til­boð byggð á tveimur ólíkum nálg­unum til að ná fram leið­rétt­ingu launa sinna félags­manna. „Samn­inga­nefndin hefur lýst sig reiðu­búna til við­ræðu um upp­hæðir og for­sendur slíkra við­bót­ar­hækk­ana í til­viki ólíkra starfa og vinnu­staða. Reykja­vík­ur­borg hefur hafnað þessum nálg­unum án við­ræðu um hugs­an­legar útfærslur og leiðir sem þær kynnu að bjóða upp á.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent