Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig

Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

„Borg­ar­stjóri, Dagur B. Egg­erts­son: þér hefur nú verið boðið að ræða kröfur okkar á fundum með félags­mönnum Efl­ingar ítrek­að. Þú hefur ætíð hafnað þeim boð­um. Þess í stað hefur þú aðeins látið sjá þig þegar þú færð að sitja einn í sjón­varps­við­tali, þar sem þú hefur talað niður okkar kjara- og rétt­læt­is­bar­áttu. Þú kennir þig við stjórn­mál sam­ræð­unn­ar. Við hörmum og for­dæmum að þú viljir ekki eiga sam­tal við okk­ur, þitt eigið starfs­fólk.“

Þetta segir í yfir­lýs­ingu sem stétt­ar­fé­lagið Efl­ing hefur birt á heima­síðu sinni í kjöl­far þess að Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, mætti í við­tal við Kast­ljós á RÚV í gær­kvöldi. Dagur hafði áður hafnað því að mæta á sama vett­vang með Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, for­manni Efl­ing­ar. 

Í við­tal­inu sagði Dagur að grunn­­laun ófag­lærðra starfs­­manna í leik­­skólum Reykja­víkur muni hækka úr 310 þús­und krónum á mán­uði í 420 þús­und krónur á líf­­tíma þess kjara­­samn­ings sem borgin hefur boð­ið. Ofan á þetta myndu bæt­­ast 40 þús­und krónur á mán­uði vegna álags­greiðslna. Ófag­lærðir starfs­­menn myndu því verða með 460 þús­und krónur á mán­uði í laun við lok samn­ings­­tím­ans. 

Ófag­lærður deild­­ar­­stjóri, sem í dag er með 417 þús­und á mán­uði, á að hækka í 520 þús­und krónur á mán­uði. Grunndag­vinn­u­­laun ófag­lærðs deild­­ar­­stjóra á leik­­skóla í lok samn­ings­­tíma, með álags­greiðsl­um, yrðu þá 572 þús­und krón­­ur. Ofan á þetta myndi koma til að mynda stytt­ing vinn­u­vik­unn­­ar.

Auglýsing
Þetta væri mesta hækkun „lægstu launa sem nokkurn tím­ann hefur verið samið um í kjara­­samn­ingum á Ísland­i.“

Fegra mögur til­boð borg­ar­innar

Í yfir­lýs­ingu Efl­ingar segir að þær upp­hæðir sem Dagur nefndi byggðu á því að telja ekki núver­andi sér­greiðslur í byrj­un­ar­upp­hæð en telja þær með í loka­upp­hæð. „Fram­setn­ing borg­ar­stjór­ans er í anda þeirra vinnu­bragða sem samn­inga­nefnd Reykja­vík­ur­borgar hefur við­haft, þar sem þegar umsamin rétt­indi eru sett í bún­ing kjara­við­bóta. Virð­ist þetta gert í þeim til­gangi að fegra mögur til­boð borg­ar­inn­ar.

Stað­reyndin er sú að samn­inga­nefnd Efl­ingar myndi sam­þykkja, og hefur ítrekað boð­ið, að grunn­laun hækki sem sam­svarar lífs­kjara­samn­ingn­um, að við­bættri leið­rétt­ingu á bil­inu 17-46 þús­und krón­ur. Sú leið­rétt­ing þyrfti ekki að vera í formi grunn­launa­hækk­unar heldur gæti verið sér­stakt álag sem ekki kæmi inn í grunn til útreikn­ings á yfir­vinnu og vakta­vinn­u.“

Samn­inga­nefnd Efl­ingar seg­ist hafa lagt fram þrjú til­boð byggð á tveimur ólíkum nálg­unum til að ná fram leið­rétt­ingu launa sinna félags­manna. „Samn­inga­nefndin hefur lýst sig reiðu­búna til við­ræðu um upp­hæðir og for­sendur slíkra við­bót­ar­hækk­ana í til­viki ólíkra starfa og vinnu­staða. Reykja­vík­ur­borg hefur hafnað þessum nálg­unum án við­ræðu um hugs­an­legar útfærslur og leiðir sem þær kynnu að bjóða upp á.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent