Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars

Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Auglýsing

Yfir­gnæf­andi meiri­hluti félaga í öllum aðild­ar­fé­lögum BSR­B ­sem lokið hafa atkvæða­greiðsluum verk­falls­boðun sam­þykkti boðun verk­falls. Verk­falls­að­gerðir munu hefj­ast mánu­dag­inn 9. mars, tak­ist samn­ingar ekki fyr­ir­ þann tíma.

Um 87,6 pró­sent þeirra sem tóku þátt í atkvæða­greiðsl­un­um ­sam­þykktu boðun verk­falls hjá sínu félagi. Um 8,1 pró­sent voru and­víg boð­un verk­falls og 4,3 pró­sent skil­uðu auðu í atkvæða­greiðsl­un­um. Það er því ljóst að um 15.400 félags­menn í aðild­ar­fé­lögum BSRB eru á leið í verk­falls­að­gerðir eft­ir ­rúmar tvær vik­ur.

Alls stóðu 17 aðild­ar­fé­lög BSRB fyrir atkvæða­greiðslu um verk­falls­boðun sem stóð frá 17. til 19. febr­ú­ar. Félags­menn í 15 félög­um ­sam­þykktu að boða til aðgerða. Hjá einu félagi, Starfs­manna­fé­lagi Garða­bæj­ar, ­náð­ist ekki næg þátt­taka í atkvæða­greiðsl­unni. Um 41 pró­sent greiddu atkvæði en 50 pró­sent félags­manna þurfa að greiða atkvæði svo verk­falls­boðun sé lög­leg. ­At­kvæða­greiðsla hjá einu félagi, Lands­sam­bandi slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna, er enn í gangi og verða nið­ur­stöður kynntar þegar þær liggja fyr­ir.

Auglýsing

Þátt­takan í atkvæða­greiðslum aðild­ar­fé­lag­anna var almennt afar góð, segir í til­kynn­ingu frá BSRB. Að með­al­tali tóku um 65 pró­sent félags­manna í hverju félagi þátt í at­kvæða­greiðsl­unum en þátt­takan fór allt upp í tæp­lega 98 pró­sent í ein­stök­um ­fé­lög­um.

Verk­föllin munu hafa mikil áhrif á almanna­þjón­ust­una enda mun­u þau ná til starfs­fólks í heil­brigð­is­þjón­ust­unni, þar með talið á Land­spít­al­an­um, og í skól­um, leik­skólum og á frí­stunda­heim­il­um. Þá mun starfs­fólk í sund­laug­um og íþrótta­húsum auk starfs­manna sem sinna þjón­ustu við aldr­aða og fólk með­ ­fötlun leggja niður störf, svo ein­hver dæmi séu nefnd.

Tví­þættar verk­falls­að­gerðir

Boð­uðum verk­falls­að­gerðum má skipta í tvo hluta. Ann­ars veg­ar mun þorri félags­manna hjá rík­inu, Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga og Reykja­vík­ur­borg leggja niður störf á ákveðnum dög­um. Þessi hópur mun leggja ­niður störf dag­ana 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars og 31. mar­s og 1. apr­íl.

Í hinum hlut­anum eru smærri hópar starfs­manna sem verða í ó­tíma­bundnu verk­falli frá og með 9. mars. Í þeim hópi eru meðal ann­ar­s ­starfs­menn í grunn­skólum og leið­bein­endur á frí­stunda­heim­ilum á nær öllu höf­uð­borg­ar­svæð­inu auk Akra­ness. Að óbreyttu má því reikna með að frí­stunda­heim­ilin verði lokuð frá upp­hafi verk­falls þar til samn­ingar takast. Í þeim hópi eru einnig starfs­menn hjá Skatt­inum og sýslu­manns­emb­ættum um allt land.

Þessar aðgerðir munu halda áfram fram í dymbil­viku, en hafi samn­ing­ar ekki tek­ist fyrir 15. apríl munu félags­menn aðild­ar­fé­laga BSRB sem starfa hjá ­ríki og sveit­ar­fé­lögum fara í ótíma­bundið alls­herj­ar­verk­fall þar til samn­ing­ar hafa tek­ist.

Félags­menn í eft­ir­töldum félögum hafa sam­þykkt boð­un verk­falls:

 •  Fé­lag opin­berra starfs­manna á Aust­ur­landi
 •  Fé­lag opin­berra starfs­manna á Vest­fjörðum
 •  FOSS, stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu
 •  Kjölur – stétt­ar­fé­lag starfs­manna í almanna­þjón­ustu
 •  Sameyki – stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu
 •  Sjúkra­liða­fé­lag Íslands
 •  Starfs­manna­fé­lag Dala- og Snæ­fells­nes­sýslu
 •  Starfs­manna­fé­lag Fjalla­byggðar
 •  Starfs­manna­fé­lag Fjarða­byggðar
 •  Starfs­manna­fé­lag Hafn­ar­fjarðar
 •  Starfs­manna­fé­lag Húsa­víkur
 • Starfs­manna­fé­lag Kópa­vogs
 •  Starfs­manna­fé­lag Mos­fells­bæjar
 • Starfs­manna­fé­lag Suð­ur­nesja
 • Starfs­manna­fé­lag Vest­manna­eyja

Þrjú félög til við­bót­ar; Lands­sam­band lög­reglu­manna, Toll­varða­fé­lag Ís­lands og Félag starfs­manna stjórn­ar­ráðs­ins, hafa lýst yfir stuðn­ingi við aðgerð­irn­ar, en félags­menn þeirra hafa ekki verk­falls­rétt og munu félögin því ekki boða til sam­bæri­legra að­gerða, segir í til­kynn­ingu BSRB. Þá styðja fanga­verð­ir, sem eru í Sam­eyki en hafa ekki verk­falls­rétt, að­gerð­irnar þó þeir verði að standa utan við þær. Þá er atkvæða­greiðslu um verk­falls­boð­un ekki lokið hjá Lands­sam­bandi slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna.

Félögin hafa verið kjara­samn­ings­laus frá 1. apríl 2019, eða í á ell­efta mán­uð.

Kjara­samn­ings­við­ræður munu halda áfram sam­hliða und­ir­bún­ing­i verk­falls­að­gerða.

 

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent