Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars

Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Auglýsing

Yfir­gnæf­andi meiri­hluti félaga í öllum aðild­ar­fé­lögum BSR­B ­sem lokið hafa atkvæða­greiðsluum verk­falls­boðun sam­þykkti boðun verk­falls. Verk­falls­að­gerðir munu hefj­ast mánu­dag­inn 9. mars, tak­ist samn­ingar ekki fyr­ir­ þann tíma.

Um 87,6 pró­sent þeirra sem tóku þátt í atkvæða­greiðsl­un­um ­sam­þykktu boðun verk­falls hjá sínu félagi. Um 8,1 pró­sent voru and­víg boð­un verk­falls og 4,3 pró­sent skil­uðu auðu í atkvæða­greiðsl­un­um. Það er því ljóst að um 15.400 félags­menn í aðild­ar­fé­lögum BSRB eru á leið í verk­falls­að­gerðir eft­ir ­rúmar tvær vik­ur.

Alls stóðu 17 aðild­ar­fé­lög BSRB fyrir atkvæða­greiðslu um verk­falls­boðun sem stóð frá 17. til 19. febr­ú­ar. Félags­menn í 15 félög­um ­sam­þykktu að boða til aðgerða. Hjá einu félagi, Starfs­manna­fé­lagi Garða­bæj­ar, ­náð­ist ekki næg þátt­taka í atkvæða­greiðsl­unni. Um 41 pró­sent greiddu atkvæði en 50 pró­sent félags­manna þurfa að greiða atkvæði svo verk­falls­boðun sé lög­leg. ­At­kvæða­greiðsla hjá einu félagi, Lands­sam­bandi slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna, er enn í gangi og verða nið­ur­stöður kynntar þegar þær liggja fyr­ir.

Auglýsing

Þátt­takan í atkvæða­greiðslum aðild­ar­fé­lag­anna var almennt afar góð, segir í til­kynn­ingu frá BSRB. Að með­al­tali tóku um 65 pró­sent félags­manna í hverju félagi þátt í at­kvæða­greiðsl­unum en þátt­takan fór allt upp í tæp­lega 98 pró­sent í ein­stök­um ­fé­lög­um.

Verk­föllin munu hafa mikil áhrif á almanna­þjón­ust­una enda mun­u þau ná til starfs­fólks í heil­brigð­is­þjón­ust­unni, þar með talið á Land­spít­al­an­um, og í skól­um, leik­skólum og á frí­stunda­heim­il­um. Þá mun starfs­fólk í sund­laug­um og íþrótta­húsum auk starfs­manna sem sinna þjón­ustu við aldr­aða og fólk með­ ­fötlun leggja niður störf, svo ein­hver dæmi séu nefnd.

Tví­þættar verk­falls­að­gerðir

Boð­uðum verk­falls­að­gerðum má skipta í tvo hluta. Ann­ars veg­ar mun þorri félags­manna hjá rík­inu, Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga og Reykja­vík­ur­borg leggja niður störf á ákveðnum dög­um. Þessi hópur mun leggja ­niður störf dag­ana 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars og 31. mar­s og 1. apr­íl.

Í hinum hlut­anum eru smærri hópar starfs­manna sem verða í ó­tíma­bundnu verk­falli frá og með 9. mars. Í þeim hópi eru meðal ann­ar­s ­starfs­menn í grunn­skólum og leið­bein­endur á frí­stunda­heim­ilum á nær öllu höf­uð­borg­ar­svæð­inu auk Akra­ness. Að óbreyttu má því reikna með að frí­stunda­heim­ilin verði lokuð frá upp­hafi verk­falls þar til samn­ingar takast. Í þeim hópi eru einnig starfs­menn hjá Skatt­inum og sýslu­manns­emb­ættum um allt land.

Þessar aðgerðir munu halda áfram fram í dymbil­viku, en hafi samn­ing­ar ekki tek­ist fyrir 15. apríl munu félags­menn aðild­ar­fé­laga BSRB sem starfa hjá ­ríki og sveit­ar­fé­lögum fara í ótíma­bundið alls­herj­ar­verk­fall þar til samn­ing­ar hafa tek­ist.

Félags­menn í eft­ir­töldum félögum hafa sam­þykkt boð­un verk­falls:

 •  Fé­lag opin­berra starfs­manna á Aust­ur­landi
 •  Fé­lag opin­berra starfs­manna á Vest­fjörðum
 •  FOSS, stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu
 •  Kjölur – stétt­ar­fé­lag starfs­manna í almanna­þjón­ustu
 •  Sameyki – stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu
 •  Sjúkra­liða­fé­lag Íslands
 •  Starfs­manna­fé­lag Dala- og Snæ­fells­nes­sýslu
 •  Starfs­manna­fé­lag Fjalla­byggðar
 •  Starfs­manna­fé­lag Fjarða­byggðar
 •  Starfs­manna­fé­lag Hafn­ar­fjarðar
 •  Starfs­manna­fé­lag Húsa­víkur
 • Starfs­manna­fé­lag Kópa­vogs
 •  Starfs­manna­fé­lag Mos­fells­bæjar
 • Starfs­manna­fé­lag Suð­ur­nesja
 • Starfs­manna­fé­lag Vest­manna­eyja

Þrjú félög til við­bót­ar; Lands­sam­band lög­reglu­manna, Toll­varða­fé­lag Ís­lands og Félag starfs­manna stjórn­ar­ráðs­ins, hafa lýst yfir stuðn­ingi við aðgerð­irn­ar, en félags­menn þeirra hafa ekki verk­falls­rétt og munu félögin því ekki boða til sam­bæri­legra að­gerða, segir í til­kynn­ingu BSRB. Þá styðja fanga­verð­ir, sem eru í Sam­eyki en hafa ekki verk­falls­rétt, að­gerð­irnar þó þeir verði að standa utan við þær. Þá er atkvæða­greiðslu um verk­falls­boð­un ekki lokið hjá Lands­sam­bandi slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna.

Félögin hafa verið kjara­samn­ings­laus frá 1. apríl 2019, eða í á ell­efta mán­uð.

Kjara­samn­ings­við­ræður munu halda áfram sam­hliða und­ir­bún­ing­i verk­falls­að­gerða.

 

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent