Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars

Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Auglýsing

Yfir­gnæf­andi meiri­hluti félaga í öllum aðild­ar­fé­lögum BSR­B ­sem lokið hafa atkvæða­greiðsluum verk­falls­boðun sam­þykkti boðun verk­falls. Verk­falls­að­gerðir munu hefj­ast mánu­dag­inn 9. mars, tak­ist samn­ingar ekki fyr­ir­ þann tíma.

Um 87,6 pró­sent þeirra sem tóku þátt í atkvæða­greiðsl­un­um ­sam­þykktu boðun verk­falls hjá sínu félagi. Um 8,1 pró­sent voru and­víg boð­un verk­falls og 4,3 pró­sent skil­uðu auðu í atkvæða­greiðsl­un­um. Það er því ljóst að um 15.400 félags­menn í aðild­ar­fé­lögum BSRB eru á leið í verk­falls­að­gerðir eft­ir ­rúmar tvær vik­ur.

Alls stóðu 17 aðild­ar­fé­lög BSRB fyrir atkvæða­greiðslu um verk­falls­boðun sem stóð frá 17. til 19. febr­ú­ar. Félags­menn í 15 félög­um ­sam­þykktu að boða til aðgerða. Hjá einu félagi, Starfs­manna­fé­lagi Garða­bæj­ar, ­náð­ist ekki næg þátt­taka í atkvæða­greiðsl­unni. Um 41 pró­sent greiddu atkvæði en 50 pró­sent félags­manna þurfa að greiða atkvæði svo verk­falls­boðun sé lög­leg. ­At­kvæða­greiðsla hjá einu félagi, Lands­sam­bandi slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna, er enn í gangi og verða nið­ur­stöður kynntar þegar þær liggja fyr­ir.

Auglýsing

Þátt­takan í atkvæða­greiðslum aðild­ar­fé­lag­anna var almennt afar góð, segir í til­kynn­ingu frá BSRB. Að með­al­tali tóku um 65 pró­sent félags­manna í hverju félagi þátt í at­kvæða­greiðsl­unum en þátt­takan fór allt upp í tæp­lega 98 pró­sent í ein­stök­um ­fé­lög­um.

Verk­föllin munu hafa mikil áhrif á almanna­þjón­ust­una enda mun­u þau ná til starfs­fólks í heil­brigð­is­þjón­ust­unni, þar með talið á Land­spít­al­an­um, og í skól­um, leik­skólum og á frí­stunda­heim­il­um. Þá mun starfs­fólk í sund­laug­um og íþrótta­húsum auk starfs­manna sem sinna þjón­ustu við aldr­aða og fólk með­ ­fötlun leggja niður störf, svo ein­hver dæmi séu nefnd.

Tví­þættar verk­falls­að­gerðir

Boð­uðum verk­falls­að­gerðum má skipta í tvo hluta. Ann­ars veg­ar mun þorri félags­manna hjá rík­inu, Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga og Reykja­vík­ur­borg leggja niður störf á ákveðnum dög­um. Þessi hópur mun leggja ­niður störf dag­ana 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars og 31. mar­s og 1. apr­íl.

Í hinum hlut­anum eru smærri hópar starfs­manna sem verða í ó­tíma­bundnu verk­falli frá og með 9. mars. Í þeim hópi eru meðal ann­ar­s ­starfs­menn í grunn­skólum og leið­bein­endur á frí­stunda­heim­ilum á nær öllu höf­uð­borg­ar­svæð­inu auk Akra­ness. Að óbreyttu má því reikna með að frí­stunda­heim­ilin verði lokuð frá upp­hafi verk­falls þar til samn­ingar takast. Í þeim hópi eru einnig starfs­menn hjá Skatt­inum og sýslu­manns­emb­ættum um allt land.

Þessar aðgerðir munu halda áfram fram í dymbil­viku, en hafi samn­ing­ar ekki tek­ist fyrir 15. apríl munu félags­menn aðild­ar­fé­laga BSRB sem starfa hjá ­ríki og sveit­ar­fé­lögum fara í ótíma­bundið alls­herj­ar­verk­fall þar til samn­ing­ar hafa tek­ist.

Félags­menn í eft­ir­töldum félögum hafa sam­þykkt boð­un verk­falls:

 •  Fé­lag opin­berra starfs­manna á Aust­ur­landi
 •  Fé­lag opin­berra starfs­manna á Vest­fjörðum
 •  FOSS, stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu
 •  Kjölur – stétt­ar­fé­lag starfs­manna í almanna­þjón­ustu
 •  Sameyki – stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu
 •  Sjúkra­liða­fé­lag Íslands
 •  Starfs­manna­fé­lag Dala- og Snæ­fells­nes­sýslu
 •  Starfs­manna­fé­lag Fjalla­byggðar
 •  Starfs­manna­fé­lag Fjarða­byggðar
 •  Starfs­manna­fé­lag Hafn­ar­fjarðar
 •  Starfs­manna­fé­lag Húsa­víkur
 • Starfs­manna­fé­lag Kópa­vogs
 •  Starfs­manna­fé­lag Mos­fells­bæjar
 • Starfs­manna­fé­lag Suð­ur­nesja
 • Starfs­manna­fé­lag Vest­manna­eyja

Þrjú félög til við­bót­ar; Lands­sam­band lög­reglu­manna, Toll­varða­fé­lag Ís­lands og Félag starfs­manna stjórn­ar­ráðs­ins, hafa lýst yfir stuðn­ingi við aðgerð­irn­ar, en félags­menn þeirra hafa ekki verk­falls­rétt og munu félögin því ekki boða til sam­bæri­legra að­gerða, segir í til­kynn­ingu BSRB. Þá styðja fanga­verð­ir, sem eru í Sam­eyki en hafa ekki verk­falls­rétt, að­gerð­irnar þó þeir verði að standa utan við þær. Þá er atkvæða­greiðslu um verk­falls­boð­un ekki lokið hjá Lands­sam­bandi slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna.

Félögin hafa verið kjara­samn­ings­laus frá 1. apríl 2019, eða í á ell­efta mán­uð.

Kjara­samn­ings­við­ræður munu halda áfram sam­hliða und­ir­bún­ing­i verk­falls­að­gerða.

 

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent