Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum

Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, segir að grunn­laun ófag­lærðra starfs­manna í leik­skólum Reykja­víkur muni hækka úr 310 þús­und krónum á mán­uði í 420 þús­und krónur á líf­tíma þess kjara­samn­ings sem borgin hefur boð­ið. Ofan á þetta myndu bæt­ast 40 þús­und krónur á mán­uði vegna álags­greiðslna. Ófag­lærðir starfs­menn myndu því verða með 460 þús­und krónur á mán­uði í laun við lok samn­ings­tím­ans. 

Ófag­lærður deild­ar­stjóri, sem í dag er með 417 þús­und á mán­uði, á að hækka í 520 þús­und krónur á mán­uði. Grunndag­vinnu­laun ófag­lærðs deild­ar­stjóra á leik­skóla í lok samn­ings­tíma, með álags­greiðsl­um, yrðu þá 572 þús­und krón­ur. Ofan á þetta myndi koma til að mynda stytt­ing vinnu­vik­unn­ar.

Þetta kom fram í við­tali við Dag í Kast­ljósi í kvöld. 

Auglýsing
Hann sagði að stundum þegar hann heyrði full­yrð­ingar for­svars­manna Efl­ingar um til­boð borg­ar­innar í deil­unni, að hann efað­ist um að til­boðið hefði verið sæmi­legt kynnt. „Mér finnst ekki ganga að tala eins og þetta sé ekki neitt vegna þess að þetta er lík­lega mesta hækkun lægstu launa sem nokkurn tím­ann hefur verið samið um í kjara­samn­ingum á Íslandi. Mest hækkun í krónu­tölu og ef að grunnur lífs­kjara­samn­ing­anna heldur þá er þetta lang­mesta kaup­mátt­ar­hækkun sem við höfum séð.“

Samn­inga­­nefnd Efl­ingar gagn­vart Reykja­vík­­­ur­­borg birti fyrr í dag yfir­­lýs­ingu þar sem hún lýsti von­brigðum með við­brögð Reykja­vík­­­ur­­borgar við til­­­boði sem samn­inga­­nefndin lagði fram á fundi hjá Rík­­is­sátta­­semj­­ara í gær, þriðju­dag­inn 18. febr­­ú­­ar. „Reykja­vík­­­ur­­borg hefur enn á ný slegið á sátt­­ar­hönd lág­­launa­­fólks. Ótíma­bundið verk­­fall heldur áfram,“ sagði í yfir­­lýs­ing­unni.

Til­­boð Efl­ingar var lagt fram í gær á fundi hjá Rík­­is­sátta­­semj­­ara. Við­brögð borg­­ar­innar komu fram í dag og voru þau nei­­kvæð. Efl­ing sagði að þetta væri í þriðja sinn sem samn­inga­­nefnd Efl­ingar leggur fram við­ræð­u­grund­­völl til lausnar á deil­unni sem borgin hafn­­ar.

Í til­­­boð­inu hafi verið lagt til að greiða starfs­­fólki sér­­stakt starfstengt leið­rétt­ing­­ar­á­lag til við­­ur­­kenn­ingar á fag­­legri ábyrgð, álagi, starfstengdum kostn­aði og fleiri þáttum sem félags­­­menn hafa lagt áherslu á í við­ræð­un­­um. „Upp­­hæðir og for­­sendur álags­ins yrðu ákvarð­aðar út frá ein­­stökum starfs­heitum og vinn­u­­stöð­­um. Álagið yrði sér­­­stök auka­greiðsla og kæmi ekki inn í grunn­­laun til útreikn­ings á yfir­­vinnu- og vakta­álög­­um.

Einnig var gert ráð fyrir upp­­­bótum vegna sér­­greiðslna frá fyrra samn­ings­­tíma­bili sem borgin hefur kraf­ist að falli út. Lagt var til að upp­­hæðir nýrra álaga og upp­­­bóta taki sam­­bæri­­legum hækk­­unum og launa­­taxtar á samn­ings­­tím­an­­um. Fall­ist var á til­­lögu borg­­ar­innar um breytta launa­töflu.

Samn­inga­­nefnd og starfs­­fólk Efl­ingar lögðu mikla vinnu í til­­lög­una og var hún lögð fram að höfðu sam­ráði við trún­­að­­ar­­menn félags­­ins hjá borg­inn­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent