Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum

Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, segir að grunn­laun ófag­lærðra starfs­manna í leik­skólum Reykja­víkur muni hækka úr 310 þús­und krónum á mán­uði í 420 þús­und krónur á líf­tíma þess kjara­samn­ings sem borgin hefur boð­ið. Ofan á þetta myndu bæt­ast 40 þús­und krónur á mán­uði vegna álags­greiðslna. Ófag­lærðir starfs­menn myndu því verða með 460 þús­und krónur á mán­uði í laun við lok samn­ings­tím­ans. 

Ófag­lærður deild­ar­stjóri, sem í dag er með 417 þús­und á mán­uði, á að hækka í 520 þús­und krónur á mán­uði. Grunndag­vinnu­laun ófag­lærðs deild­ar­stjóra á leik­skóla í lok samn­ings­tíma, með álags­greiðsl­um, yrðu þá 572 þús­und krón­ur. Ofan á þetta myndi koma til að mynda stytt­ing vinnu­vik­unn­ar.

Þetta kom fram í við­tali við Dag í Kast­ljósi í kvöld. 

Auglýsing
Hann sagði að stundum þegar hann heyrði full­yrð­ingar for­svars­manna Efl­ingar um til­boð borg­ar­innar í deil­unni, að hann efað­ist um að til­boðið hefði verið sæmi­legt kynnt. „Mér finnst ekki ganga að tala eins og þetta sé ekki neitt vegna þess að þetta er lík­lega mesta hækkun lægstu launa sem nokkurn tím­ann hefur verið samið um í kjara­samn­ingum á Íslandi. Mest hækkun í krónu­tölu og ef að grunnur lífs­kjara­samn­ing­anna heldur þá er þetta lang­mesta kaup­mátt­ar­hækkun sem við höfum séð.“

Samn­inga­­nefnd Efl­ingar gagn­vart Reykja­vík­­­ur­­borg birti fyrr í dag yfir­­lýs­ingu þar sem hún lýsti von­brigðum með við­brögð Reykja­vík­­­ur­­borgar við til­­­boði sem samn­inga­­nefndin lagði fram á fundi hjá Rík­­is­sátta­­semj­­ara í gær, þriðju­dag­inn 18. febr­­ú­­ar. „Reykja­vík­­­ur­­borg hefur enn á ný slegið á sátt­­ar­hönd lág­­launa­­fólks. Ótíma­bundið verk­­fall heldur áfram,“ sagði í yfir­­lýs­ing­unni.

Til­­boð Efl­ingar var lagt fram í gær á fundi hjá Rík­­is­sátta­­semj­­ara. Við­brögð borg­­ar­innar komu fram í dag og voru þau nei­­kvæð. Efl­ing sagði að þetta væri í þriðja sinn sem samn­inga­­nefnd Efl­ingar leggur fram við­ræð­u­grund­­völl til lausnar á deil­unni sem borgin hafn­­ar.

Í til­­­boð­inu hafi verið lagt til að greiða starfs­­fólki sér­­stakt starfstengt leið­rétt­ing­­ar­á­lag til við­­ur­­kenn­ingar á fag­­legri ábyrgð, álagi, starfstengdum kostn­aði og fleiri þáttum sem félags­­­menn hafa lagt áherslu á í við­ræð­un­­um. „Upp­­hæðir og for­­sendur álags­ins yrðu ákvarð­aðar út frá ein­­stökum starfs­heitum og vinn­u­­stöð­­um. Álagið yrði sér­­­stök auka­greiðsla og kæmi ekki inn í grunn­­laun til útreikn­ings á yfir­­vinnu- og vakta­álög­­um.

Einnig var gert ráð fyrir upp­­­bótum vegna sér­­greiðslna frá fyrra samn­ings­­tíma­bili sem borgin hefur kraf­ist að falli út. Lagt var til að upp­­hæðir nýrra álaga og upp­­­bóta taki sam­­bæri­­legum hækk­­unum og launa­­taxtar á samn­ings­­tím­an­­um. Fall­ist var á til­­lögu borg­­ar­innar um breytta launa­töflu.

Samn­inga­­nefnd og starfs­­fólk Efl­ingar lögðu mikla vinnu í til­­lög­una og var hún lögð fram að höfðu sam­ráði við trún­­að­­ar­­menn félags­­ins hjá borg­inn­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent