„Þrúgandi samviskubit hjálpar engum“

Það er mannlegt að hafna því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum því þá þarf ekki að breyta lífsstíl. En allir geta lagt sitt af mörkum segir Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur sem heldur fyrirlestur hjá VR í dag.

Snjólaug Ólafsdóttir er doktor í umhverfisverkfræði og markþjálfi.
Snjólaug Ólafsdóttir er doktor í umhverfisverkfræði og markþjálfi.
Auglýsing

Hvernig er hægt að sinna umhverfismálum í nútímalífi? Hver hefur tíma fyrir slíkt? Þessar spurningar hafa vaknað hjá mörgum síðustu misseri með aukinni umræðu í samfélaginu um loftslagsmál og neyslu almennings. Fjallað verður um leiðir að þessu markmiði í fræðslufyrirlestri sem Snjólaug Ólafsdóttir, doktor í umhverfisverkfræði og markþjálfi, heldur í sal VR í Húsi verslunarinnar í dag. 

Fyrirlesturinn hefur hún haldið reglulega í nokkur ár og ber hann yfirskriftina Upptekni umhverfissinninn. Skilaboðin eru þau sömu ár frá ári en efnið hefur hún þurft að uppfæra nokkrum sinnum því meðvitund um umhverfismál er alltaf að aukast. Þá hefur hún haldið námskeið byggt á fyrirlestrinum sem nefnist Sjálfbærni og hamingjan.  

Auglýsing

Snjólaug segir að margir upplifi ákveðið valdleysi þegar komi að umhverfismálum. „Það er mikil pressa á okkur alls staðar en ég legg áherslu á að þetta þarf ekki að vera erfitt, við getum gert þetta skemmtilegt.“

Hún bendir á að fólk komi að umhverfismálum úr ólíkum áttum. „Við þurfum ekki öll að byrja á sama stað. Það er engin ein rétt leið.“

Snjólaug er stofnandi Andrýmis sjálfbærniseturs og starfar með fyrirtækjum, félagasamtökum, einstaklingum og opinberum aðilum að því verkefni að auka sjálfbærni í samfélaginu og takmarka áhrif loftslagsbreytinga, með stefnumótun, fræðslu og öðrum stuðningi.

Hún segist finna fyrir því að fólk sé mjög opið og viljugt að breyta sínum neysluvenjum en óttist að gera eitthvað rangt. „Ég er svo oft beðin um lista, uppskrift að því hvernig eigi að breyta lífsstíl sínum. Við erum svo góð í að fara eftir uppskriftum, við kunnum það. Þegar þessu er snúið við og við spurð: Hvað finnst þér og hvað viltu gera, þá vandast málið. En það er ekkert eitt sem allir eiga að gera og þá reddast þetta.“

Hún segist stundum líkja þessu við það að neyta holls matar. „Ég og þú getum báðar verið að borða hollt en samt mjög ólíkan mat. Það geta allir borðað hollt í þessum efnum en á mismunandi hátt.“

Vonleysi er ein þeirra tilfinninga sem vaknar hjá fólki að sögn Snjólaugar. „Fólki finnst það þurfa að gera ákveðna hluti en stundum eru þeir ekki í boði. Þá finnst fólki það ekki geta tekið þátt.“

Hún nefnir sem dæmi samgöngur og það að eiga bíl. „Sumir geta ekki hætt að keyra bílinn sinn eða hafa ekki efni á því að kaupa sér umhverfisvænni bíl. Þetta fólk upplifir að það geti þá ekki lagt sitt af mörkum. Því finnst það standa á hliðarlínunni og ekkert geta gert. En það er ekki þannig. Fólk getur fundið sína leið inn. Það getur til dæmis skoðað kjötneyslu eða fatainnkaup.“

Mikilvægt er að taka ekki allt inn í einu eins og Íslendingar eru kannski gjarnir á að gera þegar kemur að lífsstílsbreytingum. „Það má fylgjast með og skoða,“ segir Snjólaug. Á samfélagsmiðlum megi til dæmis finna ýmsar hugmyndir.

Skömmin kveikir á afneituninni

Sumir upplifa svo loftslagskvíða og ákveðna skömm vegna neyslu sinnar. Snjólaug nefnir sem dæmi að hún hafi rætt við konur sem verði miður sín að gleyma fjölnotapokanum heima er þær fari í búðina því þær skammist sín svo að kaupa einnnota poka. „En ég vil alls ekki að fólk fyllist skömm og ótta. Og þess vegna bendi ég á að við skulum ekki dæma einstaklinginn sem er við hliðina á okkur þó að hann sé ekki að gera það sama og við. Við megum ekki fordæma þegar við vitum ekki alla söguna. Manneskjan við hliðina á þér er kannski á jeppa en það gæti verið góð ástæða fyrir því. Hún gæti hins vegar verið að kaupa sér notuð föt í stað nýrra.“

Snjólaug segir mikinn mun á því að vera meðvitaður og að upplifa skömm. „Það er vond tilfinning sem gerir engum gagn. Það er hún sem kveikir á afneituninni og öðrum vörnum okkar. Við þurfum að vera umburðarlynd gagnvart öðrum og okkur sjálfum. Við viljum vera meðvituð og einnig meðvituð um það að við erum ófullkomin í ófullkomnu samfélagi og erum að reyna að gera okkar besta. Þrúgandi samviskubit hjálpar engum.“

Mannlegi þátturinn

Síðustu daga hafa verið birtar niðurstöður kannana hér á landi sem sýna að fleiri en áður efast um að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum og aðeins um helmingur telur fréttir um alvarleika þeirra réttar. „Þarna kemur í ljós eitt af þessu mannlega, að finna lausn og einhverja leið, til að komast hjá því að líta í eigin barm. Við erum öll svo mannleg og hoppum á auðvelda svarið. Það getur orðið til þess að fólk hafnar því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum því þá þarf það ekki að gera neitt, ekki breyta neinu.“

Snjólaug segir bakslagið í umræðunni að ákveðnu leyti skiljanlegt. Margir bíði eftir lausnum og það sem sé talið rétt í dag sé það ekki endilega á morgun. „Þetta hræðir okkur svo mikið. Við erum að fara í ferðalag og munum komast að því að sumt fer kannski ekki alveg eins og við ætluðum og við þurfum þá gera eitthvað annað. En það er ekki rangt að gera það. Við verðum að halda áfram, það þýðir ekki að standa hjá og bíða eftir því að einhver annar leysi málin.“

Fræðslufyrirlestur Snjólaugar verður haldinn í sal VR á jarðhæð í Húsi verslunarinnar og hefst klukkan 12. Hér er hægt að skrá sig og hér er hægt að skrá sig inn á streymi.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent