Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna

Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“

Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar
Auglýsing

Samn­inga­nefnd Efl­ingar gagn­vart Reykja­vík­ur­borg hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem fram kemur að nefndin telji yfir­lýs­ingar borg­ar­innar og Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra í fjöl­miðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin sé til­búin að koma betur til móts við Efl­ing­ar­fé­laga en kynnt hafi verið á und­an­gengnum samn­inga­fundi. Nefndin telur að með yfir­lýs­ingum sínum hafi Reykja­vík­ur­borg þannig hugs­an­lega skapað meiri grund­völl til áfram­halds við­ræðna en ætlað var og kallar hún eftir stað­fest­ingu borg­ar­innar á því.

„Yf­ir­lýs­ingu borg­ar­innar undir yfir­skrift­inni „Til­boð Reykja­vík­ur­borgar fyrir starfs­fólk hjá Efl­ingu“ á heima­síðu borg­ar­inn­ar, dag­sett 20. febr­ú­ar, er ekki hægt að skilja öðru­vísi en svo að til­boð um hækkun grunn­launa um 20 þús­und krónur umfram 90 þús­und króna heild­ar­hækkun grunn­mán­að­ar­launa að for­dæmi Lífs­kjara­samn­ings­ins nái til allra ófag­lærðra félags­manna Efl­ingar á leik­skólum borg­ar­innar ann­arra en deild­ar­stjóra,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Samn­inga­nefndin lítur svo á að með þess­ari yfir­lýs­ingu hafi Reykja­vík­ur­borg nálg­ast kröfur félags­manna Efl­ingar meir en gefið hafi verið til kynna á áður­nefndum samn­inga­fundi, þar sem til­boðið hafi verið kynnt á þeim for­sendum að það næði aðeins til tveggja starfs­heita almennra ófag­lærðra leik­skóla­starfs­manna. Engir fyr­ir­varar séu um slíkt í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

Segja samn­inga­nefnd borg­ar­innar hafa skil­yrt ákveð­inn hluta grunn­launa­hækk­ana

Jafn­framt horfir samn­inga­nefndin til þess að í til­kynn­ingum borg­ar­innar og í ummælum borg­ar­stjóra séu grunn­launa­hækk­anir umfram Lífs­kjara­samn­ing­inn boðnar án fyr­ir­vara um hvaða leiðir yrðu farnar til að ná þeim fram. Á fundi hjá rík­is­sátta­semj­ara hafi samn­inga­nefnd borg­ar­innar skil­yrt ákveð­inn hluta grunn­launa­hækk­ana því að fram færi hand­stýrð end­ur­skoðun á starfs­mati til­tek­inna starfs­heita. Samn­inga­nefnd Efl­ingar hafi lýst þá og þegar efa­semdum um að sú leið væri stjórn­skipu­lega fær.

„Starfs­mat fer eftir fyr­ir­fram skil­greindum mæli­kvörðum sem Reykja­vík­ur­borg, Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga og fjöldi stétt­ar­fé­laga hafa und­ir­geng­ist. Í því er ekki fjallað um launa­setn­ingu og aldrei hefur tíðkast að semja um hand­stýrt end­ur­mat á starfs­mati ein­stakra starfa í kjara­samn­ingum sem Efl­ing hefur átt aðild að,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þá kemur fram að athuga­semdum samn­inga­nefndar Efl­ingar um hand­stýrt starfs­mat ein­stakra starfa hafi ekki verið svarað efn­is­lega af full­trúm Reykja­vík­ur­borgar á samn­inga­fund­in­um. Engu að síður hafi borgin nú opin­ber­lega lýst sig reið­búna til að fram­kvæma áður­nefnda við­bót­ar­hækkun grunn­launa að upp­hæð 20 þús­und krón­ur. Hafi sú tala verið kynnt fyrir almenn­ingi og ratað í fjöl­miðla án þess að borgin hafi skil­yrt hækk­un­ina hand­stýrðri end­ur­skoðun starfs­mats til­tek­inna starfa.

„Í ljósi þessa lítur samn­inga­nefnd Efl­ingar svo á að borgin hafi með opin­berum yfir­lýs­ingum sínum nálg­ast kröfur Efl­ing­ar­fé­laga með óskil­yrt­ari hætti en gefið var til kynna á samn­inga­fundi.

Samn­inga­nefnd Efl­ingar bendir einnig á að jafn­vel þótt til­boð borg­ar­inn­ar, eins og því er lýst í til­kynn­ingu á vef henn­ar, hafi aðeins átt að ná til starfs­fólks leik­skóla, þá hefur til­boð­inu verið lýst í fjöl­miðlum eins og það sé sam­bæri­legt við til­boð Efl­ing­ar, sem náði til allra borg­ar­starfs­manna. Dæmi um þetta er umfjöllun í sjón­varps­fréttum RÚV 20. febr­ú­ar. Borgin hefur ekki sér­stak­lega leit­ast við að leið­rétta þetta. Enda þótt leik­skóla­starfs­fólk séu fjöl­menn­asti hóp­ur­inn meðal félags­manna Efl­ingar hjá borg­inni þá hefur samn­inga­nefndin ávallt lagt áherslu á að kröfur um launa­leið­rétt­ingu nái til allra sögu­lega van­met­inna kvenna­starfa þar sem álag er mikið og heild­ar­laun óbæri­lega lág. Ljóst er að þessi skil­yrði eiga einnig við um félags­menn Efl­ingar sem starfa við umönnun aldr­aðra og fatl­aðs fólks innan Vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borgar og í eld­húsum og mötu­neytum þvert á fag­svið borg­ar­innar. Samn­inga­nefnd Efl­ingar gerir því þá eðli­legu kröfu að umræddar grunn­launa­hækk­anir nái einnig til launa þess­ara hópa,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Mik­il­vægt skref stigið í sam­komu­lags­átt

Með hlið­sjón af ofan­greindu lýsir samn­inga­nefnd Efl­ingar sig reiðu­búna til að ganga nú þegar til við­ræðna við samn­inga­nefnd Reykja­vík­ur­borgar á þeim breyttu for­sendum sem Efl­ing telur að opin­berar yfir­lýs­ingar borg­ar­innar fyrir helgi hafi skap­að, sem séu aðrar og lausn­a­mið­aðri en það sem kynnt var á samn­inga­fundi.

Þar verði gengið út frá þeim skiln­ingi að borgin hafi í reynd boðið skil­yrð­is­lausa hækkun grunn­mán­að­ar­launa í grunn­þrepi um 110 þús­und krónur fyrir alla almenna ófag­lærða starfs­menn leik­skóla. Jafn­framt kallar samn­inga­nefnd Efl­ingar eftir því að samn­inga­nefnd­irnar sam­ein­ist um þann skiln­ing, sem þegar virð­ist hafa skap­ast í umræð­unni, að til­boð borg­ar­innar um umræddar hækk­anir eigi ekki aðeins við um leik­skóla­starfs­menn heldur alla félags­menn Efl­ingar hjá borg­inni í sögu­lega van­metnum kvenna­störfum þar sem álag er mikið og heild­ar­laun lág, óháð svið­um.

Sé sátt um þessar for­sendur telur samn­inga­nefndin að mik­il­vægt skref hafi verið stigið í sam­komu­lags­átt, jafn­vel þótt enn sé nokkuð í land. Helsta óleysta við­fangs­efni við­ræðn­anna yrði þá að ná saman um enda­legar leið­rétt­ing­ar­upp­hæð­ir, útfæra hvernig eldri sér­greiðslur verði end­ur­skil­greindar og umreikn­aðar í til­felli ólíkra starfa, sem og fleiri atriði ótalin hér.

Sér­stak­lega er tekið fram að í þess­ari yfir­lýs­ingu felist ekki skuld­bind­ing af hálfu samn­inga­nefndar Efl­ingar um loka­nið­ur­stöðu við­ræðna en hún var send til borg­ar­stjóra, for­manns samn­inga­nefndar Reykja­vík­ur­borgar og rík­is­sátta­semj­ara.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent