Hví er sandbylur á Kanarí?

Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?

Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Auglýsing

Eyði­mörkin Sahara, sem breiðir úr sér yfir stóran hluta Norð­ur­-Afr­íku, lét finna fyrir sér í tuga kíló­metra fjar­lægð um helg­ina. Sand­ur ­sem þaðan blés hafði mikil áhrif á loft­gæði og sam­göngur á Kanarí­eyjum þar sem fjöldi Íslend­inga dvelur á hverjum tíma í sól­inn­i. 

Flug­ferðum til og frá eyj­un­um var aflýst og einnig var ákveðið að slaufa mörgum við­burðum sem stóðu fyr­ir­ dyr­um. Á morg­un, mánu­dag, er búið að aflýsa skóla­haldi á ein­hverjum eyj­anna vegna veð­urs­ins. Sand­byl­ur­inn hefur tak­markað skyggni veru­lega.

En hvað er það sem veldur því að sandur úr Sahara ferðast svo langa leið – yfir haf og lönd?

Auglýsing

Sahara er stærsta eyði­mörk heims utan heim­skauta­svæð­anna. Hún nær yfir stóran hluta Norð­ur­-Afr­íku og er um 9,2 millj­ónir fer­kíló­metra, á­líka stór og Banda­rík­in. Sand­ur­inn sem nú gerir usla á Kanarí er lík­lega ætt­aður frá Marokkó og Márit­an­íu, löndum í um 100 kíló­metra fjar­lægð á vest­ur­strönd Afr­ík­u. 

Þetta ástand er þekkt sem „calima“ og þeir sem dvalið hafa á Kanarí­eyjum á þessum árs­tíma gætu hafa kom­ist í kynni við það. Í ár virð­is­t það þó óvenju slæmt.

Farþegar að bíða eftir flugi fyrir utan flugvöllinn í Las Palmas í dag.

Calima eru heitir og sterkir austan vindar sem rífa upp sand í stórum stíl, blása honum þús­undir metra upp í loft­ið, yfir Atl­ants­hafið og í átt að Kanarí-eyja­kla­s­an­um. Er þetta heita loft fer yfir eyj­arnar myndar það ­þykkt mistur smárra sand­korna sem getur hindrað sýn og vald­ið önd­un­ar­erf­ið­leik­um.

Sam­kvæmt nýlegri rann­sókn sem gerð var við Mar­yland-há­skóla í Banda­ríkj­unum stækk­aði Sahara-eyði­mörkin um 10% á árunum 1920-2013. Lítil úrkom­a ­fellur í eyði­mörk­um, yfir­leitt innan við 100 mm á ári að með­al­tali.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar voru birtar árið 2018 og ­sam­kvæmt þeim er lík­legt að stækkun Sahara komi til af þáttum sem rekja má bæð­i til nátt­úru­legra fyr­ir­bæra og athafna mann­anna. bæði. Mikið magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda ýti undir áhrif nátt­úru­lega veð­ur­fyr­ir­brigða með þeim af­leið­ingum að upp­blástur verður meiri og eyði­mörkin stækk­ar.

Sahara-eyðimörkin nær yfir stóran hluta Norður-Afríku. Úti fyrir vesturströndinni, til vinstri á myndinni, eru Kanarí-eyjar.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent