Hví er sandbylur á Kanarí?

Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?

Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Auglýsing

Eyði­mörkin Sahara, sem breiðir úr sér yfir stóran hluta Norð­ur­-Afr­íku, lét finna fyrir sér í tuga kíló­metra fjar­lægð um helg­ina. Sand­ur ­sem þaðan blés hafði mikil áhrif á loft­gæði og sam­göngur á Kanarí­eyjum þar sem fjöldi Íslend­inga dvelur á hverjum tíma í sól­inn­i. 

Flug­ferðum til og frá eyj­un­um var aflýst og einnig var ákveðið að slaufa mörgum við­burðum sem stóðu fyr­ir­ dyr­um. Á morg­un, mánu­dag, er búið að aflýsa skóla­haldi á ein­hverjum eyj­anna vegna veð­urs­ins. Sand­byl­ur­inn hefur tak­markað skyggni veru­lega.

En hvað er það sem veldur því að sandur úr Sahara ferðast svo langa leið – yfir haf og lönd?

Auglýsing

Sahara er stærsta eyði­mörk heims utan heim­skauta­svæð­anna. Hún nær yfir stóran hluta Norð­ur­-Afr­íku og er um 9,2 millj­ónir fer­kíló­metra, á­líka stór og Banda­rík­in. Sand­ur­inn sem nú gerir usla á Kanarí er lík­lega ætt­aður frá Marokkó og Márit­an­íu, löndum í um 100 kíló­metra fjar­lægð á vest­ur­strönd Afr­ík­u. 

Þetta ástand er þekkt sem „calima“ og þeir sem dvalið hafa á Kanarí­eyjum á þessum árs­tíma gætu hafa kom­ist í kynni við það. Í ár virð­is­t það þó óvenju slæmt.

Farþegar að bíða eftir flugi fyrir utan flugvöllinn í Las Palmas í dag.

Calima eru heitir og sterkir austan vindar sem rífa upp sand í stórum stíl, blása honum þús­undir metra upp í loft­ið, yfir Atl­ants­hafið og í átt að Kanarí-eyja­kla­s­an­um. Er þetta heita loft fer yfir eyj­arnar myndar það ­þykkt mistur smárra sand­korna sem getur hindrað sýn og vald­ið önd­un­ar­erf­ið­leik­um.

Sam­kvæmt nýlegri rann­sókn sem gerð var við Mar­yland-há­skóla í Banda­ríkj­unum stækk­aði Sahara-eyði­mörkin um 10% á árunum 1920-2013. Lítil úrkom­a ­fellur í eyði­mörk­um, yfir­leitt innan við 100 mm á ári að með­al­tali.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar voru birtar árið 2018 og ­sam­kvæmt þeim er lík­legt að stækkun Sahara komi til af þáttum sem rekja má bæð­i til nátt­úru­legra fyr­ir­bæra og athafna mann­anna. bæði. Mikið magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda ýti undir áhrif nátt­úru­lega veð­ur­fyr­ir­brigða með þeim af­leið­ingum að upp­blástur verður meiri og eyði­mörkin stækk­ar.

Sahara-eyðimörkin nær yfir stóran hluta Norður-Afríku. Úti fyrir vesturströndinni, til vinstri á myndinni, eru Kanarí-eyjar.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Opnað á hálfs árs fjarvinnu erlendra sérfræðinga með reglugerðarbreytingum
Ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag breytingar á reglugerðum sem gefa ríkisborgurum utan EES færi á að koma hingað til lands með fjölskyldur sínar og vinna í fjarvinnu til sex mánaða.
Kjarninn 27. október 2020
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda
Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.
Kjarninn 27. október 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bætur frá Boeing vega þungt
Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.
Kjarninn 27. október 2020
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent