Hví er sandbylur á Kanarí?

Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?

Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Auglýsing

Eyði­mörkin Sahara, sem breiðir úr sér yfir stóran hluta Norð­ur­-Afr­íku, lét finna fyrir sér í tuga kíló­metra fjar­lægð um helg­ina. Sand­ur ­sem þaðan blés hafði mikil áhrif á loft­gæði og sam­göngur á Kanarí­eyjum þar sem fjöldi Íslend­inga dvelur á hverjum tíma í sól­inn­i. 

Flug­ferðum til og frá eyj­un­um var aflýst og einnig var ákveðið að slaufa mörgum við­burðum sem stóðu fyr­ir­ dyr­um. Á morg­un, mánu­dag, er búið að aflýsa skóla­haldi á ein­hverjum eyj­anna vegna veð­urs­ins. Sand­byl­ur­inn hefur tak­markað skyggni veru­lega.

En hvað er það sem veldur því að sandur úr Sahara ferðast svo langa leið – yfir haf og lönd?

Auglýsing

Sahara er stærsta eyði­mörk heims utan heim­skauta­svæð­anna. Hún nær yfir stóran hluta Norð­ur­-Afr­íku og er um 9,2 millj­ónir fer­kíló­metra, á­líka stór og Banda­rík­in. Sand­ur­inn sem nú gerir usla á Kanarí er lík­lega ætt­aður frá Marokkó og Márit­an­íu, löndum í um 100 kíló­metra fjar­lægð á vest­ur­strönd Afr­ík­u. 

Þetta ástand er þekkt sem „calima“ og þeir sem dvalið hafa á Kanarí­eyjum á þessum árs­tíma gætu hafa kom­ist í kynni við það. Í ár virð­is­t það þó óvenju slæmt.

Farþegar að bíða eftir flugi fyrir utan flugvöllinn í Las Palmas í dag.

Calima eru heitir og sterkir austan vindar sem rífa upp sand í stórum stíl, blása honum þús­undir metra upp í loft­ið, yfir Atl­ants­hafið og í átt að Kanarí-eyja­kla­s­an­um. Er þetta heita loft fer yfir eyj­arnar myndar það ­þykkt mistur smárra sand­korna sem getur hindrað sýn og vald­ið önd­un­ar­erf­ið­leik­um.

Sam­kvæmt nýlegri rann­sókn sem gerð var við Mar­yland-há­skóla í Banda­ríkj­unum stækk­aði Sahara-eyði­mörkin um 10% á árunum 1920-2013. Lítil úrkom­a ­fellur í eyði­mörk­um, yfir­leitt innan við 100 mm á ári að með­al­tali.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar voru birtar árið 2018 og ­sam­kvæmt þeim er lík­legt að stækkun Sahara komi til af þáttum sem rekja má bæð­i til nátt­úru­legra fyr­ir­bæra og athafna mann­anna. bæði. Mikið magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda ýti undir áhrif nátt­úru­lega veð­ur­fyr­ir­brigða með þeim af­leið­ingum að upp­blástur verður meiri og eyði­mörkin stækk­ar.

Sahara-eyðimörkin nær yfir stóran hluta Norður-Afríku. Úti fyrir vesturströndinni, til vinstri á myndinni, eru Kanarí-eyjar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent