Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi

Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.

Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Auglýsing

Stefán Eiríks­son, sem tekur við starfi útvarps­stjóra RÚV í næstu viku, sér tæki­færi í að breyta og þróa þegar kemur að öllu því efni sem er fram­leitt hjá RÚV, og er til staðar í safni fyr­ir­tæk­is­ins. „Ég vil að þetta sé opið og aðgengi­legt öllum almenn­ingi og öðrum fjöl­miðlum til frjálsra nota. Í raun­inni eru einu tak­mark­anir þá rétt­hafa­tak­mark­anir sem tengj­ast þá samn­ingum við lista­menn og eitt­hvað slíkt. En svo­leiðis opnun held ég að geti skipt mjög miklu máli. Þannig að mið­ill eins og til dæmis Kjarn­inn geti nýtt sé efni sem er aðgengi­legt hjá RÚV og hafi í raun­inni fulla heim­ild til að gera það.“

Þetta er meðal þess sem kom fram í ítar­legu við­tali við Stefán sem birt­ist á Kjarn­anum um liðna helgi.

Stefán við­ur­kennir að búa ekki per­sónu­lega yfir tækni­legu þekk­ing­unni til að fram­kvæma þessa hug­mynd né átta sig, eins og stend­ur, almenni­lega á umfangi þess að gera allt þetta efni aðgengi­legt. Stefán er hins vegar sann­færður um að ríkið geti fundið leiðir til að sinna þessu hlut­verki sínu með hag­kvæmum hætti, að geyma og miðla efni. „Það er auð­vitað gríð­ar­lega mikið efni sem er verið að fram­leiða á vegum rík­is­ins. Ef þú horfir bara á lög­regl­una, þar sem að allar yfir­heyrslur eru teknar upp og vistaðar á ein­hverjum ákveðnum stað og aðgengi­legar fyrir lög­reglu, ákæru­vald og dóm­stóla ef svo ber und­ir. Allt sem ger­ist inni hjá dóm­stól­unum er tekið upp. Og ýmsir fleiri opin­berir aðilar sem eru í þessu svo ég tali ekki um opin­ber söfn eins og Þjóð­skjala­safn­ið, Borg­ar­skjala­safn­ið, bóka­söfnin í land­inu og allt það. 

Auglýsing
Af hverju búum við ekki til ein­hvern einn stað þar sem við getum vistað þetta efni? Og gert það aðgengi­legt að teknu til­liti til að það þarf auð­vitað að tak­marka aðgang að ýmsu af þessu efni með ýmsum hætti, en þetta ætti að vera hægt að gera með ákveðnum hætti.

Rík­is­út­varpið er auð­vitað að starfa í þágu allra lands­manna. Það efni sem þar hefur orðið til á að vera aðgengi­legt öllum lands­mönn­um. Ég held að það væri rétt og eðli­legt að stiga það skref að aðrir fjöl­miðlar geti nýtt sér þetta.

Hægt er að lesa við­talið við Stefán í heild sinni hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent