Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV

Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.

Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Auglýsing

Stefán Eiríks­son, verð­andi útvarps­stjóri, seg­ist telja það mjög mik­il­vægt En að ef að til stendur að setja ein­hverjar tak­mark­anir á því hvernig RÚV vinnur á aug­lýs­inga­mark­aði þá verði að fylgja með mjög skýr skila­boð frá stjórn­mála­mönnum um úr hverju eigi að draga í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins sam­hliða. „Hvað eigi þá að láta undan í rekstri RÚV. Það hlýtur þá að kalla á breyt­ingar á lög­unum sem um Rík­is­út­varpið gilda því þú getur ekki á sama tíma sett kröfu um það að þú sinnir ein­hverju hlut­verki en dregið svo úr tekj­unum án þess að taka stefnu­mark­andi ákvörðun um það hvað eigi að gera. Það er í höndum stjórn­mála­manna.“

Þetta er meðal þess sem fram kom í ítar­legu við­tali við Stefán í Kjarn­anum sem birt­ist um helg­ina. 

Tekjur RÚV á árinu 2018, sam­kvæmt síð­asta birta árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins, voru 6,7 millj­arðar króna. Þar af komu 4,3 millj­arðar króna úr opin­berum sjóðum vegna inn­heimtu á útvarps­gjaldi og tæpir 2,4 millj­arðar króna vegna sam­keppn­i­s­tekna, sem eru að uppi­stöðu sala á aug­lýs­ingum í sjón­varpi og útvarpi. 

Starf­semi RÚV hefur verið að styrkj­ast umtals­vert á und­an­förnum árum, að hluta til vegna þess að stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins hafa gripið til óhefð­bund­inna aðgerða til að bæta rekstr­ar­um­hverf­ið. Sú sem mestu máli skipti var að selja bygg­inga­lóðir í kringum höf­uð­stöðvar RÚV í Efsta­leiti fyrir hátt í tvo millj­arða króna og end­ur­samn­ing á ógreiddum líf­eyr­is­skuld­bind­ingum inn í fram­tíð­ina með því að lengja í greiðslu­ferli þeirra til árs­ins 2057. 

Auglýsing
Á sama tíma hefur rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla verið að versna mik­ið, sam­hliða því að helstu tekju­lindir þeirra, aug­lýs­inga- og áskrift­ar­sala, hafa gefið veru­lega und­an. 

Stefán seg­ist þó ekki hafa neinar áhyggjur af því að RÚV sé í betri rekstr­ar­stöðu en sam­keppn­is­að­ilar þess. „Ég upp­lifi það ekki þannig að RÚV sé of stórt í vissum skiln­ingi, en það er vissu­lega stórt. Hlut­verkið sem að Rík­is­út­varp­inu er ætlað lögum sam­kvæmt og sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingi hefur mjög víð­tæku og fjöl­breyttu hlut­verki í sam­fé­lag­inu að gegna. Ég held satt best að segja að það sé mik­ill meiri­hluti almenn­ings og stjórn­mála­manna sem vilja að Rík­is­út­varpið haldi áfram að sinna því hlut­verki en að sama skapi er mik­il­vægt að það séu starf­andi sjálf­stæðir aðrir óháðir fjöl­miðlar og að þeir fái stuðn­ing, eins og mennta­mála­ráð­herra er búin að teikna upp með ákveðnum hætti í sínu frum­varpi, til þess að sinna sínum störfum með góðum hætt­i.“

Hægt er að lesa við­talið við Stefán í heild sinni hér.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent