Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna

Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“

Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar
Auglýsing

Samn­inga­nefnd Efl­ingar gagn­vart Reykja­vík­ur­borg hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem fram kemur að nefndin telji yfir­lýs­ingar borg­ar­innar og Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra í fjöl­miðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin sé til­búin að koma betur til móts við Efl­ing­ar­fé­laga en kynnt hafi verið á und­an­gengnum samn­inga­fundi. Nefndin telur að með yfir­lýs­ingum sínum hafi Reykja­vík­ur­borg þannig hugs­an­lega skapað meiri grund­völl til áfram­halds við­ræðna en ætlað var og kallar hún eftir stað­fest­ingu borg­ar­innar á því.

„Yf­ir­lýs­ingu borg­ar­innar undir yfir­skrift­inni „Til­boð Reykja­vík­ur­borgar fyrir starfs­fólk hjá Efl­ingu“ á heima­síðu borg­ar­inn­ar, dag­sett 20. febr­ú­ar, er ekki hægt að skilja öðru­vísi en svo að til­boð um hækkun grunn­launa um 20 þús­und krónur umfram 90 þús­und króna heild­ar­hækkun grunn­mán­að­ar­launa að for­dæmi Lífs­kjara­samn­ings­ins nái til allra ófag­lærðra félags­manna Efl­ingar á leik­skólum borg­ar­innar ann­arra en deild­ar­stjóra,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Samn­inga­nefndin lítur svo á að með þess­ari yfir­lýs­ingu hafi Reykja­vík­ur­borg nálg­ast kröfur félags­manna Efl­ingar meir en gefið hafi verið til kynna á áður­nefndum samn­inga­fundi, þar sem til­boðið hafi verið kynnt á þeim for­sendum að það næði aðeins til tveggja starfs­heita almennra ófag­lærðra leik­skóla­starfs­manna. Engir fyr­ir­varar séu um slíkt í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

Segja samn­inga­nefnd borg­ar­innar hafa skil­yrt ákveð­inn hluta grunn­launa­hækk­ana

Jafn­framt horfir samn­inga­nefndin til þess að í til­kynn­ingum borg­ar­innar og í ummælum borg­ar­stjóra séu grunn­launa­hækk­anir umfram Lífs­kjara­samn­ing­inn boðnar án fyr­ir­vara um hvaða leiðir yrðu farnar til að ná þeim fram. Á fundi hjá rík­is­sátta­semj­ara hafi samn­inga­nefnd borg­ar­innar skil­yrt ákveð­inn hluta grunn­launa­hækk­ana því að fram færi hand­stýrð end­ur­skoðun á starfs­mati til­tek­inna starfs­heita. Samn­inga­nefnd Efl­ingar hafi lýst þá og þegar efa­semdum um að sú leið væri stjórn­skipu­lega fær.

„Starfs­mat fer eftir fyr­ir­fram skil­greindum mæli­kvörðum sem Reykja­vík­ur­borg, Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga og fjöldi stétt­ar­fé­laga hafa und­ir­geng­ist. Í því er ekki fjallað um launa­setn­ingu og aldrei hefur tíðkast að semja um hand­stýrt end­ur­mat á starfs­mati ein­stakra starfa í kjara­samn­ingum sem Efl­ing hefur átt aðild að,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þá kemur fram að athuga­semdum samn­inga­nefndar Efl­ingar um hand­stýrt starfs­mat ein­stakra starfa hafi ekki verið svarað efn­is­lega af full­trúm Reykja­vík­ur­borgar á samn­inga­fund­in­um. Engu að síður hafi borgin nú opin­ber­lega lýst sig reið­búna til að fram­kvæma áður­nefnda við­bót­ar­hækkun grunn­launa að upp­hæð 20 þús­und krón­ur. Hafi sú tala verið kynnt fyrir almenn­ingi og ratað í fjöl­miðla án þess að borgin hafi skil­yrt hækk­un­ina hand­stýrðri end­ur­skoðun starfs­mats til­tek­inna starfa.

„Í ljósi þessa lítur samn­inga­nefnd Efl­ingar svo á að borgin hafi með opin­berum yfir­lýs­ingum sínum nálg­ast kröfur Efl­ing­ar­fé­laga með óskil­yrt­ari hætti en gefið var til kynna á samn­inga­fundi.

Samn­inga­nefnd Efl­ingar bendir einnig á að jafn­vel þótt til­boð borg­ar­inn­ar, eins og því er lýst í til­kynn­ingu á vef henn­ar, hafi aðeins átt að ná til starfs­fólks leik­skóla, þá hefur til­boð­inu verið lýst í fjöl­miðlum eins og það sé sam­bæri­legt við til­boð Efl­ing­ar, sem náði til allra borg­ar­starfs­manna. Dæmi um þetta er umfjöllun í sjón­varps­fréttum RÚV 20. febr­ú­ar. Borgin hefur ekki sér­stak­lega leit­ast við að leið­rétta þetta. Enda þótt leik­skóla­starfs­fólk séu fjöl­menn­asti hóp­ur­inn meðal félags­manna Efl­ingar hjá borg­inni þá hefur samn­inga­nefndin ávallt lagt áherslu á að kröfur um launa­leið­rétt­ingu nái til allra sögu­lega van­met­inna kvenna­starfa þar sem álag er mikið og heild­ar­laun óbæri­lega lág. Ljóst er að þessi skil­yrði eiga einnig við um félags­menn Efl­ingar sem starfa við umönnun aldr­aðra og fatl­aðs fólks innan Vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borgar og í eld­húsum og mötu­neytum þvert á fag­svið borg­ar­innar. Samn­inga­nefnd Efl­ingar gerir því þá eðli­legu kröfu að umræddar grunn­launa­hækk­anir nái einnig til launa þess­ara hópa,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Mik­il­vægt skref stigið í sam­komu­lags­átt

Með hlið­sjón af ofan­greindu lýsir samn­inga­nefnd Efl­ingar sig reiðu­búna til að ganga nú þegar til við­ræðna við samn­inga­nefnd Reykja­vík­ur­borgar á þeim breyttu for­sendum sem Efl­ing telur að opin­berar yfir­lýs­ingar borg­ar­innar fyrir helgi hafi skap­að, sem séu aðrar og lausn­a­mið­aðri en það sem kynnt var á samn­inga­fundi.

Þar verði gengið út frá þeim skiln­ingi að borgin hafi í reynd boðið skil­yrð­is­lausa hækkun grunn­mán­að­ar­launa í grunn­þrepi um 110 þús­und krónur fyrir alla almenna ófag­lærða starfs­menn leik­skóla. Jafn­framt kallar samn­inga­nefnd Efl­ingar eftir því að samn­inga­nefnd­irnar sam­ein­ist um þann skiln­ing, sem þegar virð­ist hafa skap­ast í umræð­unni, að til­boð borg­ar­innar um umræddar hækk­anir eigi ekki aðeins við um leik­skóla­starfs­menn heldur alla félags­menn Efl­ingar hjá borg­inni í sögu­lega van­metnum kvenna­störfum þar sem álag er mikið og heild­ar­laun lág, óháð svið­um.

Sé sátt um þessar for­sendur telur samn­inga­nefndin að mik­il­vægt skref hafi verið stigið í sam­komu­lags­átt, jafn­vel þótt enn sé nokkuð í land. Helsta óleysta við­fangs­efni við­ræðn­anna yrði þá að ná saman um enda­legar leið­rétt­ing­ar­upp­hæð­ir, útfæra hvernig eldri sér­greiðslur verði end­ur­skil­greindar og umreikn­aðar í til­felli ólíkra starfa, sem og fleiri atriði ótalin hér.

Sér­stak­lega er tekið fram að í þess­ari yfir­lýs­ingu felist ekki skuld­bind­ing af hálfu samn­inga­nefndar Efl­ingar um loka­nið­ur­stöðu við­ræðna en hún var send til borg­ar­stjóra, for­manns samn­inga­nefndar Reykja­vík­ur­borgar og rík­is­sátta­semj­ara.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent