Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall

Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.

sjukrabill_15810251620_o.jpg
Auglýsing

Mik­ill meiri­hluti félags­manna í Lands­sam­bandi slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna (LSS) sam­þykkti boðun verk­falls­að­gerða í atkvæða­greiðslu sem fram fór dag­ana 18. til 21. febr­ú­ar.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá BSRB í dag.

Alls sam­þykktu 79,9 pró­sent þeirra sem greiddu atkvæði verk­falls­boð­un­ina. Þátt­taka í atkvæða­greiðsl­unni var afar góð, sam­kvæmt BSRB, en um 68,4 pró­sent þeirra sem voru á kjör­skrá greiddu atkvæði.

Aðgerðir LSS bein­ast bæði að rík­inu og sveit­ar­fé­lögum í land­inu og hefj­ast þriðju­dag­inn 10. mars næst­kom­andi.

Auglýsing

Sam­hliða aðgerðum ann­arra aðild­ar­fé­laga BSRB

„Að­gerð­irnar verða tíma­settar sam­hliða aðgerðum ann­arra aðild­ar­fé­laga BSRB sem boðað hafa til verk­falls­að­gerða frá 9. mars næst­kom­andi. Alls hafa nú sextán aðild­ar­fé­lög banda­lags­ins til­kynnt við­semj­endum um umfangs­miklar verk­falls­að­gerðir sem ná munu hámarki með ótíma­bundnu alls­herj­ar­verk­falli þann 15. apríl næst­kom­andi, tak­ist samn­ingar ekki fyrir þann tíma,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Sam­kvæmt BSRB má skipta boð­uðum aðgerðum í tvo flokka. Í fyrsta lagi mun þorri félags­manna hjá rík­inu, Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga og Reykja­vík­ur­borg leggja niður störf á ákveðnum dög­um. Þessi hópur mun leggja niður störf dag­ana 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars og 31. mars og 1. apr­íl. Félagar í LSS munu leggja niður störf dag­ana 10. mars, 18. mars, 26. mars og 1. apr­íl.

Í öðru lagi munu smærri hópar félags­manna ákveð­inna aðild­ar­fé­laga verða í ótíma­bundnu verk­falli frá og með 9. mars. Í þeim hópi eru meðal ann­ars starfs­menn í grunn­skólum og leið­bein­endur á frí­stunda­heim­ilum á nær öllu höf­uð­borg­ar­svæð­inu auk Akra­ness auk starfs­manna hjá Skatt­inum og sýslu­manns­emb­ættum um allt land.

Þessar aðgerðir munu halda áfram fram í dymbil­viku, en hafi samn­ingar ekki tek­ist fyrir 15. apríl munu félags­menn sextán aðild­ar­fé­laga BSRB sem starfa hjá ríki og sveit­ar­fé­lögum fara í ótíma­bundið alls­herj­ar­verk­fall þar til samn­ingar hafa tek­ist.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent