Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót

Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, kynnti á rík­is­stjórn­ar­fundi í morgun áform sín um að leggja niður Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands (NMÍ) um næstu ára­mót og finna nýjan far­veg þeim verk­efnum sem haldið verður áfram. Þetta kemur fram í vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Þá segir að með breyt­ing­unum vilji ráð­herr­ann stuðla að öfl­ugum opin­berum stuðn­ingi þar sem hans sé þörf í núver­andi umhverfi. „Eitt leið­ar­ljósa nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland er að nýta eigi fjár­magn til rann­sókna og frum­kvöðla umfram umsýslu og yfir­bygg­ingu. Það er mik­il­vægt að end­ur­skoða hlut­verk opin­berra stofn­ana reglu­lega svo stjórn­völd geti sem best þjónað hlut­verki sínu um stuðn­ing við nýsköpun í land­in­u,“ segir Þór­dís Kol­brún.

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að hún hafi í kjöl­far nýsköp­un­ar­stefnu sett af stað vinnu, til að for­gangs­raða verk­efnum í þágu nýsköp­un­ar­um­hverfis á Íslandi.

Auglýsing

„Í haust kynntum við til sög­unnar nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland og aðgerðir í kjöl­far­ið. Þetta er næsta skref. Fram­haldið krefst sam­tals við fjölda hags­muna­að­ila og við gefum okkur góðan tíma til að gæta þeirra mik­il­vægu verk­efna sem við viljum for­gangs­raða og standa vörð um,“ segir Þór­dís Kol­brún.

Hluti verk­efna Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar má fram­kvæma undir öðru rekstr­ar­formi

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu er nið­ur­staða mik­illar grein­ing­ar­vinnu sú að hluta verk­efna NMÍ megi fram­kvæma undir öðru rekstr­ar­formi. Hluti verk­efn­anna geti verið fram­kvæmdir af aðilum á mark­aði og hluti verk­efn­anna sé ekki for­gangs­verk­efni hins opin­bera í nýsköpun vegna þroskaðra umhverfis nú og því hætt.

Nýsköp­un­ar­ráð­herra hefur mótað áætlun um fjögur meg­in­svið stofn­un­ar­inn­ar, greint helstu verk­efni og næstu skref eru að finna þeim far­veg eftir þörfum í nýju rekstr­ar­formi.

  1. Starfs­hópi skip­uðum full­trúum ráðu­neyt­is­ins, háskóla­sam­fé­lags­ins, atvinnu­lífs­ins og Bygg­inga­vett­vangs­ins verður falið að taka sér­stak­lega til skoð­unar vett­vang fyrir bygg­inga­rann­sókn­ir. Horft er til þess að fjár­munum til bygg­inga­rann­sókna verði t.a.m. beint í sam­keppn­is­sjóð og þannig stuðlað að öfl­ugum rann­sóknum á svið­inu.
  2. Komið verði á sam­starfi ráðu­neyt­is­ins, háskóla­sam­fé­lags­ins og atvinnu­lífs um rekstur nýsköp­un­ar­garða fyrir frum­kvöðla og sprota­fyr­ir­tæki. Þeir yrðu eins konar sjálf­stætt fram­hald af hluta þeirrar starf­semi sem nú fer fram undir merkjum NMÍ, en rekstr­ar­form yrði með öðrum hætti. Stefnt er að því að starf­semi nýsköp­un­ar­garða verði stað­sett í Vatns­mýr­inni.
  3. Stefnt verði að því að mæl­ing­ar, próf­anir og efna­grein­ing­ar, þ. á m. próf­anir vegna mann­virkja og vega­gerðar sem og meng­un­ar­mæl­ingar vegna stór­iðju verði fram­kvæmdar á fag­gildum próf­un­ar­stofum í sam­ræmi við alþjóð­legar gæða­kröf­ur.
  4. Stuðn­ingur hins opin­bera við nýsköp­un­ar­um­hverfið á lands­byggð­inni verður efld­ur, t.a.m. með efl­ingu staf­rænna smiðja (Fa­blabs). Mik­il­vægt er að sam­þætta aðgerðir enn betur við sókn­ar­á­ætl­anir lands­hluta með sam­vinnu við lands­hluta­sam­tök, atvinnu­þró­un­ar­fé­lög, Byggða­stofnun og atvinnu­líf­ið.

Ætla að standa við alla samn­inga og skuld­bind­ingar

Þá kemur jafn­framt fram hjá ráðu­neyt­inu að unnið sé að því að fara í gegnum alla samn­inga og skuld­bind­ingar stofn­un­ar­innar og tímara­mma þeirra. Staðið verði við þá samn­inga og þær skuld­bind­ingar sem að stofn­un­inni snúa. Skoðað verði hvernig verk­efnin falla að nýjum áherslum í stuðn­ingi við nýsköpun og í kjöl­farið verði tekin ákvörðun um fram­hald þeirra.

Bein fram­lög úr rík­is­sjóði til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands eru nú rúm­lega 700 millj­ónir króna árlega, að und­an­skildum kostn­aði við hús­næði NMÍ í Keldna­holti, sem fært verður til rík­is­eigna. Ráð­gert er að tæp­lega helm­ingur þess fjár­magns verði not­aður til að fylgja eftir þeim verk­efnum stofn­un­ar­innar sem fram­hald verður á.

Sig­ríður Ingv­ars­dótt­ir, for­stjóri NMÍ, mun leiða vinn­una innan NMÍ og njóta stuðn­ings stýri­hóps ráðu­neyt­is­ins. Starfs­hópar verða skip­aðir á næstu dögum til að styðja við verk­efnið með aðkomu hag­að­ila. Starfs­fólk NMÍ hefur verið upp­lýst um stöð­una, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

81 starfs­maður hjá Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands

Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands var sett á fót árið 2007 með sam­ein­ingu Iðn­tækni­stofn­unar og Rann­sókna­stofn­unar bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins. Starfs­menn NMÍ eru 81 og starfa í 73 stöðu­gild­um, þar af fimm á lands­byggð­inni. Áform eru um að stofn­unin verði lögð niður um ára­mót og verður þá staðið við allar skuld­bind­ingar gagn­vart starfs­fólki.

„Sú aðstaða og aðstoð sem Nýsköp­un­ar­mið­stöð og starfs­fólk hennar hefur veitt í gegnum árin hefur skipt sköpum fyrir fjöl­marga frum­kvöðla og fyr­ir­tæki og tekið þátt í að skapa það nýsköp­un­ar­um­hverfi sem við njótum dag. Sá árangur gerir okkur kleift að taka næstu skref inn í fram­tíð nýsköp­un­ar­lands­ins Íslands,“ segir ráð­herr­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent