Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Arion Banki
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur sam­þykkt kaup Nor­dic Visitor á ferða­skrif­stof­unni Terra Nova Sól. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Arion banka í dag.

Nor­dic Visitor hf. keypti ferða­­skrif­­stof­una Terra Nova Sól hf. af dótt­­ur­­fé­lagi Arion banka í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Terra Nova var hluti af Tra­velCo hf., félagi sem bank­inn tók yfir í júní 2019, í kjöl­far gjald­­þrots Pri­­mer­a­A­­ir.

Kaupin voru meðal ann­­ars með fyr­ir­vara um nið­­ur­­stöðu áreið­an­­leika­könn­unar og sam­­þykki sam­keppn­is­yf­­ir­­valda. Í til­­kynn­ingu sem send var út í des­em­ber kom fram að kaup­verð væri trún­­að­­ar­­mál.

Auglýsing

Ásberg Jóns­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Nor­dic Visitor, sagði í des­em­ber að Terra Nova og Nor­dic Visitor væru að ­mörgu leyti ólík þegar kemur að dreifi­­leiðum og mark­aðs­­svæð­­um. Í því lægju þó mikil tæki­­færi.

„Ekki er fyr­ir­hugað að sam­eina fyr­ir­tækin heldur verður lögð áhersla á að deila þekk­ingu á milli fyr­ir­tækj­anna. Mark­miðið með kaup­unum er að halda áfram að bæta rekstur Terra Nova og breikka þjón­ust­u­fram­­boð sam­­stæð­unn­­ar. Félögin tvo eru í góðum rekstri í dag og eru bæði að skila heil­brigðri afkomu. Þrátt fyrir krefj­andi rekstr­­ar­um­hverfi íslenskrar ferð­­þjón­­ustu þá eru enn mikil tæki­­færi til upp­­­bygg­ing­­ar. Von­andi verður hægt að aflétta síð­­­ustu fyr­ir­vörum kaupanna sem fyrst þar sem ég hlakka til að hitta og hefja störf með öllu því reynslu­­mikla starfs­­fólki sem hefur byggt upp félagið Terra Nova,“ sagði hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent