Átakshópur um úrbætur á innviðum hefur skilað ríkisstjórninni skýrslu þar sem fram kemur mat hópsins um að heildarfjárhæð framkvæmda hins opinbera og innviðafyrirtækja í uppbyggingu innviða muni nema 900 milljörðum króna á næstu tíu árum. Hópurinn var skipaður í kjölfar fárviðris sem gekk yfir landið í desember 2019.
Hann leggur til að framkvæmdum verði flýtt fyrir 27 milljarða króna. Þær framkvæmdir sem sú tala nær til snúa að auknir uppfærslu á dreifi- og flutningskerfi raforku og vegna aukinna ofanflóðavarna.
Þá eru lagðar fram tillögur til einföldunar og aukinnar skilvirkni í leyfisveitingum vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku, að framkvæmdu í svæðisflutningsskerfi raforku verði flýtt, að trygging á framboði varma á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, í nafni almannahagsmuna og orkuöryggis, verði aukið með því að kanna varmastöð í Krýsuvík, að grunnur fjarskipta verði byggður upp með hliðsjóð af aðgengi og öryggi og tengingu Íslands við umheiminn, og að öryggi verði haft í fyrirrúmi við allar ákvarðanir í samgöngumálum.
Þá er stefnt að því að uppbygging ofanflóðavarna verði lokið árið 2030, að almannavarnarkerfið verði eflt og og komið verði á heildstæðri vöktunar náttúruvár, að varafl fyrir raforku og fjarskipti verði endurskilgreint og eflt og að samdræm stefnumótum í málefnum innviða og áætlunum ríkisins verði komið á.
Alls nær áætlunin yfir 540 aðgerðir. Af þeim eru 192 nýjar og 40 sem hefur verið flýtt í framkvæmdaráætlunum Landsnets og dreifiveitna.