Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent

Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.

Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Auglýsing

Hag­vöxtur á síð­asta ári, sem lengst af var gert ráð fyrir að yrði nei­kvæður vegna áfalla í efna­hags­líf­inu, var 1,9 pró­sent sam­kvæmt nýjum tölum sem Hag­stofa Íslands birti í dag. Á síð­asta árs­fjórð­ungi 2019, sem nær yfir þrjá síð­ustu mán­uði þess árs, var hag­vöxt­ur­inn 4,7 pró­sent. 

Nokkrar vikur eru frá því að Seðla­banki Íslands birti sit mat á því hver hag­vöxtur hefði verið í fyrra í febr­ú­ar­riti Pen­inga­mála. Þá var hann sgður hafa verið 0,6 pró­sent, eða 1,3 pró­sentu­stigi minni en sá sem Hag­stofan segir nú að hafi ver­ið.

Hið sam­fellda hag­vaxt­ar­skeið Íslands sem hófst 2011 stendur því enn yfir. Mestur varð hag­vöxt­ur­inn á þessu tíma­bili 2016, 6,6 pró­sent, en minnstur 1,3 pró­sent árið 2012. Árið 2018 var hann 3,8 pró­sent.

Síbreyti­legar hag­vaxt­ar­tölur

Tölur um væntan hag­vöxt í fyrra tóki sífelldum breyt­ingum þegar leið á síð­asta ár. Framan af var búist við því að umtals­verður sam­dráttur yrði í hag­kerf­inu vegna áfalla sem fylgdu gjald­þroti WOW air, loðnu­bresti og vand­ræðum Icelandair Group vegna kyrr­setn­ingar á 737 Max-­vél­un­um. Afleið­ingin af vand­ræðum flug­fé­lag­anna varð meðal ann­ars sú að ferða­mönnum sem heim­sóttu Ísland fækk­aði um 329 þús­und á síð­asta ári, eða sem nemur nán­ast einni íslenskri þjóð, en hún telur nú um 364 þús­und manns. Þá fækk­aði gistin­óttum líka um 3,1 pró­sent á milli ára.

Auglýsing
Þeir ferða­menn sem komu eyddu hins vegar meira og í gang fór tíma­bær aðlögun víðs vegar í atvinnu­líf­inu þar sem stöndug fyr­ir­tæki gátu styrkt sig en þau sem byggðu ekki á jafn styrkum stoðum þurftu frá að hverfa. 

Í nóv­em­ber var hins vegar komið aðeins jákvæð­ara hljóð strokk­inn og Hag­stofan spáði ein­ungis 0,2 pró­sent sam­drætti. Nú er ljóst að sú spá var ansi fjarri raun­veru­leik­an­um. Alls skeik­aði 2,1 pró­sentu­stigi á þeirri spá og þeirri áætlun sem birt er í dag og byggir á árs­fjórð­ungs­legum mæl­ing­um. 

Í til­kynn­ingu Hag­stof­unnar í dag segir að þrátt fyrir nær óbreytt þjóð­ar­út­gjöld mæld­ist vöxtur lands­fram­leiðslu 4,7 pró­sent að raun­gildi á fjórða árs­fjórð­ungi árs­ins 2019 borið saman við sama tíma­bil árið 2018. „Vöxtur einka­neyslu mæld­ist eitt pró­sent á tíma­bil­inu, vöxtur sam­neyslu 3,8 pró­sent en þrjú pró­sent sam­dráttur mæld­ist í fjár­muna­mynd­un. Að teknu til­liti til áhrifa birgða­breyt­inga juk­ust þjóð­ar­út­gjöld um 0,1 pró­sent á tíma­bil­in­u.“

Hag­stofan segir að vöxtur lands­fram­leiðslu skýrist því af jákvæðum áhrifum utan­rík­is­við­skipta en inn­flutn­ingur dróst saman um 10,2 pró­sent á tíma­bil­inu á meðan útflutn­ingur jókst um 0,5 pró­sent. Jákvætt fram­lag einka­neyslu og sam­neyslu var líka jákvætt, en nokkuð minna. 

Mikið um mis­tök í útreikn­ingum á hag­vexti

Hag­stofan virt­ist vera í nokkrum vand­ræðum á síð­asta ári að reikna út réttan hag­vöxt. 

Þann 3. sept­­em­ber 2019 leið­rétti Hag­­stofa Íslands tölur um hag­vöxt á öðrum árs­fjórð­ungi sem hún birti upp­­­haf­­­lega nokkrum dögum áður. Í ljós hafði komið að hag­vöxtur á árs­fjórð­ungnum var 2,7 pró­­­sent en ekki 1,4 pró­­­sent líkt og sagði í fyrri til­­­kynn­ingu henn­­ar. 

Þegar sú til­­­kynn­ingin var birt voru fyrri nið­­­ur­­­stöður um hag­vöxt á fyrsta árs­fjórð­ungi einnig leið­rétt­­­ar. Í end­­­ur­­­skoð­aðri nið­­­ur­­­stöðu Hag­­­stof­unnar kom í ljós að hag­vöxtur á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins hafi verið nei­­­kvæður um 0,9 pró­­­sent en ekki jákvæður um 1,7 pró­­­sent líkt og fyrri nið­­­ur­­­stöður hafi sagt til um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent