Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent

Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.

Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Auglýsing

Hag­vöxtur á síð­asta ári, sem lengst af var gert ráð fyrir að yrði nei­kvæður vegna áfalla í efna­hags­líf­inu, var 1,9 pró­sent sam­kvæmt nýjum tölum sem Hag­stofa Íslands birti í dag. Á síð­asta árs­fjórð­ungi 2019, sem nær yfir þrjá síð­ustu mán­uði þess árs, var hag­vöxt­ur­inn 4,7 pró­sent. 

Nokkrar vikur eru frá því að Seðla­banki Íslands birti sit mat á því hver hag­vöxtur hefði verið í fyrra í febr­ú­ar­riti Pen­inga­mála. Þá var hann sgður hafa verið 0,6 pró­sent, eða 1,3 pró­sentu­stigi minni en sá sem Hag­stofan segir nú að hafi ver­ið.

Hið sam­fellda hag­vaxt­ar­skeið Íslands sem hófst 2011 stendur því enn yfir. Mestur varð hag­vöxt­ur­inn á þessu tíma­bili 2016, 6,6 pró­sent, en minnstur 1,3 pró­sent árið 2012. Árið 2018 var hann 3,8 pró­sent.

Síbreyti­legar hag­vaxt­ar­tölur

Tölur um væntan hag­vöxt í fyrra tóki sífelldum breyt­ingum þegar leið á síð­asta ár. Framan af var búist við því að umtals­verður sam­dráttur yrði í hag­kerf­inu vegna áfalla sem fylgdu gjald­þroti WOW air, loðnu­bresti og vand­ræðum Icelandair Group vegna kyrr­setn­ingar á 737 Max-­vél­un­um. Afleið­ingin af vand­ræðum flug­fé­lag­anna varð meðal ann­ars sú að ferða­mönnum sem heim­sóttu Ísland fækk­aði um 329 þús­und á síð­asta ári, eða sem nemur nán­ast einni íslenskri þjóð, en hún telur nú um 364 þús­und manns. Þá fækk­aði gistin­óttum líka um 3,1 pró­sent á milli ára.

Auglýsing
Þeir ferða­menn sem komu eyddu hins vegar meira og í gang fór tíma­bær aðlögun víðs vegar í atvinnu­líf­inu þar sem stöndug fyr­ir­tæki gátu styrkt sig en þau sem byggðu ekki á jafn styrkum stoðum þurftu frá að hverfa. 

Í nóv­em­ber var hins vegar komið aðeins jákvæð­ara hljóð strokk­inn og Hag­stofan spáði ein­ungis 0,2 pró­sent sam­drætti. Nú er ljóst að sú spá var ansi fjarri raun­veru­leik­an­um. Alls skeik­aði 2,1 pró­sentu­stigi á þeirri spá og þeirri áætlun sem birt er í dag og byggir á árs­fjórð­ungs­legum mæl­ing­um. 

Í til­kynn­ingu Hag­stof­unnar í dag segir að þrátt fyrir nær óbreytt þjóð­ar­út­gjöld mæld­ist vöxtur lands­fram­leiðslu 4,7 pró­sent að raun­gildi á fjórða árs­fjórð­ungi árs­ins 2019 borið saman við sama tíma­bil árið 2018. „Vöxtur einka­neyslu mæld­ist eitt pró­sent á tíma­bil­inu, vöxtur sam­neyslu 3,8 pró­sent en þrjú pró­sent sam­dráttur mæld­ist í fjár­muna­mynd­un. Að teknu til­liti til áhrifa birgða­breyt­inga juk­ust þjóð­ar­út­gjöld um 0,1 pró­sent á tíma­bil­in­u.“

Hag­stofan segir að vöxtur lands­fram­leiðslu skýrist því af jákvæðum áhrifum utan­rík­is­við­skipta en inn­flutn­ingur dróst saman um 10,2 pró­sent á tíma­bil­inu á meðan útflutn­ingur jókst um 0,5 pró­sent. Jákvætt fram­lag einka­neyslu og sam­neyslu var líka jákvætt, en nokkuð minna. 

Mikið um mis­tök í útreikn­ingum á hag­vexti

Hag­stofan virt­ist vera í nokkrum vand­ræðum á síð­asta ári að reikna út réttan hag­vöxt. 

Þann 3. sept­­em­ber 2019 leið­rétti Hag­­stofa Íslands tölur um hag­vöxt á öðrum árs­fjórð­ungi sem hún birti upp­­­haf­­­lega nokkrum dögum áður. Í ljós hafði komið að hag­vöxtur á árs­fjórð­ungnum var 2,7 pró­­­sent en ekki 1,4 pró­­­sent líkt og sagði í fyrri til­­­kynn­ingu henn­­ar. 

Þegar sú til­­­kynn­ingin var birt voru fyrri nið­­­ur­­­stöður um hag­vöxt á fyrsta árs­fjórð­ungi einnig leið­rétt­­­ar. Í end­­­ur­­­skoð­aðri nið­­­ur­­­stöðu Hag­­­stof­unnar kom í ljós að hag­vöxtur á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins hafi verið nei­­­kvæður um 0,9 pró­­­sent en ekki jákvæður um 1,7 pró­­­sent líkt og fyrri nið­­­ur­­­stöður hafi sagt til um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent