Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands

Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.

Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Auglýsing

Magnús Hall­dórs­son blaða­maður Kjarn­ans og Þórður Snær Júl­í­us­son rit­stjóri Kjarn­ans eru til­nefndir til Blaða­manna­verð­launa 2019 fyrir umfjöllun um efna­hags­mál. Frá þessu er greint á vef Blaða­manna­fé­lags Íslands. 



Dóm­nefnd Blaða­manna­verð­launa hefur ákveðið til­nefn­ingar sínar í öllum fjórum flokkum verð­laun­anna, en sjálf verð­launin verða síðan afhent í verð­launa­at­höfn í Pressu­kúbbnum í húsa­kynnum BÍ að Síðu­múla 23 eftir slétta viku eða föstu­dag­inn 6. mar­s. 



Blaða­manna­verð­launin eru veitt í fjórum flokk­um: Besta umfjöllun árs­ins, Rann­sókn­ar­blaða­mennska árs­ins, Við­tal árs­ins og Blaða­manna­verð­laun árs­ins, og sam­kvæmt reglu­gerð verð­laun­anna skilar dóm­nefndin þremur til­nefn­ingum í hverjum flokki viku fyrir sjálfa verð­launa­af­hend­ing­una. 



Auglýsing



Til­nefn­ingar dóm­nefndar eru eft­ir­far­and­i: 

Besta umfjöllun

Arn­hildur Hálf­dán­ar­dótt­ir, RÚV. Fyrir þátta­röð­ina Lofts­lags­þerapí­an. Þætt­irnir eru vand­aðir og yfir­grips­miklir þar sem varpað er nýju ljósi á lofts­lags­vána með því að skoða snertifleti hennar við það mann­lega í sam­fé­lag­inu, sið­ferði, til­finn­ing­ar, sál­fræði, trú­ar­brögð og póli­tík. Um er að ræða per­sónu­lega og frum­lega nálgun að umfjöllun um eitt stærsta verk­efni sam­tím­ans.



Alma Mjöll Ólafs­dótt­ir, Jóhann Páll Jóhanns­son, Mar­grét Mart­eins­dótt­ir, og Stein­dór Grétar Jóns­son, Stund­inni. Fyrir umfjöllun um ham­fara­hlýn­un. Í yfir­grips­mik­illi og vand­aðri umfjöllun fjalla blaða­menn Stund­ar­innar um fyr­ir­séðar afleið­ingar og birt­ing­ar­myndir lofts­lags­vár hér á landi og víð­ar, aðgerðir stjórn­valda og við­leitni ein­stak­linga til þess að vega upp á móti skað­legum umhverf­is­á­hrifum sem stafað geta af dag­legu lífi fólks.



Magnús Hall­dórs­son og Þórður Snær Júl­í­us­son, Kjarn­an­um. Fyrir umfjöllun um efna­hags­mál. Í fjöl­mörgum og upp­lýsandi frétta­skýr­ingum vörp­uðu Magnús og Þórður Snær ljósi á þróun efna­hags­mála á umbreyt­inga­tímum síð­asta árs, þegar sam­dráttur tók við af all­löngu góð­ær­is­tíma­bili. Um er að ræða afar vand­aða umfjöllun þar sem efni­viður frétta úr við­skipta- og efna­hags­lífi er greindur og settur fram á skil­merki­legan og skilj­an­legan hátt.

Við­tal árs­ins

Orri Páll Orm­ars­son, Morg­un­blað­inu. Fyrir við­tal við Sævar Þór Jóns­son lög­mann. Í við­tal­inu er á næman og nær­gæt­inn hátt fjallað um afar við­kvæmt mál­efni, kyn­ferð­is­of­beldi sem við­mæl­and­inn varð fyrir á barns­aldri og þau djúp­stæðu áhrif sem atburð­ur­inn hafði á líf hans. Við­talið, sem er lif­andi og lip­ur­lega skrif­að, fangar athygli les­and­ans og heldur henni þar til frá­sögn­inni er lok­ið.



Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir, Nadine Guð­rún Yag­hi, og Jóhann K. Jóhanns­son, Komp­ási, Frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unn­ar. Fyrir við­tal og umfjöllun um barn sem var lokað inni á heim­ili með geð­veikri móð­ur. Vandað við­tal við 17 ára stúlku, Mar­gréti Lillý Ein­ars­dótt­ur, sem lýsir því hvernig sam­fé­lagið brást henni þegar hún á grunn­skóla­aldri ólst upp ein hjá móður sem átti við bæði geð­rænan vanda og fíkni­vanda að stríða. Við­talið vakti verð­skuld­aða athygli og var fylgt eftir með fjölda frétta um stöðu barna í við­kvæmri stöðu, starf­semi barna­vernd­ar­nefnda og fleiri þætti og leiddi meðal ann­ars til þess að bæj­ar­stjóri Sel­tjarn­ar­ness baðst form­lega afsök­unar á því hvernig staðið var að málum í til­viki Mar­grétar Lillý­ar.



Ari Brynj­ólfs­son, Frétta­blað­inu. Fyrir við­tal við fjóra erlenda vagn­stjóra. Í lif­andi og skemmti­legu við­tali sem fangar og heldur athygli les­enda ræðir Ari við fjóra erlenda vagn­stjóra hjá Strætó sem lýsa lífi sínu, starfi og sam­skiptum við far­þega. Við­talið sýnir mann­eskjur á bak við störf og þjóð­erni. Við­talið sem vekur les­endur meðal ann­ars til umhugs­unar um hvernig hér er komið fram við starfs­fólk sem er af erlendu bergi brot­ið. Tækni­leg útfærsla á við­tali við fjóra ein­stak­linga í senn er afskap­lega vel úr hendi leyst.

Rann­sókn­ar­blaða­mennska



Aðal­steinn Kjart­ans­son og Stefán Drengs­son, Kveik. Fyrir umfjöllun um Procar-­mál­ið. Afhjúpun Kveiks um að bíla­leigan Procar hefði stundað svindl á neyt­endum með því að færa niður kíló­metra­stöðu bíla­leigu­bíla áður en þeir voru seldir vakti hörð við­brögð og sýndi fram á alvar­lega brota­löm í við­skiptum með not­aða bíla­leigu­bíla. Umfjöll­unin byggði á heim­ildum og öfl­ugri rann­sókn­ar­vinnu sem skil­aði sér í afhjúpun sem hefur haft afdrifa­rík áhrif á við­skipti með not­aða bíla.



Aðal­steinn Kjart­ans­son, Helgi Selj­an, Ingi Freyr Vil­hjálms­son og Stefán Drengs­son, Kveik og Stund­inni. Fyrir umfjöllun um Sam­herj­a­mál­ið. Fá mál vöktu meiri athygli í íslensku sam­fé­lagi en umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar í sam­vinnu við Al Jazeera og Wiki­leaks um ásak­anir á hendur Sam­herja um mútu­greiðslur í tengslum við starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. Umfjöll­unin byggði stað­hæf­ingum fyrrum starfs­manns Sam­herja í Namibíu og miklu magni gagna sem einnig voru gerð aðgengi­leg almenn­ingi á net­inu sam­hliða birt­ingu frétta af mál­inu. Umfjöll­unin hefur haft mikil áhrif, bæði hér heima og erlend­is.



Stefán Einar Stef­áns­son, Morg­un­blað­inu. Fyrir bók­ina „Wow, ris og fall flug­fé­lags“ ásamt fréttum og frétta­skýr­ingum um sama mál í Við­skipta­Mogg­an­um. Gjald­þrot Wow air er tví­mæla­laust eitt stærsta frétta­mál síð­asta árs og afleið­ingar þess gríð­ar­legar bæði á ein­stak­linga og efna­hags­líf. Í ítar­legum frétt­um, frétta­skýr­ingum og bók um málið hefur Stefán Einar dregið fram í marg­vís­lega fleti tengda starf­semi Wow, sögu flug­fé­lags­ins og eft­ir­mála gjald­þrots­ins. Frétt­irnar er vand­aðar og ítar­leg­ar, bókin lip­ur­lega skrifuð og upp­lýsandi um ris og falls flug­fé­lags, sem hafði mikil áhrif á íslenskt þjóð­líf. 

Blaða­manna­verð­laun árs­ins

Guð­rún Hálf­dán­ar­dótt­ir, mbl.­is. Fyrir greina­flokk­inn Skóli fyrir alla. Um er að ræða yfir­grips­mikla röð frétta og frétta­skýr­inga um stöðu skóla­mála á Íslandi út frá því sjón­ar­horni að menntun sé mann­rétt­indi sem allir eigi að njóta. Umfjöll­unin varpar ljósi á stöðu mála og veltir upp flötum þar sem úrbóta er þörf, svo sem varð­andi skýr­leika námskrár og sam­ræmis í vinnu­að­ferðum á milli, og jafn­vel innan ein­stakra skóla.



Arnar Páll Hauks­son, Spegl­in­um, RÚV. Fyrir umfjöllun um kjara­mál. Arnar Páll hefur af djúpri þekk­ingu og ára­langri yfir­sýn fjallað um kjara­mál með afar vönd­uðum hætti í ótal fréttum og frétta­skýr­ingum á tímum mik­ils umróts á vinnu­mark­aði. Hann hefur fjallað ítar­lega um hug­myndir og til­lögur sem lagðar hafa verið fram í kjara­við­ræðum og flytur iðu­lega fyrstu fréttir af þróun mála.



Hólm­fríður Helga Sig­urð­ar­dótt­ir, Stund­inni. Fyrir vönduð við­töl og umfjall­an­ir. Í fjölda frétta, frétta­skýr­inga og við­tala hefur Hólm­fríður Helga sýnt afar vönduð vinnu­brögð í umfjöllun um marg­vís­leg við­kvæm mál­efni og brotala­mir í íslensku sam­fé­lagi. Má þar nefna vand­aða umfjöllun um stöðu kvenna frá löndum utan EES sem hafa fest í ofbeld­is­sam­böndum hér á landi og upp­lýsandi við­töl og umfjöllun um fjöl­skyldur sem fundið hafa skjól á Íslandi eftir erf­ið­leika í heima­löndum sín­um. Hólm­fríður hefur lagt mikið af mörkum við að lyfta röddum og greina frá reynslu fólks sem ekki á jafn­greiðan aðgang að fjöl­miðlum og margir aðr­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent