Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands

Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.

Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Auglýsing

Magnús Hall­dórs­son blaða­maður Kjarn­ans og Þórður Snær Júl­í­us­son rit­stjóri Kjarn­ans eru til­nefndir til Blaða­manna­verð­launa 2019 fyrir umfjöllun um efna­hags­mál. Frá þessu er greint á vef Blaða­manna­fé­lags Íslands. Dóm­nefnd Blaða­manna­verð­launa hefur ákveðið til­nefn­ingar sínar í öllum fjórum flokkum verð­laun­anna, en sjálf verð­launin verða síðan afhent í verð­launa­at­höfn í Pressu­kúbbnum í húsa­kynnum BÍ að Síðu­múla 23 eftir slétta viku eða föstu­dag­inn 6. mar­s. Blaða­manna­verð­launin eru veitt í fjórum flokk­um: Besta umfjöllun árs­ins, Rann­sókn­ar­blaða­mennska árs­ins, Við­tal árs­ins og Blaða­manna­verð­laun árs­ins, og sam­kvæmt reglu­gerð verð­laun­anna skilar dóm­nefndin þremur til­nefn­ingum í hverjum flokki viku fyrir sjálfa verð­launa­af­hend­ing­una. AuglýsingTil­nefn­ingar dóm­nefndar eru eft­ir­far­and­i: 

Besta umfjöllun

Arn­hildur Hálf­dán­ar­dótt­ir, RÚV. Fyrir þátta­röð­ina Lofts­lags­þerapí­an. Þætt­irnir eru vand­aðir og yfir­grips­miklir þar sem varpað er nýju ljósi á lofts­lags­vána með því að skoða snertifleti hennar við það mann­lega í sam­fé­lag­inu, sið­ferði, til­finn­ing­ar, sál­fræði, trú­ar­brögð og póli­tík. Um er að ræða per­sónu­lega og frum­lega nálgun að umfjöllun um eitt stærsta verk­efni sam­tím­ans.Alma Mjöll Ólafs­dótt­ir, Jóhann Páll Jóhanns­son, Mar­grét Mart­eins­dótt­ir, og Stein­dór Grétar Jóns­son, Stund­inni. Fyrir umfjöllun um ham­fara­hlýn­un. Í yfir­grips­mik­illi og vand­aðri umfjöllun fjalla blaða­menn Stund­ar­innar um fyr­ir­séðar afleið­ingar og birt­ing­ar­myndir lofts­lags­vár hér á landi og víð­ar, aðgerðir stjórn­valda og við­leitni ein­stak­linga til þess að vega upp á móti skað­legum umhverf­is­á­hrifum sem stafað geta af dag­legu lífi fólks.Magnús Hall­dórs­son og Þórður Snær Júl­í­us­son, Kjarn­an­um. Fyrir umfjöllun um efna­hags­mál. Í fjöl­mörgum og upp­lýsandi frétta­skýr­ingum vörp­uðu Magnús og Þórður Snær ljósi á þróun efna­hags­mála á umbreyt­inga­tímum síð­asta árs, þegar sam­dráttur tók við af all­löngu góð­ær­is­tíma­bili. Um er að ræða afar vand­aða umfjöllun þar sem efni­viður frétta úr við­skipta- og efna­hags­lífi er greindur og settur fram á skil­merki­legan og skilj­an­legan hátt.

Við­tal árs­ins

Orri Páll Orm­ars­son, Morg­un­blað­inu. Fyrir við­tal við Sævar Þór Jóns­son lög­mann. Í við­tal­inu er á næman og nær­gæt­inn hátt fjallað um afar við­kvæmt mál­efni, kyn­ferð­is­of­beldi sem við­mæl­and­inn varð fyrir á barns­aldri og þau djúp­stæðu áhrif sem atburð­ur­inn hafði á líf hans. Við­talið, sem er lif­andi og lip­ur­lega skrif­að, fangar athygli les­and­ans og heldur henni þar til frá­sögn­inni er lok­ið.Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir, Nadine Guð­rún Yag­hi, og Jóhann K. Jóhanns­son, Komp­ási, Frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unn­ar. Fyrir við­tal og umfjöllun um barn sem var lokað inni á heim­ili með geð­veikri móð­ur. Vandað við­tal við 17 ára stúlku, Mar­gréti Lillý Ein­ars­dótt­ur, sem lýsir því hvernig sam­fé­lagið brást henni þegar hún á grunn­skóla­aldri ólst upp ein hjá móður sem átti við bæði geð­rænan vanda og fíkni­vanda að stríða. Við­talið vakti verð­skuld­aða athygli og var fylgt eftir með fjölda frétta um stöðu barna í við­kvæmri stöðu, starf­semi barna­vernd­ar­nefnda og fleiri þætti og leiddi meðal ann­ars til þess að bæj­ar­stjóri Sel­tjarn­ar­ness baðst form­lega afsök­unar á því hvernig staðið var að málum í til­viki Mar­grétar Lillý­ar.Ari Brynj­ólfs­son, Frétta­blað­inu. Fyrir við­tal við fjóra erlenda vagn­stjóra. Í lif­andi og skemmti­legu við­tali sem fangar og heldur athygli les­enda ræðir Ari við fjóra erlenda vagn­stjóra hjá Strætó sem lýsa lífi sínu, starfi og sam­skiptum við far­þega. Við­talið sýnir mann­eskjur á bak við störf og þjóð­erni. Við­talið sem vekur les­endur meðal ann­ars til umhugs­unar um hvernig hér er komið fram við starfs­fólk sem er af erlendu bergi brot­ið. Tækni­leg útfærsla á við­tali við fjóra ein­stak­linga í senn er afskap­lega vel úr hendi leyst.

Rann­sókn­ar­blaða­mennskaAðal­steinn Kjart­ans­son og Stefán Drengs­son, Kveik. Fyrir umfjöllun um Procar-­mál­ið. Afhjúpun Kveiks um að bíla­leigan Procar hefði stundað svindl á neyt­endum með því að færa niður kíló­metra­stöðu bíla­leigu­bíla áður en þeir voru seldir vakti hörð við­brögð og sýndi fram á alvar­lega brota­löm í við­skiptum með not­aða bíla­leigu­bíla. Umfjöll­unin byggði á heim­ildum og öfl­ugri rann­sókn­ar­vinnu sem skil­aði sér í afhjúpun sem hefur haft afdrifa­rík áhrif á við­skipti með not­aða bíla.Aðal­steinn Kjart­ans­son, Helgi Selj­an, Ingi Freyr Vil­hjálms­son og Stefán Drengs­son, Kveik og Stund­inni. Fyrir umfjöllun um Sam­herj­a­mál­ið. Fá mál vöktu meiri athygli í íslensku sam­fé­lagi en umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar í sam­vinnu við Al Jazeera og Wiki­leaks um ásak­anir á hendur Sam­herja um mútu­greiðslur í tengslum við starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. Umfjöll­unin byggði stað­hæf­ingum fyrrum starfs­manns Sam­herja í Namibíu og miklu magni gagna sem einnig voru gerð aðgengi­leg almenn­ingi á net­inu sam­hliða birt­ingu frétta af mál­inu. Umfjöll­unin hefur haft mikil áhrif, bæði hér heima og erlend­is.Stefán Einar Stef­áns­son, Morg­un­blað­inu. Fyrir bók­ina „Wow, ris og fall flug­fé­lags“ ásamt fréttum og frétta­skýr­ingum um sama mál í Við­skipta­Mogg­an­um. Gjald­þrot Wow air er tví­mæla­laust eitt stærsta frétta­mál síð­asta árs og afleið­ingar þess gríð­ar­legar bæði á ein­stak­linga og efna­hags­líf. Í ítar­legum frétt­um, frétta­skýr­ingum og bók um málið hefur Stefán Einar dregið fram í marg­vís­lega fleti tengda starf­semi Wow, sögu flug­fé­lags­ins og eft­ir­mála gjald­þrots­ins. Frétt­irnar er vand­aðar og ítar­leg­ar, bókin lip­ur­lega skrifuð og upp­lýsandi um ris og falls flug­fé­lags, sem hafði mikil áhrif á íslenskt þjóð­líf. 

Blaða­manna­verð­laun árs­ins

Guð­rún Hálf­dán­ar­dótt­ir, mbl.­is. Fyrir greina­flokk­inn Skóli fyrir alla. Um er að ræða yfir­grips­mikla röð frétta og frétta­skýr­inga um stöðu skóla­mála á Íslandi út frá því sjón­ar­horni að menntun sé mann­rétt­indi sem allir eigi að njóta. Umfjöll­unin varpar ljósi á stöðu mála og veltir upp flötum þar sem úrbóta er þörf, svo sem varð­andi skýr­leika námskrár og sam­ræmis í vinnu­að­ferðum á milli, og jafn­vel innan ein­stakra skóla.Arnar Páll Hauks­son, Spegl­in­um, RÚV. Fyrir umfjöllun um kjara­mál. Arnar Páll hefur af djúpri þekk­ingu og ára­langri yfir­sýn fjallað um kjara­mál með afar vönd­uðum hætti í ótal fréttum og frétta­skýr­ingum á tímum mik­ils umróts á vinnu­mark­aði. Hann hefur fjallað ítar­lega um hug­myndir og til­lögur sem lagðar hafa verið fram í kjara­við­ræðum og flytur iðu­lega fyrstu fréttir af þróun mála.Hólm­fríður Helga Sig­urð­ar­dótt­ir, Stund­inni. Fyrir vönduð við­töl og umfjall­an­ir. Í fjölda frétta, frétta­skýr­inga og við­tala hefur Hólm­fríður Helga sýnt afar vönduð vinnu­brögð í umfjöllun um marg­vís­leg við­kvæm mál­efni og brotala­mir í íslensku sam­fé­lagi. Má þar nefna vand­aða umfjöllun um stöðu kvenna frá löndum utan EES sem hafa fest í ofbeld­is­sam­böndum hér á landi og upp­lýsandi við­töl og umfjöllun um fjöl­skyldur sem fundið hafa skjól á Íslandi eftir erf­ið­leika í heima­löndum sín­um. Hólm­fríður hefur lagt mikið af mörkum við að lyfta röddum og greina frá reynslu fólks sem ekki á jafn­greiðan aðgang að fjöl­miðlum og margir aðr­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent