Ekki mögulegt að gefa út áreiðanlega afkomuspá á þessum tímapunkti

Icelandair Group hefur sent frá sér tilkynningu vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar þar sem segir að staðan sem uppi er komin skapi aukna óvissu þegar kemur að áætlaðri rekstrarniðurstöðu félagsins fyrir árið 2020.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Í ljósi þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til um allan heim vegna útbreiðslu COVID-19 veirunn­ar, er eft­ir­spurn eftir ferða­lögum á ákveðin svæði í heim­inum nú þegar að drag­ast sam­an. Of snemmt er að segja til um mögu­leg áhrif þess­arar þró­unar á starf­semi Icelandair Group en þessi staða skapar aukna óvissu þegar kemur að áætl­aðri rekstr­ar­nið­ur­stöðu félags­ins fyrir árið 2020. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Icelandair Group í dag vegna útbreiðslu COVID-19 veirunn­ar. 

„Vegna þess­arar óvissu er afkomu­spá Icelandair Group fyrir árið 2020 sem félagið gaf út á mark­að­inn þann 6. febr­úar sl. ekki lengur í gildi og telja stjórn­endur félags­ins ekki mögu­legt að gefa út áreið­an­lega afkomu­spá á þessum tíma­punkt­i,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Útbreiðsla veirunnar farin að hafa áhrif

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, segir í til­kynn­ing­unni að útbreiðsla COVID-19 veirunnar og við­brögð við henni séu að hafa áhrif á ferða­hegðun á mark­aðs­svæði þeirra. 

„Vegna þess erum við að greina hugs­an­legar sviðs­myndir og móta aðgerðir til að draga úr þeim áhrifum sem þessi þróun kann að hafa á starf­semi félags­ins. Öll áhersla verður lögð á að lág­marka áhrif á við­skipta­vini okkar en ef mót­væg­is­að­gerðir koma til með að hafa áhrif á flug­á­ætl­un, munum við upp­lýsa um það um leið og slíkar ákvarð­anir liggja fyr­ir. Ég legg áherslu á að öryggi og vel­ferð far­þega og starfs­fólks okkar er ávallt í fyr­ir­rúmi,“ segir hann. 

Í reglu­legum sam­skiptum við sótt­varn­ar­lækni og Land­lækn­is­emb­ætt­ið 

Í til­kynn­ing­unni segir enn fremur að Icelandair hafi gripið til ýmissa ráð­staf­ana og aukið við­bragðs­getu innan félags­ins til að bregð­ast við vegna útbreiðslu COVID-19 veirunn­ar. Félagið fylgist grannt með þróun mála, sé í reglu­legum sam­skiptum við sótt­varn­ar­lækni og Land­lækn­is­emb­ættið og fylgi leið­bein­ingum og verk­ferlum emb­ætt­is­ins á hverjum tíma.

Einnig sé félagið sem fyrr í nánu sam­starfi við Medaire, sem er alþjóð­leg lækna­þjón­usta sem sér­hæfir sig í lækn­ingum og for­vörnum um borð í flug­vélum og veitir ráð­gjöf í raun­tíma þegar veik­indi koma upp og ef grunur kæmi upp um smit um borð. Þá fái áhafn­ar­með­limir viða­mikla þjálfun sem meðal ann­ars felur í sér við­brögð við smit­sjúk­dóm­um.

Sam­kvæmt félagð­inu er áhersla lögð á reglu­lega upp­lýs­inga­gjöf til áhafna og far­þega sem og aukna vökt­un. Einnig hafi félagið farið yfir og eftir til­vikum upp­fært verk­ferla og við­bragðs­á­ætl­anir í sam­vinnu við við­bragðs­að­ila hér á landi. Þá hafi verið gripið til var­úð­ar­ráð­staf­ana með við­bót­ar­bún­aði um borð í flug­vélum Icelanda­ir, svo sem sótt­hreinsi­efni, and­lits­grímum og hönsk­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent