Ekki mögulegt að gefa út áreiðanlega afkomuspá á þessum tímapunkti

Icelandair Group hefur sent frá sér tilkynningu vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar þar sem segir að staðan sem uppi er komin skapi aukna óvissu þegar kemur að áætlaðri rekstrarniðurstöðu félagsins fyrir árið 2020.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Í ljósi þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til um allan heim vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar, er eftirspurn eftir ferðalögum á ákveðin svæði í heiminum nú þegar að dragast saman. Of snemmt er að segja til um möguleg áhrif þessarar þróunar á starfsemi Icelandair Group en þessi staða skapar aukna óvissu þegar kemur að áætlaðri rekstrarniðurstöðu félagsins fyrir árið 2020. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group í dag vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. 

„Vegna þessarar óvissu er afkomuspá Icelandair Group fyrir árið 2020 sem félagið gaf út á markaðinn þann 6. febrúar sl. ekki lengur í gildi og telja stjórnendur félagsins ekki mögulegt að gefa út áreiðanlega afkomuspá á þessum tímapunkti,“ segir í tilkynningunni. 

Auglýsing

Útbreiðsla veirunnar farin að hafa áhrif

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir í tilkynningunni að útbreiðsla COVID-19 veirunnar og viðbrögð við henni séu að hafa áhrif á ferðahegðun á markaðssvæði þeirra. 

„Vegna þess erum við að greina hugsanlegar sviðsmyndir og móta aðgerðir til að draga úr þeim áhrifum sem þessi þróun kann að hafa á starfsemi félagsins. Öll áhersla verður lögð á að lágmarka áhrif á viðskiptavini okkar en ef mótvægisaðgerðir koma til með að hafa áhrif á flugáætlun, munum við upplýsa um það um leið og slíkar ákvarðanir liggja fyrir. Ég legg áherslu á að öryggi og velferð farþega og starfsfólks okkar er ávallt í fyrirrúmi,“ segir hann. 

Í reglulegum samskiptum við sóttvarnarlækni og Landlæknisembættið 

Í tilkynningunni segir enn fremur að Icelandair hafi gripið til ýmissa ráðstafana og aukið viðbragðsgetu innan félagsins til að bregðast við vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Félagið fylgist grannt með þróun mála, sé í reglulegum samskiptum við sóttvarnarlækni og Landlæknisembættið og fylgi leiðbeiningum og verkferlum embættisins á hverjum tíma.

Einnig sé félagið sem fyrr í nánu samstarfi við Medaire, sem er alþjóðleg læknaþjónusta sem sérhæfir sig í lækningum og forvörnum um borð í flugvélum og veitir ráðgjöf í rauntíma þegar veikindi koma upp og ef grunur kæmi upp um smit um borð. Þá fái áhafnarmeðlimir viðamikla þjálfun sem meðal annars felur í sér viðbrögð við smitsjúkdómum.

Samkvæmt félagðinu er áhersla lögð á reglulega upplýsingagjöf til áhafna og farþega sem og aukna vöktun. Einnig hafi félagið farið yfir og eftir tilvikum uppfært verkferla og viðbragðsáætlanir í samvinnu við viðbragðsaðila hér á landi. Þá hafi verið gripið til varúðarráðstafana með viðbótarbúnaði um borð í flugvélum Icelandair, svo sem sótthreinsiefni, andlitsgrímum og hönskum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent