Tólf nýjar virkjanahugmyndir kynntar til sögunnar

Orkustofnun hefur sent gögn um hugmyndir að sex vindorkuverum, fimm vatnsaflsvirkjunum og einni jarðvarmavirkjun til verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Gögn um fleiri virkjanakosti eru væntanleg á næstu vikum.

Hrauneyjafossstöð er í dag þriðja stærsta raforkuver landsins, 210 MW. Hún stendur við Sprengisandsleið í jaðri hálendisins, suðvestur af Sigöldustöð og nýtir sömu vatnsmiðlunarmöguleika. Hrauneyjafossstöð var tekin í notkun 1981.
Hrauneyjafossstöð er í dag þriðja stærsta raforkuver landsins, 210 MW. Hún stendur við Sprengisandsleið í jaðri hálendisins, suðvestur af Sigöldustöð og nýtir sömu vatnsmiðlunarmöguleika. Hrauneyjafossstöð var tekin í notkun 1981.
Auglýsing

Orku­stofnun hefur sent verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga ramma­á­ætl­un­ar­ um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða tólf virkj­ana­hug­myndir sem ekki hafa áður­ verið teknar til með­ferð­ar. Um er að ræða eina jarð­varma­virkj­un, fimm vatns­afls­virkj­anir og sex vind­orku­ver. Stofn­unin hyggst senda verk­efn­is­stjórn­inni fleiri nýjar virkj­ana­hug­myndir í apr­íl.

Lands­virkjun hefur hug á að stækka þrjár virkj­anir sínar um ­sam­tals 210 MW: Sig­öldu­stöð um 65 MW, Hraun­eyja­foss­stöð um 90 MW og Vatns­fells­stöð um 55 MW.

Auglýsing

Til­lögur að tveimur öðrum nýjum vatns­afls­virkj­unum eru komn­ar til verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar; 16 MW Skúfna­vatna­virkjun sem Vest­ur­verk áformar á Vest­fjörð­um, og Ham­ar­s­virkjun sem Ham­ar­s­virkjun ehf., sem er í eigu Arctic Hydro, áformar í vatna­svið­i Ham­arsár í Djúpa­vogs­hreppi.

Ein hug­mynd að nýrri jarð­varma­virkjun hefur borist verk­efn­is­stjórn­inni, 100 MW Bolöldu­virkj­un, sem Reykja­vík Geothermal fyr­ir­hug­ar.

Vind­orku­verin sex sem nú fara til með­ferðar í ramma­á­ætl­un eru öll á vegum fyr­ir­tæk­is­ins Quadr­an.

Til­kynnt um 29 virkj­ana­kosti í vind­orku

Í bréfi frá Orku­stofnun til verk­efn­is­stjórn­ar­innar segir að hug­mynd­irnar tólf séu nýjar í þeim skiln­ingi að þær hafi ekki verið til­ ­með­ferðar í þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar eða feli í sér nýja og svo breytta út­færslu á eldri virkj­un­ar­kostum að þörf sé á end­ur­mati þeirra.

Orku­stofnun hafði í lok jan­úar verið til­kynnt um 42 nýja ­virkj­un­ar­kosti, þar af sex í vatns­afli, sjö í jarð­hita og 29 í vind­orku. Af þeim liggja fyrir gögn um tólf sem stofn­unin telur full­nægj­andi og hefur nú verið send verk­efn­is­stjórn­inni til umfjöll­un­ar. Í bréfi stofn­un­ar­innar er tekið fram að enn ríki réttaró­vissa um stjórn­sýslu vind­orkunnar og að mál­efni hennar séu til með­höndl­unar innan stjórn­ar­ráðs­ins. Upp­lýst hafi verið um áform um laga­setn­ingu vegna henn­ar.

Landsvirkjun leggur til stækkun þriggja virkjana sinna á hálendinu. Mynd: Orkustofnun

„Í ljósi þess að enn er beðið nið­ur­stöðu hefur Orku­stofn­un haldið sig við sömu með­höndlun á vind­orku og unnið var eftir við þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar, þ.e. að koma virkj­un­ar­kotsum og gögnum um þá á fram­færi við verk­efn­is­stjórn í sam­ræmi við óskir virkj­un­ar­að­ila, án þess að leggja end­an­leg­t ­mat á það hvort þau séu full­nægj­and­i.“

Átján kost­ir í nýt­ing­ar­flokki: 1421 MW

Þriðji áfangi ramma­á­ætl­unar var afgreiddur frá­ verk­efn­is­stjórn með loka­skýrslu í ágúst árið 2016, fyrir rúm­lega fjórum árum ­síð­an. Þings­á­lykt­un­ar­til­laga byggð á þeirri nið­ur­stöðu hefur í tvígang ver­ið lögð fram á Alþingi en vegna end­ur­tek­inna stjórn­ar­slita er hún enn óaf­greidd. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, hyggst leggja til­lög­una fram í þriðja sinn nú á vor­þingi og í óbreyttri mynd.

Í þriðja áfang­anum lagði verk­efn­is­stjórnin til að átta nýir ­virkj­un­ar­kostir bætt­ust í orku­nýt­ing­ar­flokk áætl­un­ar­inn­ar; Skrokköldu­virkj­un, Holta­virkj­un, Urriða­foss­virkj­un, Aust­ur­gils­virkj­un, Aust­urengjar, Hvera­hlíð II, Þver­ár­dalur og Blöndu­lund­ur.

Um er að ræða fjórar vatns­afls­virkj­anir með upp­sett afl upp á alls 277 MW, þrjár jarð­hita­virkj­anir með upp­sett afl allt að 280 MW og eitt vind­orku­ver með upp­sett afl allt að 100 MW. Ekki voru lagðar til breyt­ingar á flokkun þeirra virkj­un­ar­kosta sem fyrir voru í orku­nýt­ing­ar­flokki en þeir eru alls tíu tals­ins. Sam­tals var því lagt til að átján virkj­un­ar­kostir yrð­u ­flokk­aðir í orku­nýt­ing­ar­flokk og hafa þeir sam­tals 1421 MW upp­sett afl.

26 ­virkj­ana­kostir í vernd­ar­flokki

Í vernd­ar­flokk bætt­ust við fjögur land­svæði með tíu ­virkj­un­ar­kost­um, þ.e. Skata­staða­virkj­unum C og D, Vill­inga­nes­virkj­un, Blöndu­veitu úr Vest­ari-­Jök­ulsá, Fljóts­hnjúks­virkj­un, Hrafna­bjarga­virkj­unum A, B og C, Búlands­virkjun og Kjalöldu­veitu. Allir nýir virkj­un­ar­kostir á land­svæð­u­m í vernd­ar­flokki eru vatns­afls­virkj­an­ir. Ekki voru lagðar til breyt­ingar á flokkun þeirra virkj­un­ar­kosta sem fyrir voru í vernd­ar­flokki en þeir eru sext­án tals­ins.

Sam­tals var því lagt til að 26 virkj­un­ar­kostir verð­i ­flokk­aðir í vernd­ar­flokk. Kort yfir þau svæði sem verk­efn­is­stjórn lagði til að ­færu í vernd­ar­flokk er að finna hér á vefn­um.

Þrjá­tíu og átta virkj­un­ar­kostir eru í bið­flokki sam­kvæmt loka­skýrslu verk­efn­is­stjórn­ar­innar og hafa tíu bæst við þann flokk frá fyrri á­fanga. Þar af eru fjórir virkj­un­ar­kostir í jarð­varma (Trölla­dyngja, Inn­sti­dal­ur, Hágöngu­virkjun og Fremri­námar), fimm í vatns­afli (Hólmsár­virkj­un án miðl­un­ar, Hólmsár­virkjun neðri við Atley, Búð­ar­tungu­virkj­un, Haga­vatns­virkjun og Stóra-­Laxá) og einn í vind­orku (Búr­fellslund­ur).

Sjálf­bær ­þróun að leið­ar­ljósi

Verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar var skipuð af ­Björt Ólafs­dótt­ur, þáver­andi umhverf­is­ráð­herra, í apríl árið 2017. For­maður er Guð­rún­ ­Pét­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Stofn­unar Sæmundar fróða. Hlut­verk verk­efn­is­stjórn­ar er að veita umhverf­is­ráð­herra ráð­gjöf um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða.

Sam­kvæmt lög­unum um ramma­á­ætlun ber verk­efn­is­stjórn­inni að ­sjá til þess að „… nýt­ing land­svæða þar sem er að finna virkj­un­ar­kosti bygg­is­t á lang­tíma­sjón­ar­miðum og heild­stæðu hags­muna­mati … með sjálf­bæra þróun að ­leið­ar­ljósi.“

Verk­efn­is­stjórnin hefur tvö verk­færi til að sinna þess­ari ­skyldu sinni: Hún sækir ráð­gjöf til svo­kall­aðra fag­hópa sem skip­aðir eru ­sér­fræð­ingum á ýmsum sviðum og hún leitar sam­ráðs við hags­muna­að­ila, stofn­an­ir hins opin­bera, almenn­ing og frjáls félaga­sam­tök á ýmsum stigum vinn­unn­ar.

Vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun tekur til land­svæða og ­virkj­un­ar­kosta sem verk­efn­is­stjórn hefur fjallað um og hafa upp­sett rafafl 10 MW eða meira eða upp­sett varma­afl 50 MW eða meira.

Óskað eft­ir breyttum útfærslum

Í októ­ber á síð­asta ári kall­aði Orku­stofnun að beiðn­i verk­efn­is­stjórnar fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar  eftir nýjum hug­myndum að virkj­ana­kost­um. Í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni kom fram að þar sem afgreiðslu þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar­ væri ekki lokið á Alþingi hafi ekki verið kallað fyrr eftir nýjum hug­mynd­um.

„Gera má ráð fyrir að verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga fjall­i um alla virkj­ana­kosti, sem eru nú í bið­flokki,“ stóð i til­kynn­ing­unni. „Ef aðil­ar vilja að verk­efn­is­stjórn fjalli um nýjar útfærslur á þeim virkj­un­ar­kostum sem eru í bið­flokki í dag, geta þeir sent þær hug­myndir til Orku­stofn­un­ar.“

Kjarn­inn mun í dag og næstu daga fjalla ítar­lega um þær nýju ­virkj­ana­hug­myndir sem sendar hafa verið verk­efn­is­stjórn 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar­ ­sem og þær hug­myndir sem lagðar eru til í þriðja áfang­an­um, ýmist í vernd­ar-, orku­nýt­ing­ar- eða bið­flokk.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent