„Króna fyrir klikk“ á Nútímanum

Blaðamaður hefur unnið mál gegn Gebo ehf., eiganda vefmiðilsins Nútímans, en hún segir að þeir hafi nýtt sér vanþekkingu hennar til að græða peninga á efni sem hún framleiddi.

Ingunn Lára
Ingunn Lára
Auglýsing

Gebo ehf. hefur verið gert að greiða Ing­unni Láru Krist­jáns­dótt­ur, blaða­manni á Frétta­blað­inu, 174.157 krónur ásamt drátt­ar­vöxtum sem og 600.000 krónur í máls­kostn­að. Dómur var kveð­inn upp í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í gær. 

Gebo ehf. er eig­andi vef­mið­ils­ins Nútím­ans og aug­lýs­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Skyn. Fjöl­miðla­­mað­­ur­inn Atli Fannar Bjarka­­son stofn­aði mið­il­inn í ágúst 2014 en seldi árið 2018.

Ing­unn Lára greinir frá nið­ur­stöðu dóms­ins og aðdrag­anda á Face­book í dag. Hún segir að hún hafi starfað í eina viku hjá Nútím­anum í fyrra og að henni hafi verið boðið 17 þús­und krónur fyrir 58 vinnu­stund­ir. 

Auglýsing

Margir þekkja ekki rétt­indi sín

Ing­unn Lára segir í sam­tali við Kjarn­ann það vera ótrú­legt að sjá hvað blaða­mönnum og lista­mönnum séu boðin hræði­leg kjör og að ekki sé hægt að sætta sig við slíkt. Hún segir enn fremur að það taki á and­lega að standa í mála­ferlum; að sitja fyrir framan dóm­ara, gefa skýrslur og láta lög­fræð­inga „spyrja mann spjör­unum úr.“

„Þetta hefur kennt mér mikið sem blaða­mann­i,“ segir hún og bætir því við að von­andi verði málið til þess að umræða skap­ist um það þegar van­þekk­ing ungs fólks sé nýtt á þennan hátt því margir þekki ekki rétt­indi sín.

Öll sam­skipti óskýr og óþægi­leg

Í stöðu­upp­færsl­unni á Face­book segir Ing­unn Lára að öll sam­skipti við vinnu­veit­endur hennar á Nútím­anum hafi verið óskýr og óþægi­leg. „Málið er þó skýrt: á Nútím­anum er stunduð gerviver­taka. Málið mitt er for­dæmi og hér­aðs­dómur hefur nú dæmt að greiðslu­kerfi þeirra: „Króna fyrir klikk“ er ólög­mæt. Ég vona að allir núver­andi starfs­menn þeirra sjái þetta,“ skrifar hún. 

Hún seg­ist ekki trúi því að fólk starf­andi á miðl­inum hafi sætt sig við þessi kjör og að eng­inn hafi gert athuga­semd við fyrr en hún hafi gengið út af skrif­stofu þeirra og hringdi beint í Blaða­manna­fé­lag­ið.

„Hvers vegna sam­þykkti ég þetta kerfi til að byrja með? Ég gerði það ekki. Ég mætti í við­tal og var boðið starf þar sem mér var lofað kjörum sem væru tals­vert betri en hefð­bundin blaða­manna­laun. Þeir köll­uðu það krónu fyrir klikk og mál­uðu mynd­ina þannig að ég væri að fá í kringum 10 þús­und krónur fyrir hverja frétt. Ég hafði aldrei áður unnið á frétta­vef og gat ekk­ert miðað við. Þeir nýttu sér van­þekk­ingu mína til að græða pen­ing á mínu efni og ætl­uðu svo að borga mér kúk og kanil fyrir fréttir sem ég skrif­aði og mynd­bönd sem ég klippt­i,“ skrifar hún. 

58 klukku­stunda vinna metin á 17 þús­und krónur

Ing­unn Lára seg­ist hafa spurt hvort um væri að ræða verk­taka og hafi þeir sagt nei. „Ég tók við starf­inu með einu skil­yrði: Að við skyldum taka við­tal í vik­unni um að skrá mig sem laun­þega. Ég fékk hins vegar aldrei það við­tal og ég fékk aldrei að sjá samn­ing.“

„Eftir að ég gekk út af skrif­stof­unni, hálf hlæj­andi og í áfalli eftir að hafa séð að 58 klukku­stunda vinna mín væri metin á 17 þús­und krón­ur, ómaði ein setn­ing í höfði mínu, sem fyrr­ver­andi vinnu­veit­andi minn á Nútím­anum sagði eftir að ég lýsti yfir furðu yfir laun­unum sem mér var boð­ið: „Þetta er bara kerfið okkar sem virk­ar. Við höfum séð allt of marga fjöl­miðla fara á haus­inn. Ef þú vilt eitt­hvað ann­að, farðu þá bara yfir á Frétta­blað­ið.“

Og viti menn, ég gerði einmitt það og hef nú starfað í 1 ár á Frétta­blað­inu sem blaða­mað­ur. Takk fyrir þetta, Nútím­inn, þetta var á sama tíma það versta og besta sem ég hef lent í,“ skrifar hún að lokum í færslu sinni á Face­book. Mik­ill sigur í dag eftir ár af óvissu. Áður en ég hóf störf hjá Frétta­blað­inu þá vann ég í eina viku hjá Nútím­an­um....

Posted by Ing­unn Lára Krist­jáns­dóttir on Tues­day, March 3, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent