„Króna fyrir klikk“ á Nútímanum

Blaðamaður hefur unnið mál gegn Gebo ehf., eiganda vefmiðilsins Nútímans, en hún segir að þeir hafi nýtt sér vanþekkingu hennar til að græða peninga á efni sem hún framleiddi.

Ingunn Lára
Ingunn Lára
Auglýsing

Gebo ehf. hefur verið gert að greiða Ing­unni Láru Krist­jáns­dótt­ur, blaða­manni á Frétta­blað­inu, 174.157 krónur ásamt drátt­ar­vöxtum sem og 600.000 krónur í máls­kostn­að. Dómur var kveð­inn upp í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í gær. 

Gebo ehf. er eig­andi vef­mið­ils­ins Nútím­ans og aug­lýs­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Skyn. Fjöl­miðla­­mað­­ur­inn Atli Fannar Bjarka­­son stofn­aði mið­il­inn í ágúst 2014 en seldi árið 2018.

Ing­unn Lára greinir frá nið­ur­stöðu dóms­ins og aðdrag­anda á Face­book í dag. Hún segir að hún hafi starfað í eina viku hjá Nútím­anum í fyrra og að henni hafi verið boðið 17 þús­und krónur fyrir 58 vinnu­stund­ir. 

Auglýsing

Margir þekkja ekki rétt­indi sín

Ing­unn Lára segir í sam­tali við Kjarn­ann það vera ótrú­legt að sjá hvað blaða­mönnum og lista­mönnum séu boðin hræði­leg kjör og að ekki sé hægt að sætta sig við slíkt. Hún segir enn fremur að það taki á and­lega að standa í mála­ferlum; að sitja fyrir framan dóm­ara, gefa skýrslur og láta lög­fræð­inga „spyrja mann spjör­unum úr.“

„Þetta hefur kennt mér mikið sem blaða­mann­i,“ segir hún og bætir því við að von­andi verði málið til þess að umræða skap­ist um það þegar van­þekk­ing ungs fólks sé nýtt á þennan hátt því margir þekki ekki rétt­indi sín.

Öll sam­skipti óskýr og óþægi­leg

Í stöðu­upp­færsl­unni á Face­book segir Ing­unn Lára að öll sam­skipti við vinnu­veit­endur hennar á Nútím­anum hafi verið óskýr og óþægi­leg. „Málið er þó skýrt: á Nútím­anum er stunduð gerviver­taka. Málið mitt er for­dæmi og hér­aðs­dómur hefur nú dæmt að greiðslu­kerfi þeirra: „Króna fyrir klikk“ er ólög­mæt. Ég vona að allir núver­andi starfs­menn þeirra sjái þetta,“ skrifar hún. 

Hún seg­ist ekki trúi því að fólk starf­andi á miðl­inum hafi sætt sig við þessi kjör og að eng­inn hafi gert athuga­semd við fyrr en hún hafi gengið út af skrif­stofu þeirra og hringdi beint í Blaða­manna­fé­lag­ið.

„Hvers vegna sam­þykkti ég þetta kerfi til að byrja með? Ég gerði það ekki. Ég mætti í við­tal og var boðið starf þar sem mér var lofað kjörum sem væru tals­vert betri en hefð­bundin blaða­manna­laun. Þeir köll­uðu það krónu fyrir klikk og mál­uðu mynd­ina þannig að ég væri að fá í kringum 10 þús­und krónur fyrir hverja frétt. Ég hafði aldrei áður unnið á frétta­vef og gat ekk­ert miðað við. Þeir nýttu sér van­þekk­ingu mína til að græða pen­ing á mínu efni og ætl­uðu svo að borga mér kúk og kanil fyrir fréttir sem ég skrif­aði og mynd­bönd sem ég klippt­i,“ skrifar hún. 

58 klukku­stunda vinna metin á 17 þús­und krónur

Ing­unn Lára seg­ist hafa spurt hvort um væri að ræða verk­taka og hafi þeir sagt nei. „Ég tók við starf­inu með einu skil­yrði: Að við skyldum taka við­tal í vik­unni um að skrá mig sem laun­þega. Ég fékk hins vegar aldrei það við­tal og ég fékk aldrei að sjá samn­ing.“

„Eftir að ég gekk út af skrif­stof­unni, hálf hlæj­andi og í áfalli eftir að hafa séð að 58 klukku­stunda vinna mín væri metin á 17 þús­und krón­ur, ómaði ein setn­ing í höfði mínu, sem fyrr­ver­andi vinnu­veit­andi minn á Nútím­anum sagði eftir að ég lýsti yfir furðu yfir laun­unum sem mér var boð­ið: „Þetta er bara kerfið okkar sem virk­ar. Við höfum séð allt of marga fjöl­miðla fara á haus­inn. Ef þú vilt eitt­hvað ann­að, farðu þá bara yfir á Frétta­blað­ið.“

Og viti menn, ég gerði einmitt það og hef nú starfað í 1 ár á Frétta­blað­inu sem blaða­mað­ur. Takk fyrir þetta, Nútím­inn, þetta var á sama tíma það versta og besta sem ég hef lent í,“ skrifar hún að lokum í færslu sinni á Face­book. Mik­ill sigur í dag eftir ár af óvissu. Áður en ég hóf störf hjá Frétta­blað­inu þá vann ég í eina viku hjá Nútím­an­um....

Posted by Ing­unn Lára Krist­jáns­dóttir on Tues­day, March 3, 2020


Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent