Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða Glitni HoldCo tvo milljarða

Stærsti eigandi Brim þarf að greiða Glitni tvo milljarða króna auk dráttarvaxta vegna afleiðusamninga sem gerðir voru haustið 2008. Málið var upphaflega höfðað 2012 og hefur þvælst í dómskerfinu alla tíð síðan.

Guðmundur Kristjánsson á 75 prósent í Útgerðarfélagi Reykjavíkur.
Guðmundur Kristjánsson á 75 prósent í Útgerðarfélagi Reykjavíkur.
Auglýsing

Útgerðarfélag Reykjavíkur var í gær dæmt í héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Glitni HoldCo, eignarhaldsfélagi utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða króna ásamt dráttarvöxtum frá 6. maí 2016.

Þrír dómarar dæmdu málið, þeir Arnar Þór Jónsson, dómsformaður, Þórður Clausen Þórðarson, héraðsdómari og Eymundur Sveinn Einarsson, löggiltur endurskoðandi.

Útgerðarfélag Reykjavíkur, er stærsti eigandi sjávarútvegsrisans Brim og í meirihlutaeigu Guðmundar Kristjánssonar forstjóra þess. Alls á Útgerðarfélagið og dótturfélag þess um 46 prósent eignarhlut í Brimi. 

Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur verið  í deilum við Glitnir HoldCo árum saman vegna 31 afleiðu­samn­inga sem gerðir voru haustið 2008, rétt áður en að íslenska banka­kerfið hrundi. Samn­ing­arnir voru upp á alls um tvo millj­arða króna. Útgerð­ar­fé­lagið hefur ávallt neitað kröf­unni og hún ekki verið færð í rekstur eða efna­hag fyr­ir­tæk­is­ins. 

Auglýsing
Glitnir höfð­aði mál sum­arið 2012 og krafð­ist þess að Útgerð­ar­fé­lag­ið, sem þá hét Brim, myndi greiða millj­arð­anna tvo auk drátt­ar­vaxta. Málið hefur þvælst um innan dóms­kerf­is­ins alla tíð síðan, en í árs­reikn­ingi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur vegna ársins 2018 sagði m.a. um þetta mál að fyrir liggi „að eng­inn starfs­maður Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur hf. hafi beðið um eða gert 23 af 31 samn­ingi sem gerð er krafa um greiðslu á í dóms­mál­inu og mynda um 90 pró­sent af kröfu Glitnis Holdco ehf.“

Málið hefur tekið á sig margs­konar mynd­ir. Meðal ann­ars kærði Útgerð­ar­fé­lagið fram­ferði Ólafs Eiríks­son­ar, lög­manns Glitnis HoldCo, í dóms­mál­inu til Úrskurð­ar­nefndar lög­manna sem úrskurð­aði í mál­inu þann í lok jan­úar í fyrra. Þar var hátt­semi hans, sem í fólst að veita lyk­il­vitni rangar upp­lýs­ingar um stað­reyndir og láta hjá líða að til­kynna Útgerð­ar­fé­lag­inu að til stæði að hafa sam­band við vitn­ið, sögð vera aðfinnslu­verð. 

Þá kærði Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur til lög­reglu, þann 17. apríl 2018, það sem í árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins var kallað þá „hátt­semi að rang­færa sönn­un­ar­gögn“ í dóms­mál­inu. Sú hátt­semi á að hafa falið í sér „að „klippa“ eða fjar­lægja með öðrum hætti, 7 cm neðan af öllum samn­ingum svo að þeir myndu líta út á annan veg en þeir gerð­u.

Töldu Glitni hafa hag af því að fella krónuna

Í dómnum kemur fram að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi meðal annars byggt varnir sínar á því að samningarnir fælu í sér ólögmæta og saknæma háttsemi af hálfu starfsmanna Glitnis. „Eigi stefndi af þessum sökum skaðabótakröfu gegn stefnanda sem nemi a.m.k. stefnufjárhæð. Þessu til stuðnings hefur stefndi einkum vísað til þess að hagsmunir stefnanda af þróun gengis gjaldmiðla hafi verið andstæðir hagsmunum stefnanda. Nánar tiltekið telur stefndi að matsgerð dómkvaddra matsmanna sanni að stefnandi hafi haft beina og verulega hagsmuni af því að gengi íslensku krónunnar lækkaði með því að slík þróun hækkaði efnahagsreikning hans og styrkti gengi hlutabréfa. Við aðalmeðferð málsins var lögð á það áhersla af hálfu stefnda að stefndi hefði aldrei gert umrædda samninga ef hann hefði vitað af því að bankinn ætti í lausafjárvanda og yrði tekinn yfir af skilanefnd í október 2008 og síðar slitastjórn.“

í dómnum kemur fram að forstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur hafi undirritað almenna skilmála Glitnis þar sem hann lýsti því yfir að honum væri ljóst að þau viðskipti sem hann kynni að eiga við stefnanda gætu verið sérlega áhættusöm. Útgerðarfélagið hafi átt í verulegum viðskiptum með erlenda gjaldmiðla árum saman, þ. á m. með framvirkum skiptasamningum. „Er það álit dómsins að starfsmönnum stefnda hafi verið vel ljóst eðli þessara viðskipta og sú áhætta sem óhjákvæmilega leiddi af mögulegum breytingum á gengi gjaldmiðla. Í ljósi reynslu og þekkingar hjá stefnda á gjaldeyrisviðskiptum var það því fyrst og fremst á forræði hans að taka afstöðu til þess hvort hann tæki þá áhættu sem fólst í gerð einstakra gjaldmiðlaskiptasamninga, svo og hvernig hann leitaðist við að dreifa eða takmarka áhættu sína vegna þessara samninga. Alkunna er að bankar sem bjóða viðskiptamönnum sínum á að gera afleiðusamninga, leitast við að minnka eða eyða áhættu sinni með margvíslegum hætti, þ. á m. með áætlunum um að gerðir samningar við mismunandi viðskiptamenn vegi hver annan upp með þeim afleiðingum að heildaráhætta bankans minnki. Hins vegar kann banki einnig að hafa sjálfstæða hagsmuni af þróun þeirra atriða sem afleiðusamningur lýtur að, t.d. gengi tiltekins gjaldeyris, og geta mismunandi ástæður legið þeim hagsmunum til grundvallar.“ 

Auglýsing
Dómurinn segir að jafnvel þótt gögn málsins bendi til að Glitnir hafi hagnast, að minnsta kosti til skamms tíma, af lækkandi gengi íslensku krónunnar þá telur hann ekki fram komið að Glitnir hafi markvisst stuðlað að lækkun íslensku krónunnar eða búið yfir sértækum upplýsingum um þróun gengis hennar sem honum var skylt að upplýsa viðskiptavini sína um. „Samkvæmt öllu framangreindu er því hafnað að stefndi eigi skaðabótakröfu gegn stefnanda vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi sem hann beri ábyrgð á. Verður höfuðstóll aðalkröfu stefnanda því tekinn til greina,“ segir í niðurstöðu dómsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent