Níu smitaðir af veirunni sem veldur COVID-19 á Íslandi

Alls hafa sex ný smit greinst í dag. Sá sem fyrstur Íslendinga var greindur með smit hefur verið útskrifaður af Landspítala.

landspitalinn_16010789046_o.jpg
Auglýsing

Þrjú ný til­felli af veirunni sem veldur COVID-19 sjúk­dómi voru stað­fest á veiru­fræði­deild Land­spít­ala í kvöld. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Almanna­vörnum rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Þar segir að um sé að ræða tvær konur og einn karl. Þau eru á sex­tugs- og fimm­tugs­aldri. „Af þessum til­fellum hafa tvö teng­ingu við Norð­ur­-Ítalíu en þessir ein­stak­lingar komu til lands­ins frá Veróna á Ítalíu á laug­ar­dag­inn (29.2.2020). Unnið er að smitrakn­ingu á þriðja til­fell­inu. Öll þrjú sýna ein­kenni COVID-19 sjúk­dóms, en eru þó ekki mikið veik.“

Fyrr í dag var greint frá því að þrjú önnur smit höfðu greinst og því hefur fjölgað í hópi smit­aðra um sex á sól­ar­hring. Þeir eru nú níu tals­ins. Mað­­ur­inn sem greind­ist fyrstur Íslend­inga með veiruna hefur verið útskrif­aður af Land­­spít­­ala og er nú í heima­ein­angr­un. 

Hátt í 300 manns í sótt­­­kví á land­inu öllu

Hátt í 300 manns eru í sótt­­­kví á land­inu öllu. 

Nán­­ari upp­­lýs­ingar um heima­­sótt­­kví má nálg­­ast á vef land­læknis. Svo gæti farið að fleiri muni þurfa að fara í sótt­­­kví á næstu dög­­um. Atvinn­u­rek­endur og stjórn­­endur á vinn­u­­mark­aði eru hvattir til að sýna stöðu þessa fólks skiln­ing.

Auglýsing
„Það er vitað að fjöldi heil­brigð­is­­starfs­­manna, ekki síst af Land­­spít­­ala er á far­alds­­fæti en af hálfu Land­­spít­­ala er verið að kort­­leggja um hve marga er að ræða. Því er lík­­­legt að ein­hver fjöldi heil­brigð­is­­starfs­­manna þurfi að fara í sótt­­­kví sem varir í 14 daga. Þá er ljóst að íslenskt heil­brigð­is­­kerfi er við­­kvæmt og það gæti orðið afdrifa­­ríkt ef upp kæmi smit hjá starfs­­manni. Því vilja land­lækn­ir, sótt­varna­læknir og almanna­varnir biðla til heil­brigð­is­­starfs­­manna að fresta öllum utan­­lands­­ferðum eftir því sem kostur er meðan það skýrist hvert umfang far­ald­­ur­s­ins verð­­ur,“ sagði í til­­kynn­ing­unn­i sem send var út fyrr í dag.

Vinna að því að koma upp­­lýs­ingum til fólks

Upp­lýs­ingateymi almanna­varna­­deildar rík­­is­lög­­reglu­­stjóra vinnur að því að koma upp­­lýs­ingum um COVID-19 til þeirra sem telj­­ast til við­­kvæmra hópa. Þetta eru til að mynda aldr­aðir ein­stak­l­ingar og þeir sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­­dóma. Þetta verður gert í sam­ráði við sjúk­l­inga­­sam­tök, fag­­fé­lög og hags­muna­hópa þess­­ara ein­stak­l­inga.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent