Félagsdómur féllst í dag á kröfu Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Samtaka sjálfstæðra skóla að boðað samúðarverkfall Eflingar hjá einkareknum leik- og grunnskólum sé ólögmætt. Fjórir dómarar komust að þeirri niðurstöðu enn einn dómari, Guðni Á Haraldsson, skilaði sératkvæði og taldi að aðgerðirnar væru lögmætar.
Félagsmenn hjá sjálfstætt starfandi skólum höfðu áður samþykkt að ráðast í aðgerðirnar frá og með næstkomandi mánudegi, 9. mars, með 90 prósent greiddra atkvæða. Rúmlega 240 félagsmenn Eflingar starfa hjá einkareknum skólum sem eiga aðild að Samtökum sjálfstæðra skóla.
Hægt er að lesa dóm félagsdóm í heild sinni hér.
„Fundir okkar með þessum hópum sýna að þar eru nákvæmlega sömu vandamál á ferðinni og hjá Reykjavíkurborg: undirmönnun, ofurálag, lítilsvirðing og vanmat störfum fólks. Sem auðvitað tengist því að þetta eru að stórum hluta kvennastéttir. Við munum að sjálfsögðu fara fram á sams konar leiðréttingu fyrir þennan hóp eins og hjá borginni,“ sagði hún.