Samkomulag liggur fyrir sem tryggir laun til þeirra sem þurfa að vera í sóttkví

Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa komist að samkomulagi um hvernig megi tryggja að þeir sem þurfa að vera í sóttkví til að hindra útbreiðslu COVID-19 geti áfram fengið laun.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Rík­is­stjórn­in, Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Alþýðu­sam­band Íslands hafa kom­ist að sam­komu­lagi um hvernig staðið verði að launa­greiðslum til fólks sem þarf að vera í sótt­kví vegna COVID-19.

Í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu frá aðil­unum þremur kemur fram að í sam­komu­lag­inu felist að Sam­tök atvinnu­lífs­ins muni beina þeim til­mælum til atvinnu­rek­enda að laun verði greidd til ein­stak­linga sem sæta sótt­kví að fyr­ir­mælum heil­brigð­is­yf­ir­valda og að Alþýðu­sam­band Íslands muni beina þeim til­mælum til aðild­ar­sam­taka sinna að sjóð­fé­lagar í sjúkra­sjóðum þeirra sem sýkj­ast njóti óskertra greiðslna úr sjóð­unum að tæmdum veik­inda­rétt­i.  

Auglýsing
Stjórnvöld munu svo beita sér fyrir því að breyt­ingar verði gerðar á lögum um sjúkra­trygg­ingar í þá veru að atvinnu­rek­andi sem greiðir launa­manni, sem sætt hefur eða mun sæta sótt­kví, laun, „geti krafið sjúkra­trygg­ingar um end­ur­greiðslu kostn­aðar upp að ákveðnu hámarki séu til­teknar aðstæður fyrir hendi eins og til dæmis að launa­maður geti ekki sinnt vinnu heiman frá sér.“

Útfærsla á aðkomu stjórn­valda á að liggja fyrir í síð­asta lagi 13. mars næst­kom­andi.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir allir aðilar sam­komu­lags­ins séu sam­mála um nauð­syn þess að hægja á útbreiðslu COVID-19 veirunn­ar. „Vitað er að veiran er meira smit­andi en hefð­bundin inflú­ensa og bólu­efni er ekki fyrir hendi. Veiran og aðgerðir gegn henni eru nú þegar byrjuð að hafa áhrif á vinnu­mark­að­inn og sam­fé­lagið allt og má búast við að þau áhrif muni aukast á næstu dög­um. ­Mark­mið sótt­varna er að hægja á útbreiðslu veirunn­ar, vernda við­kvæma hópa fyrir smiti og draga úr á­lagi á heil­brigð­is­kerfið og inn­viði sam­fé­lags­ins á meðan veiran gengur yfir. Sótt­kví er mik­il­vægt úrræð­i í þessu skyni og er því beint til fólks sem af ýmsum ástæðum má ætla að sé í veru­legri hættu að smitast eða smita aðra virði fyr­ir­mæli heil­brigð­is­yf­ir­valda um að dvelja í sótt­kví. Á­kvörðun um sótt­kví er tekin með hags­muni heild­ar­innar í huga og því mik­il­vægt að ein­stak­lingar get­i ­fylgt fyr­ir­mælum heil­brigð­is­yf­ir­valda um að fara í sótt­kví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinn­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent