Leið eins og starf Hæstaréttardómara væri orðið 25 prósent starf

Markús Sigurbjörnsson, sem var dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung segir að honum hafi fundist botninn detta svolítið úr starfinu með tilkomu Landsréttar og tempóið minnkað. Um tíma eftir hrunið hafi hann unnið 380 klukkustundir á mánuði.

Markús Sigurbjörnsson hætti störfum við Hæstarétt í fyrrahaust.
Markús Sigurbjörnsson hætti störfum við Hæstarétt í fyrrahaust.
Auglýsing

Markús Sig­ur­björns­son, fyrr­ver­andi for­seti Hæsta­réttar og dóm­ari við rétt­inn í ald­ar­fjórð­ung, segir að eftir til­komu Lands­rétt­ar, sem hóf störf í byrjun árs 2018, hafi honum fund­ist botn­inn detta svo­lítið úr starfi Hæsta­rétt­ar. Við þá breyt­ingu fækk­aði málum sem fóru til með­ferðar í Hæsta­rétti til muna. „Mér leið bara eins og ég væri kom­inn í 25% starf og var þó með þá búbót að vera að fjalla um áfrýj­un­ar­leyf­is­beiðn­ir. Ég held ég hafi aldrei aðlag­ast þessum nýju aðstæð­um. Maður var búinn að vera á þessu tempói í 25 ár og erfitt að stíga allt í einu á brems­una. Það var því ósköp þægi­legt að geta bara kvatt og látið þetta duga. En þegar maður horfir til baka þá var nú hel­víti gaman að þessu.“

Þetta kemur fram í við­tali við Markús í nýjasta tölu­blaði Lög­manna­blaðs­ins. Þar segir Mark­ús, sem hætti störfum í fyrra­haust, að hann ætli nú að taka til við að skrifa um einka­mála­rétt­ar­far og aðfar­ar­gerðir ásamt því að passa barna­börnin sín. Hann ætlar líka að reyna að feta sig yfir á ann­ars konar til­veru­stig. 

Auglýsing
Í við­tal­inu segir Markús að vinnu­dag­arnir á tíma­bili eftir banka­hrun, þegar mála­fjöld­inn sem tek­inn var til með­ferðar hjá Hæsta­rétti var mjög mik­ill, hafi oft verið langir og álagið mik­ið. Honum reikn­ast til að þegar mest var hafi hann unnið um 380 klukku­stundir á mán­uði.

Segir tal um mála­miðl­anir vera „út í hött“

Markús ræðir einnig gagn­rýni sem Hæsti­réttur Íslands hefur orðið fyrir í við­tal­inu. Þar vísar hann full­yrð­ingum um að dómar sem felldir hafi verið þar í fjöl­skip­uðum dómi séu mála­miðl­anir milli þeirra sem dæmi hverju sinni. „Klass­íski hugs­un­ar­hátt­ur­inn er að þetta sé stofn­unin Hæsti­réttur sem er að tala en ekki ein­hver egóisti, þessi eða hinn að láta sitt ljós skína. 

Þótt vissu­lega sé það einn maður sem semur uppi­stöð­una í text­anum þá er þetta sam­eig­in­leg hug­ar­smíð fólks sem er búið að ræða málið í þaula í fram­haldi af mál­flutn­ingi. Þetta eru engar mála­miðl­an­ir, slíkt tal er út í hött, og það er ekki verið að sjóða saman ólík við­horf. Fólk ræðir sig áfram að nið­ur­stöðu og ef ein­hver dettur útbyrðis þá kemur bara sér­at­kvæð­i.“ 

Hann seg­ist ein­ungis einu sinni lent í því að vera hótað með ein­hverjum hætti á meðan að hann gegndi starfi dóm­ara við Hæsta­rétt. „„Það hringdi í mig gagn­merkur sam­tíð­ar­maður að næt­ur­lagi, nokkuð við skál, og kynnti sig eins og mönnum ber að gera. Hann var ekk­ert feim­inn við að bera upp sitt erindi og tjáði mér af mik­illi sið­fágun að hann gæti alveg hugsað sér að hjálpa mér yfir ætt­ern­is­stapa. Ég þakk­aði mann­inum bara mjög pent fyrir enda væri gott að vita af þessu ef ég þyrfti ein­hvern tíma slíka aðstoð. Ég hefði þó ekki hugsað mér að gera þetta alveg í bráð en ég myndi hafa hann í huga.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent