Allar tölur áfram rauðar á Íslandi og markaðir út um allan heim í frjálsu falli

Markaðsvirði íslenskra hlutabréfa hélt áfram að dragast saman í dag og alls lækkaði úrvalsvísitalan um 3,5 prósent. Það er í takti við þróun annars staðar í heiminum.

nasdaqkauphöll.jpg
Auglýsing

Úrvals­vísi­tala íslensku Kaup­hall­ar­inn­ar, sem er saman sett úr gengi þeirra tíu félaga á mark­aði sem hafa mestan selj­an­leika, hefur lækkað um tæpan fimmt­ung frá 21. febr­ú­ar. Þann föstu­dag var gengi hennar 2.170,5 stig en við lok við­skipta í dag var hún rétt rúm­lega 1.763,3 stig. Hún lækk­aði um 3,5 pró­sent í dag eftir að hafa jafnað sig lít­il­lega í lok dags. Þorra hans var lækk­unin um og yfir fimm pró­sent.

Sú þróun er í takti við það sem er að ger­ast á heims­vísu en við­skipti voru meðal ann­ars stöðvuð tíma­bundið í kaup­höll­inni í New York í morgun eftir að S&P vísi­talan hafði lækkað um sjö pró­sent á fyrstu fimm mín­út­unum eftir opnun mark­aða. Hluta­bréfa­mark­aðir í Evr­ópu og Asíu féllu líka skarpt. Ástæður þessa eru fyrst og síð­ast áfram­hald­andi efna­hags­leg áhrif af útbreiðslu kór­ónu­veirunnar og hratt lækk­andi heims­mark­aðs­verðs á olíu. Verð­fallið á mörk­uðum í Banda­ríkj­unum var það mesta síðan í ágúst 2011.

Allir lækk­uðu á Íslandi

Öll félögin 20 sem skráð eru á aðal­markað hér­lendis féllu í verði í dag. Mest lækk­aði Origo, um tæp­lega sex pró­sent, og gengi bréfa í félag­inu hefur ekki verið lægra frá því í maí í fyrra.

Kvika banki kom þar á eft­ir, en félagið lækk­aði um 5,83 pró­sent. Um tíma síð­degis höfðu bréf í félag­inu lækkað um meira en átta pró­sent. 

Kvika var skráður á aðal­markað í mars í fyrra. Fyrsti við­skipta­dagur þar með bréf í bank­anum var 28. mars og í lok hans var virði þeirra 10,1 krónur á hlut. Virði bréfa í Kviku í dag er 7,91 krónur á hlut, eða um 22 pró­sent lægra virði en var fyrir tæpu ári síð­an.Það var rauður dagur í Kauphöll Islands í dag. MYND: Skjáskot/Keldan

Icelandair hefur fallið allra félaga mest í virði und­an­far­ið. Frá 19. febr­úar hefur mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins lækkað um 41 pró­sent og er nú 27,7 millj­arðar króna. Til sam­an­burðar má nefna að virði Icelandair var 191,5 millj­arðar króna í apríl 2016 og í milli­tíð­inni er búið að auka hlutafé félags­ins. Eigið fé þess var rúm­lega 60 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót og því er mark­aðsvirðið tæp­lega helm­ingur þess. 

Verð­mætasta félagið á mark­aði, Mar­el, fór með him­in­skaut­unum í fyrra og virði þess hækk­aði um 66 pró­sent á árinu 2019. Mark­aðsvirði félags­­ins í lok árs var 473,4 millj­­arðar króna. Það hélt áfram að hækka framan af árinu 2020 og virði þess skreið yfir 500 millj­arða króna um tíma í jan­ú­ar. Nú er það um 379,3 millj­arðar króna og því hafa um 120 millj­arðar króna af mark­aðsvirði Marel horfið á tæpum tveimur mán­uð­u­m. 

Auglýsing
Næst stærsta félagið á mark­aði er Arion banki. Hann var skráður á markað í júní 2018 og í lok fyrsta við­skipta­dags var gengi hluta­bréfa hans 88,8 krónur á hlut. Það er nú 72,5 krónur á hlut eða fimmt­ungi lægra. Mark­aðsvirði bank­ans er nú 131,5 millj­arðar króna, eða umtals­vert lægra en eigið fé bank­ans sem var 190 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót.

Gengi íslensku krón­unnar hefur líka veikst hratt, eða um rúm­lega sex pró­sent gagn­vart evru á þessu ári. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent