Verkaskipting ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra þarf að vera skýrari

„Erfitt ástand“ og „tortryggni“ hafði verið til staðar í samskiptum á milli lögreglustjóra og efsta stjórnunarlags ríkislögreglustjóra um langt skeið og nauðsynlegt er að endurskoða verkaskiptinguna þar á milli, samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar.

Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri.
Auglýsing

Við­tal Har­aldar Johann­es­sen fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóra við Morg­un­blaðið í sept­em­ber og van­trausts­yf­ir­lýs­ing sem Har­aldur fékk í kjöl­farið frá átta af níu lög­reglu­stjórum lands­ins voru lýsandi fyrir það „erf­iða ástand og þá tor­tryggni“ sem skap­ast hafði innan lög­reglu vegna langvar­andi ófull­nægj­andi sam­skipta á milli lög­reglu­stjóra og efsta stjórn­un­ar­lags rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Þetta segir í nýrri úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar á emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, sem birt var í dag. Rík­is­end­ur­skoð­andi telur að það þurfi að breyta lög­reglu­lögum til þess að skýra verka­skipt­ingu rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­reglu­stjóra lands­ins. 

Rík­is­end­ur­skoð­andi ákvað að höfðu sam­ráði við dóms­mála­ráðu­neytið að ráð­ast í úttekt á emb­ætt­inu í heild sinni í haust, en áður hafði borist beiðni frá emb­ætt­inu sjálfu um að ráð­ist skyldi í úttekt á rekstri bíla­mið­stöðvar rík­is­lög­reglu­stjóra, sem styr hafði staðið um á opin­berum vett­vangi.

Auglýsing

Í skýrsl­unni sem birt var í dag bendir rík­is­end­ur­skoð­andi meðal ann­ars á að óein­ing um vald­mörk og yfir­stjórn­un­ar­hlut­verk rík­is­lög­reglu­stjóra hafi und­an­farin ár leitt til þess að lög­reglu­stjórar hafi í auknum mæli leitað beint til dóms­mála­ráðu­neytis vegna ýmissa mála, í stað þess að leita til rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mik­il­vægt að lög­regla verði ein heild

Þessa óein­ingu rekur rík­is­end­ur­skoð­andi til skorts á sam­starfi, sam­ráði og upp­lýs­inga­flæði innan lög­regl­unn­ar. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra kynnti í des­em­ber nýtt lög­reglu­ráð, einmitt til þess að auka sam­vinnu og sam­ráð innan lög­regl­unn­ar. Það hefur verið starf­andi frá ára­mót­um. Í skýrsl­unni er tekið undir það sem dóms­mála­ráðu­neytið hefur gefið út, að lögeglan á Íslandi þurfi í auknum mæli að starfa sem ein heild. 

„Skapa þarf skiln­ing og sátt meðal lög­reglu­liða um mark­mið og leið­ir, en slíkt næst best fram með sam­ráði, sam­tali, skýrri stefnu­mörkun og mark­vissri eft­ir­fylgni. Þannig telur Rík­is­end­ur­skoðun að nálg­ast þurfi upp­bygg­ingu og skipu­lag lög­gæslu með það fyrir augum að lög­reglan á Íslandi starfi í fram­tíð­inni sem ein lög­regla, eitt lið undir sam­eig­in­legri stjórn, óháð fjölda umdæma eða fyr­ir­komu­lagi ein­stakra verk­efna innan skipu­lags­ins, hvort sem þau eru unnin á lands­vísu eða í nærum­hverf­in­u,“ segir í nið­ur­stöðukafla skýrsl­unn­ar.

Slíkt segir rík­is­end­ur­skoð­andi að væri í takt við þá lög­gæslu­þróun sem átt hefur sér stað meðal þeirra ríkja sem Ísland ber sig helst saman við. Jafn­framt mætti með slíku skipu­lagi stór­bæta nýt­ingu þeirra fjár­muna sem ætlað er til lög­gæslu í land­inu á sama tíma og fram­kölluð væru veru­leg áhrif til fag­legrar sam­legð­ar, hag­kvæmni og skil­virkni.

Rekstur bíla­mið­stöðv­ar­innar ógagn­sær

Lög­reglu­stjórar lands­ins gagn­rýndu margir rekstur bíla­mið­stöðvar rík­is­lög­reglu­stjóra opin­ber­lega frá því í árs­lok 2018 og fram á mitt síð­asta ár, er óskað var form­lega eftir úttekt á rekstr­in­um. Rík­is­end­ur­skoðun segir að margir sam­verk­andi þættir hafi orðið til þess að grund­völlur fyrir áfram­hald­andi rekstri bíla­mið­stöðv­ar­innar brást og sam­staða um mið­lægan sam­rekstur lög­reglu rofn­aði.

Þannig hafi fyr­ir­komu­lagið verið „afar ógagn­sætt“ gagn­vart lög­reglu­emb­ætt­unum og „ekki til þess fallið að skapa skiln­ing og sátt um rekst­ur­inn“, gald­skráin tekið mið af ýmsum öðrum kostn­að­ar­þáttum en rekstri öku­tækj­anna, sem stuðl­aði að óvissu og ágrein­ingi um kostn­að­ar­for­send­ur. Einnig hafi kostn­að­ur­inn lagst á lög­reglu­emb­ættin af mis­miklum þunga.

Þá hefði rekstur bíla­mið­stöðv­ar­innar þurft að vera aðskil­inn frá rekstri emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra, „til að stuðla að gagn­sæi rekst­urs­ins og aðgrein­ingu mis­mun­andi kostn­að­ar­þátta og til að fyr­ir­byggja tor­tryggni um að emb­ættið nýtti þá fjár­muni sem lög­reglu­emb­ættin greiddu bíla­mið­stöð­inni í óskyldan rekst­ur.“

Fyr­ir­komu­lagið var svo einnig, að mati rík­is­end­ur­skoð­anda, „ein­fald­lega of dýrt og og á end­anum ósjálf­bært“ auk þess sem fjár­fest­ing­ar­fram­lag sam­rekst­urs­ins stóð ekki undir nauð­syn­legri end­ur­nýj­un­ar­þörf öku­tækja­flot­ans. 

„At­hygli vekur að með­al­aldur öku­tækja lög­reglu var hærri á árinu 2018 en þegar ákvörðun var tekin um sam­rekstur á árinu 1998 vegna þess sem þá var talið neyð­ar­á­stand í bíla­málum lög­reglu,“ segir rík­is­end­ur­skoð­andi, sem mælir þó með því að ýmsum verk­efnum bíla­mið­stöðvar verði áfram sinnt með mið­lægum hætti, meðal ann­ars til að tryggja sam­ræmi í tækja­kosti lög­reglu og nauð­syn­lega sam­hæf­ingu í rekstri og eft­ir­liti.

Rík­is­end­ur­skoðun hefur þannig efa­semdir um að lög­reglan í land­inu not­ist í vax­andi mæli við bíla­leigu­bíla og telur þróun í þá átt­ina „um­hugs­un­ar­verða“. 

„Sér­stök örygg­is­sjón­ar­mið kunna að mæla með því að lög­reglan eigi þau öku­tæki sem hún nýtir við lög­gæslu­störf og býr við­kvæmum tækni­bún­aði, þótt lög­reglan sé í öllum til­fellum eig­andi bún­að­ar­ins og fjar­lægi hann að leigu­tíma liðn­um. Jafn­framt kunna þær aðstæður að skap­ast að það þætti óheppi­legt að lög­reglan væri háð föstum við­skipta­skuld­bind­ingum við einka­fyr­ir­tæki um leigu á öku­tækjum til langs tíma,“ segir í skýrsl­unni.

Fag­legt lög­reglu­starf öfl­ugt þrátt fyrir tog­streitu

Emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra hefur umsjón með ýmsum sér­stökum verk­efnum innan lög­gæsl­unnar hér­lendis og ann­ast rekstur sér­sveit­ar, almanna­varna­deild­ar, alþjóða­deild­ar, landamæra­deild­ar, grein­ing­ar­deild­ar, stoð­deildar og fleiri ein­inga. Í skýrslu rík­is­end­ur­skoð­anda segir að almennt hafi ríkt góð sátt um þessi verk­efni rík­is­lög­reglu­stjóra og þau sögð til marks um þá „efl­ingu og fram­þró­un“ sem átt hefur sér stað frá því emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra var komið á fót árið 1997.

„Fag­legt lög­gæslu­starf innan emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra hefur þannig verið öfl­ugt þrátt fyrir tog­streitu um yfir­stjórn lög­reglu á síð­ustu árum,“ segir í skýrsl­unni, en þar eru settar fram sjö til­lögur til úrbóta, sú fyrsta að end­ur­skoða þurfi lög­reglu­lög og skýra hlut­verk rík­is­lög­reglu­stjóra og stöðu emb­ætt­is­ins í lög­gæsl­unni hér­lend­is.

„Verka­skipt­ing rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­reglu­stjóra þarf að vera skýr og hvaða vald­mörk gilda varð­andi yfir­stjórn­un­ar­hlut­verk rík­is­lög­reglu­stjóra í um­boði dóms­mála­ráð­herra. Þá þarf að skýra hlut­verk og ábyrgð nýstofn­aðs lög­reglu­ráðs,“ segir rík­is­end­ur­skoð­andi.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent