Samninganefnd BSRB samdi við Samband íslenskra sveitarfélaga um gerð nýs kjarasamnings rétt eftir miðnætti í dag. Sá samningurinn mun ná til um sjö þúsund félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum víða um landið. Í kjölfarið var boðuðum verkföllum þeirra, sem hafist höfðu á miðnætti, aflýst.
Um klukkan þrjú í nótt skrifuðu svo samninganefndir Sameykis, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg. Samningurinn nær til rúmlega 4000 félagsmanna sem starfa hjá borginni og gildir til 31. mars 2023. Ótímabundnum og tímabundnum verkföllum Sameykis sem hófust á miðnætti í Reykjavík hefur því verið aflýst.
Verkföllum í Reykjavík hefur verið aflýst eftir að fulltrúar Sameykis og Reykjavíkurborgar gengu frá nýjum kjarasamning.
Posted by BSRB on Sunday, March 8, 2020
Klukkan rúmlega fimm skrifuðu svo Sameyki og íslenska ríkið undir kjarasamning og verkföllum þeirra í kjölfarið aflýst.
Verkföllum Sameykis hefur verið aflýst eftir að fulltrúar Sameykis og ríkisins gengu frá nýjum kjarasamningi.
Posted by BSRB on Sunday, March 8, 2020
Það þýðir að skólahald, sem hefði annars víða farið úr skorðum, verður með eðlilegum hætti í dag. Sömuleiðis munu þeir starfsmenn leikskóla sem eru í Sameyki, og áttu að hefja verkfallsaðgerðir í dag, mæta til starfa.
Undir morgun bættist við að samninganefndir Sjúkraliðafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu kjarasamning á sjötta tímanum og skömmu síðar bæjarstarfsmannafélög innan BSRB við fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisins.
Sjúkraliðafélag Íslands undirritar kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkfalli sjúkraliða hjá Akureyrarbæ er aflýst.
Posted by BSRB on Sunday, March 8, 2020
Bæjarstarfsmannafélögin undirrita kjarasamning við ríkið.
Posted by BSRB on Sunday, March 8, 2020
Því voru fimm kjarasamningar kláraðir í nótt og nánast öllum boðuðum verkfallsaðgerðum aðildarfélaga BSRB aflýst.
Efling fundaði stíft með samninganefnd Reykjavíkurborgar í gær og fram eftir nóttu, en þar liggur niðurstaða enn ekki fyrir. Fundi var slitið um tvöleytið. Því standa verkföll Eflingarstarfsfólks, sem meðal annars hafa haft gríðarleg áhrif á starfsemi hjúkrunarheimila, leikskóla og alla sorphirðu, enn yfir að óbreyttu líkt og þau hafa gert frá 16. febrúar síðastliðnum.
Viðræður samninganefnd Eflingar við Reykjavíkurborg standa enn yfir í húsnæði Ríkissáttasemjara.
Posted by Efling on Sunday, March 8, 2020