Verkaskipting ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra þarf að vera skýrari

„Erfitt ástand“ og „tortryggni“ hafði verið til staðar í samskiptum á milli lögreglustjóra og efsta stjórnunarlags ríkislögreglustjóra um langt skeið og nauðsynlegt er að endurskoða verkaskiptinguna þar á milli, samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar.

Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri.
Auglýsing

Við­tal Har­aldar Johann­es­sen fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóra við Morg­un­blaðið í sept­em­ber og van­trausts­yf­ir­lýs­ing sem Har­aldur fékk í kjöl­farið frá átta af níu lög­reglu­stjórum lands­ins voru lýsandi fyrir það „erf­iða ástand og þá tor­tryggni“ sem skap­ast hafði innan lög­reglu vegna langvar­andi ófull­nægj­andi sam­skipta á milli lög­reglu­stjóra og efsta stjórn­un­ar­lags rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Þetta segir í nýrri úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar á emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, sem birt var í dag. Rík­is­end­ur­skoð­andi telur að það þurfi að breyta lög­reglu­lögum til þess að skýra verka­skipt­ingu rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­reglu­stjóra lands­ins. 

Rík­is­end­ur­skoð­andi ákvað að höfðu sam­ráði við dóms­mála­ráðu­neytið að ráð­ast í úttekt á emb­ætt­inu í heild sinni í haust, en áður hafði borist beiðni frá emb­ætt­inu sjálfu um að ráð­ist skyldi í úttekt á rekstri bíla­mið­stöðvar rík­is­lög­reglu­stjóra, sem styr hafði staðið um á opin­berum vett­vangi.

Auglýsing

Í skýrsl­unni sem birt var í dag bendir rík­is­end­ur­skoð­andi meðal ann­ars á að óein­ing um vald­mörk og yfir­stjórn­un­ar­hlut­verk rík­is­lög­reglu­stjóra hafi und­an­farin ár leitt til þess að lög­reglu­stjórar hafi í auknum mæli leitað beint til dóms­mála­ráðu­neytis vegna ýmissa mála, í stað þess að leita til rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mik­il­vægt að lög­regla verði ein heild

Þessa óein­ingu rekur rík­is­end­ur­skoð­andi til skorts á sam­starfi, sam­ráði og upp­lýs­inga­flæði innan lög­regl­unn­ar. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra kynnti í des­em­ber nýtt lög­reglu­ráð, einmitt til þess að auka sam­vinnu og sam­ráð innan lög­regl­unn­ar. Það hefur verið starf­andi frá ára­mót­um. Í skýrsl­unni er tekið undir það sem dóms­mála­ráðu­neytið hefur gefið út, að lögeglan á Íslandi þurfi í auknum mæli að starfa sem ein heild. 

„Skapa þarf skiln­ing og sátt meðal lög­reglu­liða um mark­mið og leið­ir, en slíkt næst best fram með sam­ráði, sam­tali, skýrri stefnu­mörkun og mark­vissri eft­ir­fylgni. Þannig telur Rík­is­end­ur­skoðun að nálg­ast þurfi upp­bygg­ingu og skipu­lag lög­gæslu með það fyrir augum að lög­reglan á Íslandi starfi í fram­tíð­inni sem ein lög­regla, eitt lið undir sam­eig­in­legri stjórn, óháð fjölda umdæma eða fyr­ir­komu­lagi ein­stakra verk­efna innan skipu­lags­ins, hvort sem þau eru unnin á lands­vísu eða í nærum­hverf­in­u,“ segir í nið­ur­stöðukafla skýrsl­unn­ar.

Slíkt segir rík­is­end­ur­skoð­andi að væri í takt við þá lög­gæslu­þróun sem átt hefur sér stað meðal þeirra ríkja sem Ísland ber sig helst saman við. Jafn­framt mætti með slíku skipu­lagi stór­bæta nýt­ingu þeirra fjár­muna sem ætlað er til lög­gæslu í land­inu á sama tíma og fram­kölluð væru veru­leg áhrif til fag­legrar sam­legð­ar, hag­kvæmni og skil­virkni.

Rekstur bíla­mið­stöðv­ar­innar ógagn­sær

Lög­reglu­stjórar lands­ins gagn­rýndu margir rekstur bíla­mið­stöðvar rík­is­lög­reglu­stjóra opin­ber­lega frá því í árs­lok 2018 og fram á mitt síð­asta ár, er óskað var form­lega eftir úttekt á rekstr­in­um. Rík­is­end­ur­skoðun segir að margir sam­verk­andi þættir hafi orðið til þess að grund­völlur fyrir áfram­hald­andi rekstri bíla­mið­stöðv­ar­innar brást og sam­staða um mið­lægan sam­rekstur lög­reglu rofn­aði.

Þannig hafi fyr­ir­komu­lagið verið „afar ógagn­sætt“ gagn­vart lög­reglu­emb­ætt­unum og „ekki til þess fallið að skapa skiln­ing og sátt um rekst­ur­inn“, gald­skráin tekið mið af ýmsum öðrum kostn­að­ar­þáttum en rekstri öku­tækj­anna, sem stuðl­aði að óvissu og ágrein­ingi um kostn­að­ar­for­send­ur. Einnig hafi kostn­að­ur­inn lagst á lög­reglu­emb­ættin af mis­miklum þunga.

Þá hefði rekstur bíla­mið­stöðv­ar­innar þurft að vera aðskil­inn frá rekstri emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra, „til að stuðla að gagn­sæi rekst­urs­ins og aðgrein­ingu mis­mun­andi kostn­að­ar­þátta og til að fyr­ir­byggja tor­tryggni um að emb­ættið nýtti þá fjár­muni sem lög­reglu­emb­ættin greiddu bíla­mið­stöð­inni í óskyldan rekst­ur.“

Fyr­ir­komu­lagið var svo einnig, að mati rík­is­end­ur­skoð­anda, „ein­fald­lega of dýrt og og á end­anum ósjálf­bært“ auk þess sem fjár­fest­ing­ar­fram­lag sam­rekst­urs­ins stóð ekki undir nauð­syn­legri end­ur­nýj­un­ar­þörf öku­tækja­flot­ans. 

„At­hygli vekur að með­al­aldur öku­tækja lög­reglu var hærri á árinu 2018 en þegar ákvörðun var tekin um sam­rekstur á árinu 1998 vegna þess sem þá var talið neyð­ar­á­stand í bíla­málum lög­reglu,“ segir rík­is­end­ur­skoð­andi, sem mælir þó með því að ýmsum verk­efnum bíla­mið­stöðvar verði áfram sinnt með mið­lægum hætti, meðal ann­ars til að tryggja sam­ræmi í tækja­kosti lög­reglu og nauð­syn­lega sam­hæf­ingu í rekstri og eft­ir­liti.

Rík­is­end­ur­skoðun hefur þannig efa­semdir um að lög­reglan í land­inu not­ist í vax­andi mæli við bíla­leigu­bíla og telur þróun í þá átt­ina „um­hugs­un­ar­verða“. 

„Sér­stök örygg­is­sjón­ar­mið kunna að mæla með því að lög­reglan eigi þau öku­tæki sem hún nýtir við lög­gæslu­störf og býr við­kvæmum tækni­bún­aði, þótt lög­reglan sé í öllum til­fellum eig­andi bún­að­ar­ins og fjar­lægi hann að leigu­tíma liðn­um. Jafn­framt kunna þær aðstæður að skap­ast að það þætti óheppi­legt að lög­reglan væri háð föstum við­skipta­skuld­bind­ingum við einka­fyr­ir­tæki um leigu á öku­tækjum til langs tíma,“ segir í skýrsl­unni.

Fag­legt lög­reglu­starf öfl­ugt þrátt fyrir tog­streitu

Emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra hefur umsjón með ýmsum sér­stökum verk­efnum innan lög­gæsl­unnar hér­lendis og ann­ast rekstur sér­sveit­ar, almanna­varna­deild­ar, alþjóða­deild­ar, landamæra­deild­ar, grein­ing­ar­deild­ar, stoð­deildar og fleiri ein­inga. Í skýrslu rík­is­end­ur­skoð­anda segir að almennt hafi ríkt góð sátt um þessi verk­efni rík­is­lög­reglu­stjóra og þau sögð til marks um þá „efl­ingu og fram­þró­un“ sem átt hefur sér stað frá því emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra var komið á fót árið 1997.

„Fag­legt lög­gæslu­starf innan emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra hefur þannig verið öfl­ugt þrátt fyrir tog­streitu um yfir­stjórn lög­reglu á síð­ustu árum,“ segir í skýrsl­unni, en þar eru settar fram sjö til­lögur til úrbóta, sú fyrsta að end­ur­skoða þurfi lög­reglu­lög og skýra hlut­verk rík­is­lög­reglu­stjóra og stöðu emb­ætt­is­ins í lög­gæsl­unni hér­lend­is.

„Verka­skipt­ing rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­reglu­stjóra þarf að vera skýr og hvaða vald­mörk gilda varð­andi yfir­stjórn­un­ar­hlut­verk rík­is­lög­reglu­stjóra í um­boði dóms­mála­ráð­herra. Þá þarf að skýra hlut­verk og ábyrgð nýstofn­aðs lög­reglu­ráðs,“ segir rík­is­end­ur­skoð­andi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent