Gistináttaskattur afnuminn tímabundið

Lífvænlegum fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum lausafjárskorti verður veitt súrefni, sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um aðgerðir sem gripið verður til vegna COVID-19.

Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra.
Auglýsing

 Rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í morgun að beita sér­ ­fyrir mark­vissum aðgerðum til að mæta efna­hags­legum áhrifum COVID-19. Að­gerð­irnar miða að því að draga úr tjóni, tryggja að nei­kvæð áhrif á at­vinnu­líf og efna­hag vari sem skemmst og skapa aðstæður fyrir öfl­uga við­spyrn­u í kjöl­far­ið. Þá var til­kynnt að vegna gjör­breyttra efna­hags­legra for­sendna yrð­i fjár­mála­á­ætlun lögð fram í maí.

Þetta kom fram á fundi í dag þar sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, ­Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göng­u- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra kynntu aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar til að mæta efna­hags­legum áhrifum kór­ónu­veirunn­ar..

Auglýsing

Katrín sagði að aðgerð­irnar væru bæði vegna almennr­ar kóln­unar í hag­kerf­inu en ekki síst vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, „sem er auð­vitað hafa mjög dramat­ísk áhrif á allar þjóðir um þessar mund­ir“.

Sagði hún Ísland að mörgu leyti vel í stakk búið til að takast á við „þann  skell sem fyr­ir­séð er að verði“ með öfl­ugum gjald­eyr­is­vara­forða, jákvæðan við­skipta­jöfn­uð, lág­t skulda­hlut­fall og hag­stæð lána- og vaxta­kjör. „En það breytir því ekki að við ­sjáum fram á að allar okkar fyrri áætl­anir þarf nú að end­ur­skoða út af þeirri ­stöðu sem er uppi í heims­hag­kerf­in­u.“

Líf­væn­legum fyr­ir­tækjum veitt súr­efni

„Í fyrsta lagi horfum við til fyr­ir­tækj­anna,“ sagði Bjarni á fund­in­um, „og ­spyrjum okkur hvað það er sem stjórn­völd geta gert til að létta þeim þetta erf­iða skeið. Við trúum því að þetta sé tíma­bil sem muni ganga yfir og að við taki eðli­legri tím­ar.“

Bjarni nefndi einnig að í und­ir­bún­ingi væri mark­aðsá­tak í sam­vinnu við ferða­þjón­ust­una sem rík­is­sjóður hefði skuld­bundið sig til að setj­a „veru­lega fjár­muni“ í. Átakið felst í því að mark­aðs­setja Ísland sem á­fanga­stað, „þegar að ský dregur frá sólu og aðstæður eru að nýju orðn­ar hag­felldar til að kalla ferða­menn til lands­ins. Þá verðum við til­bú­in.“

Rík­is­stjórnin hefur að sögn Bjarna þegar hafið sam­starf við ­Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja til að tryggja greiðar boð­leiðir á milli. „Eins lík­a til þess að gera kröfu um að sam­hliða mögu­legum slíkum aðgerðum stjórn­valda að þá séu menn skipu­lagðir í því að veita líf­væn­legum fyr­ir­tækjum sem lenda í tíma­bundnum lausa­fjár­skorti súr­efn­i.“

Lengri frestir og skattar afnumdir

Til að verja íslenskt efna­hags­líf mun rík­is­stjórnin beita sér­ ­fyrir eft­ir­far­andi aðgerð­um:

  • Fyr­ir­tækjum sem lenda í tíma­bundnum rekstr­ar­örð­ug­leik­um ­vegna tekju­falls verði veitt svig­rúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opin­berum gjöld­um.
  • Skoðað verði að fella tíma­bundið niður tekju­öflun sem er í­þyngj­andi fyrir fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu, t.d. gistin­átta­skatt sem verð­ur­ af­num­inn tíma­bund­ið.
  • Mark­aðsátaki verður hleypt af stokk­unum erlendis þeg­ar að­stæður skap­ast til þess að kynna Ísland sem áfanga­stað, auk átaks til að hvetja til ferða­laga Íslend­inga inn­an­lands.
  • Gripið verði til ráð­staf­ana sem örvað geta einka­neyslu og eft­ir­spurn, t.d. með skatta- eða stuðn­ings­kerf­um.
  • Auk­inn kraftur verði settur í fram­kvæmdir á vegum opin­berra að­ila á yfir­stand­andi ári og þeim næstu.
  • Efnt verði til virks sam­ráðs milli stjórn­valda og sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja um við­brögð þeirra við fyr­ir­sjá­an­legum lausa­fjár- og greiðslu­örð­ug­leikum fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu.
  • Inn­stæður ÍL-­sjóðs í Seðla­bank­anum verði fluttar á inn­láns­reikn­inga í bönkum til að styðja við svig­rúm banka og lán­ar­drottna til­ að veita við­skipta­mönnum sínum lána­fyr­ir­greiðslu.

Bjarni sagði að í fyrsta lag­i verði rík­is­stjórnin ákveðið á fundi sínum í morgun að senda erindi til þings­ins þess efnis að litið væri svo á að for­sendur fjár­mála­stefn­unnar væru brostnar og af þeim sökum þurfi nýja stefnu og áætlun á næstu mán­uð­um. „Það sem við telj­u­m ­nauð­syn­legt að gera á þess­ari stundu er að boða aðgerðir sem koma að gagni í þeirri fyr­ir­séðu nið­ur­sveiflu sem hag­kerfið okkar er að fara að fást við.“

Sagði Bjarni að ferða­þjón­ustan myndi finna fyrir áhrif­um þess­ara atburða sem teygi anga sína um allan heim og því væri fyrir hend­i ­fyr­ir­séðar tíma­bundnar aðstæður sem bregð­ast þurfi við.

Af þeim sökum sæju stjórn­völd fyrir sér að fyr­ir­tæki sem eigi við lausa­fjár­vanda að etja fái frest til að standa skil á sköttum og ­gjöld­um. Þá verði tíma­bundið felldir niður skattar á ferða­þjón­ust­una sem geta ­reynst íþyngj­andi.

Benti Bjarni á að um tíma­bundið ástand væri að ræða en ­nauð­syn­legt væri að grípa til aðgerða á þessu erf­iða skeiði sem nú færi í hönd. Í kjöl­farið myndu taka við „eðli­legir tímar“.

Nú væru góðir tímar til að örva fram­kvæmdir og til skoð­un­ar væri að flýta fram­kvæmdum og koma þeim af stað í ár þó að þær hafi ekki verið á fram­kvæmda­á­ætlun árs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent