Stærstu hluthafar Heimavalla selja hluti sína í félaginu eftir yfirtökutilboð

Norsk félag hefur gert 17 milljarða króna yfirtökutilboð í Heimavelli, sem eiga um tvö þúsund íbúðir hérlendis og er stærsta leigufélagið á almennum markaði.

Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Auglýsing

Þrír af fimm stærstu hlut­höfum Heima­valla, sem skráð er á íslenskan hluta­bréfa­mark­að, hafa selt alla eign sína í félag­inu. Um er að ræða Stál­skip ehf., Snæ­ból ehf. og Gana ehf. sem áttu sam­tals 23,53 pró­sent í félag­in­u. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er kaup­and­inn norska félagið Fredens­borg AS sem freistar þess nú að taka yfir Heima­velli alfarið í kjöl­far þess að það gerði yfir­tökutil­boð í félag­ið. Verðið er 1,5 krónur á hlut og því hljóðar yfir­tökutil­boðið í heild sinni upp á 17 millj­arða króna. Ekki liggur fyrir afstaða ann­arra hlut­hafa til til­boðs­ins en bæði Birta líf­eyr­is­sjóð­ur, sem á 9,71 pró­sent í félag­inu, og Arion banki, sem heldur á 5,44 pró­sent, eru yfir þeim mörkum sem sett eru fyrir flöggun til Kaup­hallar Íslands ef breyt­ing verður á eign­ar­hlut.  

Auglýsing
Yfirtökutilboðið er tæp­lega 13 pró­sent yfir mark­aðsvirði Heima­valla við lok við­skipta í gær en þá var gengi bréfa í félag­inu 1,33 krónur á hlut og mark­aðsvirðið um 15 millj­arðar króna. 

Fredens­borg var þegar stærsti hlut­hafi Heima­valla með 10,22 pró­sent hlut eftir að hafa keypt þann hlut í jan­úar síð­ast­liðn­um. Heima­vellir er stærsta leigu­fé­lag lands­ins á almennum mark­aði. Það á um tvö þús­und íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Akra­nesi, Borg­ar­nesi, Ísa­firði, Akur­eyri, Egils­stöð­um, Reyð­ar­firði, Sel­fossi, í Hvera­gerði, Þor­láks­höfn, Grinda­vík og Reykja­nes­bæ.

Reyndu að afskrá félagið

Lyk­il­hlut­hafar Heima­valla reyndu að afskrá félagið í fyrra eftir að illa gekk að fá stóra fag­fjár­­­­­­­festa á borð við líf­eyr­is­­­­sjóði til að fjár­­­­­­­festa í því og eftir að félag­inu mistókst að end­­­­ur­fjár­­­­­­­magna sig í takti við fyrri áætl­­­­­­­anir sem áttu að losa það undan arð­greiðslu­höml­u­m. 

Kaup­höll Íslands hafn­aði þeim til­­­­raunum og þess í stað fóru helstu hlut­hafar Heima­valla í þá veg­­­­ferð að selja eignir með það mark­mið að skila arð­inum af þeim til hlut­hafa. Sam­hliða var haldið áfram, með umtals­verðum árangri, að leita að end­­­ur­fjár­­­­­mögnun fyrir lánin sem mein­uðu útgreiðslu á arði.

Marka­virði Heima­valla er í dag er, líkt og áður sagði, rétt um 15 millj­­­­­arðar króna og hafði hækkað umtals­vert framan af ári.  Yfir­tökutil­boðið er því um tveimur millj­örðum krónum yfir mark­aðs­verði.

Eigið fé félags­­­­­ins, mun­­­­­ur­inn á skuldum og eignum þess, er hins vegar mun hærri tala eða rúm­lega 20 millj­­­­­arðar króna miðað við síð­­­­asta birta upp­­­­­­­gjör. 

Í októ­ber hófu Heima­vellir umfangs­­­mikla áætlun um end­­­ur­­­kaup á eigin bréf­um, en til stendur að kaupa alls 337,5 millj­­­ónir hluta fram að næsta aðal­­­fund­i sem á að fara fram eftir tvo daga. 

Við árs­­­lok 2019 áttu Heima­vellir 1.637 íbúðir en áætl­­­­­anir félags­­­ins gera ráð fyrir að ríf­­­lega 400 íbúðir yrðu seldar út úr eigna­safn­inu á árunum 2019 til 2021. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent