VR skorar á stjórnvöld að tryggja launagreiðslur almenns launafólks

Stjórn VR hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna áhrifa og afleiðinga COVID-19.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Stjórn VR skorar á stjórn­völd að hefja taf­ar­laust vinnu við að bregð­ast við mögu­legum áhrifum nið­ur­sveifl­unnar á fjár­hag heim­il­anna og tryggja að sömu mis­tökin og gerð voru eftir hrun end­ur­taki sig ekki.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem VR sendi frá sér í dag. 

Þá fagnar stjórn VR því að stjórn­völd grípi til mót­væg­is­að­gerða vegna COVID-19 veirunnar en gerir alvar­legar athuga­semdir við það að hvergi sé að finna mót­væg­is­að­gerðir fyrir félags­menn þeirra og heim­il­in. VR skorar á stjórn­völd að tryggja launa­greiðslur almenns launa­fólks, til að mynda með tíma­bundnum aðgerðum frá Atvinnu­leys­is­trygg­ing­ar­sjóði.

Auglýsing

„Ein stærstu hag­stjórn­ar­mis­tökin eftir banka­hrunið 2008 var að veita ekki venju­legu fólki raun­veru­legan sveigj­an­leika til að takast á við greiðslu­fall vegna atvinnu­missis eða stökk­breyt­ingu lána. Aðgerð­ar­leysi og þjónkun stjórn­valda við fjár­mála­kerfið end­aði með skelfi­legum afleið­ingum sem fólk er jafn­vel að berj­ast við enn í dag, tæpum tólf árum seinna. Nú gæti svo farið að nið­ur­sveiflan sem COVID- 19 veiran gæti haft í för með sér væri atvinnu­leysi á borð við það sem hér varð eftir hrun, ef verstu spár ganga eft­ir. Hlýtur sú spurn­ing að vakna hvort stjórn­völd ætli enn og aftur að slá skjald­borg um fyr­ir­tækin og fjár­mála­kerfið en skilja fólkið í land­inu eftir óvar­ið. Tryggja verður hús­næð­is­ör­yggi almenn­ings t.d. með fryst­ingu afborg­ana hús­næð­is­lána og sér­stökum aðgerðum fyrir fólk á leigu­mark­að­i,“ segir í til­kynn­ingu VR.

Einnig skorar VR á Seðla­bank­ann að standa við sitt lög­bundna hlut­verk að halda verð­bólgu lágri. „Gengi krón­unnar hefur verið að veikj­ast sem að óbreyttu mun leiða af sér verð­bólgu og því skorar VR á Seðla­bank­ann að nýta ríf­legan gjald­eyr­is­forða til að halda gengi íslensku krón­unnar stöð­ug­u.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent