VR skorar á stjórnvöld að tryggja launagreiðslur almenns launafólks

Stjórn VR hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna áhrifa og afleiðinga COVID-19.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Stjórn VR skorar á stjórn­völd að hefja taf­ar­laust vinnu við að bregð­ast við mögu­legum áhrifum nið­ur­sveifl­unnar á fjár­hag heim­il­anna og tryggja að sömu mis­tökin og gerð voru eftir hrun end­ur­taki sig ekki.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem VR sendi frá sér í dag. 

Þá fagnar stjórn VR því að stjórn­völd grípi til mót­væg­is­að­gerða vegna COVID-19 veirunnar en gerir alvar­legar athuga­semdir við það að hvergi sé að finna mót­væg­is­að­gerðir fyrir félags­menn þeirra og heim­il­in. VR skorar á stjórn­völd að tryggja launa­greiðslur almenns launa­fólks, til að mynda með tíma­bundnum aðgerðum frá Atvinnu­leys­is­trygg­ing­ar­sjóði.

Auglýsing

„Ein stærstu hag­stjórn­ar­mis­tökin eftir banka­hrunið 2008 var að veita ekki venju­legu fólki raun­veru­legan sveigj­an­leika til að takast á við greiðslu­fall vegna atvinnu­missis eða stökk­breyt­ingu lána. Aðgerð­ar­leysi og þjónkun stjórn­valda við fjár­mála­kerfið end­aði með skelfi­legum afleið­ingum sem fólk er jafn­vel að berj­ast við enn í dag, tæpum tólf árum seinna. Nú gæti svo farið að nið­ur­sveiflan sem COVID- 19 veiran gæti haft í för með sér væri atvinnu­leysi á borð við það sem hér varð eftir hrun, ef verstu spár ganga eft­ir. Hlýtur sú spurn­ing að vakna hvort stjórn­völd ætli enn og aftur að slá skjald­borg um fyr­ir­tækin og fjár­mála­kerfið en skilja fólkið í land­inu eftir óvar­ið. Tryggja verður hús­næð­is­ör­yggi almenn­ings t.d. með fryst­ingu afborg­ana hús­næð­is­lána og sér­stökum aðgerðum fyrir fólk á leigu­mark­að­i,“ segir í til­kynn­ingu VR.

Einnig skorar VR á Seðla­bank­ann að standa við sitt lög­bundna hlut­verk að halda verð­bólgu lágri. „Gengi krón­unnar hefur verið að veikj­ast sem að óbreyttu mun leiða af sér verð­bólgu og því skorar VR á Seðla­bank­ann að nýta ríf­legan gjald­eyr­is­forða til að halda gengi íslensku krón­unnar stöð­ug­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Marshall í launalaust leyfi og ætlar í framboð
Frá því í mars í fyrra hefur Róbert Marshall starfað sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann vill nú komast aftur á þing.
Kjarninn 9. mars 2021
Tvö ný smit staðfest
Sextán manns eru í einangrun vegna COVID-19. Tvö ný smit greindust í gær. Yfir 1.500 einkennasýni voru tekin í gær.
Kjarninn 9. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Huldufólk, fyrirboðar og draumráðningar
Kjarninn 9. mars 2021
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent