Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp sem heimilar innheimtu veggjalda

Búið er að leggja fram frumvarp sem hefur það markmið að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda, sem áætlað er að geti skapað allt að fjögur þúsund störf. Um er að ræða samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila sem fjármögnuð verða með veggjöldum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, hefur lagt fram frum­varp sem heim­ilar Vega­gerð­inni að gera samn­ing við einka­að­ila um sam­vinnu­verk­efni um ákveðnar sam­göngu­fram­kvæmd­ir. Þær fram­kvæmdir sem um ræðir eru Sunda­braut, tvö­földun Hval­fjarð­ar­ganga, Axar­vegur og fram­væmdir við hring­veg­inn á nokkrum stöð­um. Þeir eru norð­austan við Sel­foss og brú á Ölf­usá, um Horn­ar­fjarð­ar­fljót, um Mýr­dal og jarð­göng í Reyn­is­fjall­i. 

Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að mark­mið lag­anna sé að auka veru­lega fjár­magn til vega­fram­kvæmda og mæta mik­illi þörf fyrir fjár­fest­ingar í sam­göng­um, bæta umferð­ar­ör­yggi og stytta og bæta veg­teng­ingar milli byggða. „Áætlað er að sam­vinnu­verk­efnin geti skapað allt að 4.000 árs­verk. Und­ir­bún­ingur frum­varps­ins hefur staðið lengi og er í sam­ræmi við til­lögu að sam­göngu­á­ætlun fyrir tíma­bilið 2020-2034.“

Heim­ila að leggja á veggjöld

Lyk­il­at­riði í frum­varp­inu er að sam­kvæmt því verður heim­ilt að fjár­magna sam­vinnu­verk­efni að hluta eða öllu leyti með gjald­töku af umferð um mann­virki sem sam­vinnu­verk­efnið nær til. „Veggjöld geta í heild eða að hluta staðið straum af bygg­ing­ar­kostn­aði, við­haldi, rekstri, þróun og eðli­legum afrakstri af fjár­fest­ingu mann­virk­is. Gjald­taka vegna notk­unar til­tek­ins mann­virkis skal ekki hefj­ast fyrr en fram­kvæmd lýkur og opnað er fyrir almenna umferð. Gjald­taka fyrir hvert mann­virki skal ekki standa lengur en í 30 ár.“

Auglýsing
Þá verður Vega­gerð­inni heim­ilt að fela einka­að­ilum með samn­ingi um sam­vinnu­verk­efni að taka gjald af umferð á samn­ings­tím­anum og að stofna sér­stakt félag, eða fela sér­stöku félagi í eigu rík­is­ins, það hlut­verk að sjá um gjald­töku, eftir atvikum sam­hliða því að ann­ast ein­staka þætti sam­vinnu­verk­efn­is.

Ráð­herra segir ávinn­ing vera marg­vís­legan

Sig­urður Ingi segir að það sé ljóst að jafn umfangs­miklar fram­kvæmd­ir, eins og sam­vinnu­verk­efnin boða, skapi mik­inn fjölda árs­verka, bæði hjá verk­tökum en ekki síður hjá ráð­gjöfum og hönn­uð­um. „Áætla má að í heild verði til á bil­inu 3.000-4.000 árs­verk. Þau mynda einnig sterkan hvata til nýsköp­unar sem getur lækkað kostnað og stytt fram­kvæmda­tíma.“

Hann segir að öll verk­efnin feli í sér stytt­ingu vega ásamt því að stuðla að bættu umferð­ar­ör­yggi. Veg­a­stytt­ing minnki ferða­tíma fólks, dragi úr flutn­ings­kostn­aði fyrir fyr­ir­tæki og minnki losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og ann­arrar umferð­ar­tengdrar meng­un­ar.

„Sam­vinnu­verk­efnin bæt­ast við allar vega­fram­kvæmdir sem fjár­magn­aðar eru með hefð­bundnum hætti á fjár­lögum en í nýj­ustu sam­göngu­á­ætlun voru fram­lög aukin um fjóra millj­arða á ári næstu fimm árin miðað við fyrri áætl­an­ir,“ segir Sig­urður Ing­i. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent