Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp sem heimilar innheimtu veggjalda

Búið er að leggja fram frumvarp sem hefur það markmið að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda, sem áætlað er að geti skapað allt að fjögur þúsund störf. Um er að ræða samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila sem fjármögnuð verða með veggjöldum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, hefur lagt fram frum­varp sem heim­ilar Vega­gerð­inni að gera samn­ing við einka­að­ila um sam­vinnu­verk­efni um ákveðnar sam­göngu­fram­kvæmd­ir. Þær fram­kvæmdir sem um ræðir eru Sunda­braut, tvö­földun Hval­fjarð­ar­ganga, Axar­vegur og fram­væmdir við hring­veg­inn á nokkrum stöð­um. Þeir eru norð­austan við Sel­foss og brú á Ölf­usá, um Horn­ar­fjarð­ar­fljót, um Mýr­dal og jarð­göng í Reyn­is­fjall­i. 

Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að mark­mið lag­anna sé að auka veru­lega fjár­magn til vega­fram­kvæmda og mæta mik­illi þörf fyrir fjár­fest­ingar í sam­göng­um, bæta umferð­ar­ör­yggi og stytta og bæta veg­teng­ingar milli byggða. „Áætlað er að sam­vinnu­verk­efnin geti skapað allt að 4.000 árs­verk. Und­ir­bún­ingur frum­varps­ins hefur staðið lengi og er í sam­ræmi við til­lögu að sam­göngu­á­ætlun fyrir tíma­bilið 2020-2034.“

Heim­ila að leggja á veggjöld

Lyk­il­at­riði í frum­varp­inu er að sam­kvæmt því verður heim­ilt að fjár­magna sam­vinnu­verk­efni að hluta eða öllu leyti með gjald­töku af umferð um mann­virki sem sam­vinnu­verk­efnið nær til. „Veggjöld geta í heild eða að hluta staðið straum af bygg­ing­ar­kostn­aði, við­haldi, rekstri, þróun og eðli­legum afrakstri af fjár­fest­ingu mann­virk­is. Gjald­taka vegna notk­unar til­tek­ins mann­virkis skal ekki hefj­ast fyrr en fram­kvæmd lýkur og opnað er fyrir almenna umferð. Gjald­taka fyrir hvert mann­virki skal ekki standa lengur en í 30 ár.“

Auglýsing
Þá verður Vega­gerð­inni heim­ilt að fela einka­að­ilum með samn­ingi um sam­vinnu­verk­efni að taka gjald af umferð á samn­ings­tím­anum og að stofna sér­stakt félag, eða fela sér­stöku félagi í eigu rík­is­ins, það hlut­verk að sjá um gjald­töku, eftir atvikum sam­hliða því að ann­ast ein­staka þætti sam­vinnu­verk­efn­is.

Ráð­herra segir ávinn­ing vera marg­vís­legan

Sig­urður Ingi segir að það sé ljóst að jafn umfangs­miklar fram­kvæmd­ir, eins og sam­vinnu­verk­efnin boða, skapi mik­inn fjölda árs­verka, bæði hjá verk­tökum en ekki síður hjá ráð­gjöfum og hönn­uð­um. „Áætla má að í heild verði til á bil­inu 3.000-4.000 árs­verk. Þau mynda einnig sterkan hvata til nýsköp­unar sem getur lækkað kostnað og stytt fram­kvæmda­tíma.“

Hann segir að öll verk­efnin feli í sér stytt­ingu vega ásamt því að stuðla að bættu umferð­ar­ör­yggi. Veg­a­stytt­ing minnki ferða­tíma fólks, dragi úr flutn­ings­kostn­aði fyrir fyr­ir­tæki og minnki losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og ann­arrar umferð­ar­tengdrar meng­un­ar.

„Sam­vinnu­verk­efnin bæt­ast við allar vega­fram­kvæmdir sem fjár­magn­aðar eru með hefð­bundnum hætti á fjár­lögum en í nýj­ustu sam­göngu­á­ætlun voru fram­lög aukin um fjóra millj­arða á ári næstu fimm árin miðað við fyrri áætl­an­ir,“ segir Sig­urður Ing­i. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent