Vonar að við séum á leið inn í flata kúrfu

Enn vantar forsendur til að geta spáð fyrir um það hvernig faraldur COVID-19 muni þróast hér innanlands, að sögn landlæknis, sem býst við að fjöldi veikra fari fljótlega að aukast með tilheyrandi auknu álagi á heilbrigðiskerfið.

Fundur almannavarnir COVID-19 Mynd: Júlíus Sigurjónsson
Auglýsing

For­sendur vantar enn til þess að hægt sé að spá fyrir um hvernig far­aldur COVID-19 muni þró­ast hér inn­an­lands, að sögn Ölmu D. Möller land­lækn­is. Hún von­ast til þess að við séum á upp­leið í „fl­atri kúrfu“ yfir fjölda smit­aðra og býst við því að fjöldi veikra hér á landi fari að aukast, með til­heyr­andi álagi á heil­brigð­is­kerf­ið.

Eins og ítrekað hefur komið fram skiptir gríð­ar­lega miklu máli að kúrfan sem Alma ræðir um verði eins flöt og mögu­legt er, en ekki brött eins og hún er orðin í ríkjum þar sem fjöldi greindra smita er nán­ast í veld­is­vext­i. 

Mark­mið heil­brigð­is­yf­ir­valda og stjórn­valda er að hægja á útbreiðslu veirunnar til að álag á heil­brigð­is­kerfið verði við­ráð­an­legt allan tím­ann á meðan far­ald­ur­inn gengur yfir.

Þessi mynd var gefin út fyrr í þessum mánuði og landlæknir var spurð hvar í kúrfunni við værum núna stödd. Sagðist landlæknir ekki geta sagt til um það með vissu, en vonandi værum við á uppleið í flatri kúrfu, vegna þeirra aðgerða sem gripið hefði verið til hérlendis.

Töl­fræð­ingar og aðrir vís­inda­menn vinna að spá um þróun far­ald­urs­ins hér á landi og þar til nið­ur­stöður þeirra liggja fyrir er viss­ara að tala var­lega um það hver mögu­legur fjöldi smit­aðra hér á landi gæti orð­ið, að sögn land­lækn­is.

Fimm á spít­ala og þar af tveir á gjör­gæslu

Tvö­hund­ruð og fimm­tíu til­felli COVID-19 hafa nú greinst hér á landi, aldrei fleiri en í gær, er 43 sýni greindust jákvæð, en hafa má í huga að mun fleiri sýni voru greind á sýkla- veiru­fræði­deild Land­spít­ala en fyrri daga, alls 545 tals­ins.

Auglýsing

Fimm manns eru á Land­spít­ala vegna veik­inda sinna, þar af tveir á gjör­gæslu, en þó ekki í önd­un­ar­vél, sam­kvæmt því sem fram kom á dag­legum blaða­manna­fundi í sam­hæf­ing­ar­stöð­inni í Skóg­ar­hlíð í dag.

Níu ein­stak­lingum er þegar batnað og hafa fengið þann form­lega stimp­il, að sögn Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­lækn­is, en um er að ræða fólk sem hefur verið ein­kenna­laust með öllu í heila viku. Þórólfur sagði að ekki væri þörf á að taka sýni úr fólki á ný í lok þessa ein­kenna­lausa tíma­bils til að ganga úr skugga um að það væri sann­ar­lega laust við veiruna. 

Sótt­varna­læknir ítrek­aði á blaða­manna­fund­inum að hér á landi væri verið að taka mjög mikið af sýn­um, hlut­falls­lega miklu fleiri sýni en til dæmis á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Það þarf að hafa í huga þegar tölur yfir fjölda smit­aðra hér eru túlk­að­ar, en víða er það svo að ein­ungis þeir sem sýna það alvar­leg ein­kenni veirunnar að þeir þurfi á spít­ala­inn­lögn að halda séu teknir í sýna­töku.

Alls hafa um 6.500 sýni verið tekin til greiningar hér á landi.

Hann telur sig geta sagt að útbreiðsl­unni hafi verið „nokkuð vel stjórn­að“ hér­lend­is, sökum þess að ekki hefur orðið hlut­falls­leg aukn­ing í fjölda smita, en um 10 pró­sent allra sýna sem tekin eru af veiru­fræði­deild Land­spít­ala reyn­ast jákvæð og innan við 1 pró­sent sýna sem tekin eru af Íslenskri erfða­grein­ingu. Um 6.500 sýni hafa alls verið tekin til þessa.

Allir í sótt­kví þar sem sýk­ingin er víð­ast hvar í vexti

Aðgerðir stjórn­valda voru hertar í dag, en nú þurfa allir Íslend­ingar og aðrir sem búsettir eru á Íslandi að fara í tveggja vikna sótt­kví við kom­una til lands­ins, sama hvaðan þeir koma.

Þórólfur sagði að sú ákvörðun hefði verið tekin vegna þess að svo virð­ist sem sýk­ingin sé í „miklum vexti í flestum lönd­um“ en til umræðu hafi verið að ein­skorða sótt­kví áfram við til­tekin ríki eins og áður hafði ver­ið.

Auknar sótt­varna­ráð­staf­anir hafa verið gerðar á Kefla­vík­ur­flug­velli vegna þessa og reynt er að halda fólki aðskildu þar inn­an­dyra eins og kostur er, þó það sé vissu­lega svo að allir sem þar eru séu á leið­inni í tveggja vikna sótt­kví hvort sem er.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent