Reikna með 1.000 greindum smitum fyrir lok maí

Spálíkan vísindamanna frá Háskóla Íslands, embætti landlæknis og Landspítala hefur verið birt opinberlega. Reiknað er með því að 1.000 smit verði greind hér á landi fyrir lok maí, en svartsýnasta spá gerir þó ráð fyrir tvöfalt fleiri smitum.

Landspítali. Reikna má með því að álagið á heilbrigðiskerfið verði mest um eða eftir miðjan apríl.
Landspítali. Reikna má með því að álagið á heilbrigðiskerfið verði mest um eða eftir miðjan apríl.
Auglýsing

Sam­kvæmt spálík­ani sem vís­inda­menn frá Háskóla Íslands, emb­ætti land­læknis og Land­spít­ala hafa gert, um lík­lega þróun COVID-19 far­ald­urs­ins á Íslandi, má búast við því að fyrir lok maí­mán­aðar hafi um 1.000 manns á Íslandi greinst með COVID-19. Svart­sýn­ustu spár gera ráð fyrir því að fjöldi greindra smita gæti þó orðið yfir 2.000 tals­ins á þeim tíma­punkti.

Sótt­varna­læknir kall­aði vís­inda­menn­ina saman til þess að vinna spálíkan­ið, en því er ætlað að nýt­ast við ákvarð­ana­töku um við­brögð og skipu­lag heil­brigð­is­þjón­ustu. Fyrstu nið­ur­stöður þess voru kynntar á upp­lýs­inga­fundi með yfir­völdum í gær, en líkanið hefur nú verið birt opin­ber­lega á vefnum covid.hi.is og verður upp­fært reglu­lega.

Alma Möller land­læknir sagði í sér­stökum umræðu­þætti um far­ald­ur­inn á RÚV í gær­kvöldi að far­ald­ur­inn myndi senni­lega ná hámarki í kringum 10. apríl næst­kom­andi. Á þeim tíma, verður fjöldi greindra ein­stak­linga með virkan sjúk­dóm senni­lega um 600 manns, en gæti þó náð 1.200 manns miðað við svart­sýn­ustu spá.

Auglýsing

Hér má sjá spá vísindamannanna um þróun faraldursins hér á landi. Brotalínan er svartsýnasta spá, en heila línan sýnir hvernig búist er við að þróunin verði.

Þá er búist við því að á meðan far­ald­ur­inn gengur yfir hér­lendis þurfi að leggja um 60 sjúk­linga inn á spít­ala, en svart­sýn­asta spá gerir þó ráð fyrir að sá fjöldi verði meira en þrefalt hærri, eða rúm­lega 200 manns. Búist er við að álag á heil­brigð­is­kerfið verði mest um eða eftir miðjan apr­íl.

Sam­kvæmt spálík­an­inu er búist við því að um 11 manns veik­ist alvar­lega og þarfn­ist aðhlynn­ingar á gjör­gæslu, en svart­sýn­asta spá gerir þó ráð fyrir því að 50 manns gætu þurft að leggj­ast inn á gjör­gæslu.

„Grein­ing­ar­vinnan mun halda áfram og spálíkanið verður upp­fært reglu­lega með nýjum upp­lýs­ing­um. Hafa ber í huga að vegna fámennis geta töl­urnar um fjölda greindra til­fella breyst mikið frá degi til dags sem hefur áhrif á nið­ur­stöður spálík­ans­ins. Líkanið verður þó stöðugra eftir því sem á líð­ur,“ segir í þessum fyrstu nið­ur­stöðum vís­inda­mann­anna.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent