Óviðunandi að launafólk neyðist til að ganga á orlofsrétt sinn

BHM hvetur atvinnurekendur til að koma til móts við barnafólk vegna skertrar kennslu í skólum.

23-april-2014_13980550081_o.jpg
Auglýsing

Banda­lag háskóla­manna (BHM) skorar á vinnu­veit­endur að taka til­lit til for­eldra leik- og grunn­skóla­barna sem ekki geta sinnt störfum sem skyldi vegna skertrar kennslu í skólum lands­ins vegna COVID-19. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá BHM.

Þá segir að margir for­eldrar reyni að sinna fjar­vinnu ásamt því að ann­ast heima­kennslu barna sinna. Það gefi auga­leið að slíkt geti reynst flókið og umönnun yngstu barn­anna þurfi að njóta for­gangs á heim­il­inu. Við þessar aðstæður hafi launa­fólk neyðst til að ganga á orlofs­rétt sinn og jafn­vel taka launa­laust leyfi frá vinnu. Að mati BHM er það óvið­un­andi.

Auglýsing

„BHM biðlar því til stjórn­enda fyr­ir­tækja og stofn­ana að koma til móts við það starfs­fólk sem glímir við þessar aðstæður og greiða því full laun meðan sam­komu­bann gildir hér á landi. Með því móti sýna atvinnu­rek­endur sam­fé­lags­lega ábyrgð í verki.

Öll getum við lagst á eitt um að létta þessar vikur fyrir fólk­ið, fyr­ir­tækin og heim­ilin í land­inu. Þegar það versta er yfir­staðið verður gott að geta litið um öxl full­viss um að allt hafi verið gert til að tryggja atvinnu­ör­yggi, rekstur fyr­ir­ækja og almenna vel­ferð lands­manna á tímum COVID-19 heims­far­ald­urs­ins,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Marshall í launalaust leyfi og ætlar í framboð
Frá því í mars í fyrra hefur Róbert Marshall starfað sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann vill nú komast aftur á þing.
Kjarninn 9. mars 2021
Tvö ný smit staðfest
Sextán manns eru í einangrun vegna COVID-19. Tvö ný smit greindust í gær. Yfir 1.500 einkennasýni voru tekin í gær.
Kjarninn 9. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Huldufólk, fyrirboðar og draumráðningar
Kjarninn 9. mars 2021
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent