Spurt og svarað um laun í sóttkví

Hversu háar greiðslur fæ ég ef ég sæti sóttkví og get ekki unnið? Fá sjálfstætt starfandi einnig greiðslur í sóttkví? Hvaða rétt hef ég í sjálfskipaðri sóttkví?

Manneskja að lesa
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hafa í sam­starfi við Alþýðu­sam­band Ís­lands og Sam­tök atvinnu­lífs­ins tryggt að ein­stak­lingum í sótt­kví séu tryggð ­laun á meðan hún var­ir, en á þeim tíma eiga önnur rétt­indi, svo sem veik­inda­réttur sam­kvæmt kjara­samn­ingum ekki við.

Á þetta við um tíma­bilið 1. febr­úar 2020 til og með 30. a­príl 2020 og er miðað við að þetta taki til þeirra sem ekki geta sinnt starf­i sínu úr sótt­kví. Gert er ráð fyrir að atvinnu­rek­andi greiði laun­þega laun en ­geti svo gert kröfu á rík­is­sjóð til end­ur­greiðslu upp að vissri hámarks­fjár­hæð.

Það sama gildir um sjálf­stætt starf­andi ein­stak­linga hafi þeir þurft að leggja niður störf vegna sótt­kvíar á fram­an­greindu tíma­bili.

Hér að neðan er að finna svör við spurn­ingum sem kunna að vakna vegna launa í sótt­kví. Þau eru fengin af vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Auglýsing

Hversu háar greiðslur fæ ég ef ég sæti sótt­kví og get ekki unn­ið?

Greiðslur taka mið af heild­ar­launum í þeim alm­an­aks­mán­uð­i eða alm­an­aks­mán­uðum sem ein­stak­lingur er í sótt­kví. Greiðsl­urnar verða aldrei hærri en 633.000 krónur á mán­uði, eða 21.100 krónur á dag.

Ég er sjálf­stætt starf­andi. Fæ ég greiðsl­ur?

Já. Greiðslur til sjálf­stætt starf­andi ein­stak­linga sem sæta ­sótt­kví taka mið af 80% af mán­að­ar­legum með­al­tekjum árið 2019. Greiðslur nema að hámarki 633.000 krónur á mán­uði eða 21.100 krónur á dag.

Með­al­tekj­urnar taka mið af með­al­tali þess reikn­aða end­ur­gjalds sem mynd­aði stofn til trygg­inga­gjalds á tekju­ár­inu 2019.

Hvaða rétt hef ég í sjálf­skip­aðri sótt­kví?

Ákvörðun um sótt­kví er tekin á grund­velli sótt­varn­ar­laga af við­eig­andi yfir­völd­um. Ein­stak­lingar í sjálf­skip­aðri sótt­kví eiga ekki rétt á greiðsl­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent