Spurt og svarað um laun í sóttkví

Hversu háar greiðslur fæ ég ef ég sæti sóttkví og get ekki unnið? Fá sjálfstætt starfandi einnig greiðslur í sóttkví? Hvaða rétt hef ég í sjálfskipaðri sóttkví?

Manneskja að lesa
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hafa í sam­starfi við Alþýðu­sam­band Ís­lands og Sam­tök atvinnu­lífs­ins tryggt að ein­stak­lingum í sótt­kví séu tryggð ­laun á meðan hún var­ir, en á þeim tíma eiga önnur rétt­indi, svo sem veik­inda­réttur sam­kvæmt kjara­samn­ingum ekki við.

Á þetta við um tíma­bilið 1. febr­úar 2020 til og með 30. a­príl 2020 og er miðað við að þetta taki til þeirra sem ekki geta sinnt starf­i sínu úr sótt­kví. Gert er ráð fyrir að atvinnu­rek­andi greiði laun­þega laun en ­geti svo gert kröfu á rík­is­sjóð til end­ur­greiðslu upp að vissri hámarks­fjár­hæð.

Það sama gildir um sjálf­stætt starf­andi ein­stak­linga hafi þeir þurft að leggja niður störf vegna sótt­kvíar á fram­an­greindu tíma­bili.

Hér að neðan er að finna svör við spurn­ingum sem kunna að vakna vegna launa í sótt­kví. Þau eru fengin af vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Auglýsing

Hversu háar greiðslur fæ ég ef ég sæti sótt­kví og get ekki unn­ið?

Greiðslur taka mið af heild­ar­launum í þeim alm­an­aks­mán­uð­i eða alm­an­aks­mán­uðum sem ein­stak­lingur er í sótt­kví. Greiðsl­urnar verða aldrei hærri en 633.000 krónur á mán­uði, eða 21.100 krónur á dag.

Ég er sjálf­stætt starf­andi. Fæ ég greiðsl­ur?

Já. Greiðslur til sjálf­stætt starf­andi ein­stak­linga sem sæta ­sótt­kví taka mið af 80% af mán­að­ar­legum með­al­tekjum árið 2019. Greiðslur nema að hámarki 633.000 krónur á mán­uði eða 21.100 krónur á dag.

Með­al­tekj­urnar taka mið af með­al­tali þess reikn­aða end­ur­gjalds sem mynd­aði stofn til trygg­inga­gjalds á tekju­ár­inu 2019.

Hvaða rétt hef ég í sjálf­skip­aðri sótt­kví?

Ákvörðun um sótt­kví er tekin á grund­velli sótt­varn­ar­laga af við­eig­andi yfir­völd­um. Ein­stak­lingar í sjálf­skip­aðri sótt­kví eiga ekki rétt á greiðsl­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Byssukúlur fundust í bílhurð borgarstjóra
Byssukúlur fundust í hurðinni á bíl í eigu fjölskyldu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í síðustu viku, samkvæmt heimildum Kjarnans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu neitar að staðfesta þetta eða tjá sig nokkuð frekar um málið að svo stöddu.
Kjarninn 28. janúar 2021
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Svona fjölgaði smitum á einni viku: 1, 2, 3, 7, 15, 22, 23, 74
Ástæða er til að gleðjast yfir stöðunni á faraldrinum á Íslandi og njóta þess skjóls sem við erum í þessa dagana, segir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Á sama tíma er gott að hafa í huga að þessi staða er viðkvæm, hún getur breyst hratt.“
Kjarninn 28. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 32. þáttur: Eyja guðanna
Kjarninn 28. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
450 afbrigði greinst á landamærunum – aðeins þrettán innanlands
Aðgerðir á landamærum Íslands hafa borið mikinn árangur og því er ekki ástæða til að loka þeim líkt og margar nágrannaþjóðir okkar eru að gera þessa dagana. Vel kemur til greina að aflétta aðgerðum innanlands á næstunni.
Kjarninn 28. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir dæmin sem þingmaður nefnir um spillingu „heldur léttvæg“
Formaður Samfylkingarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki sammála á þingi í dag um hvaða mál kalla ætti spillingarmál.
Kjarninn 28. janúar 2021
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Lögregla rannsakar hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotvopn hafi verið notað er skemmdir voru unnar á bifreið sem er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Málið er litið alvarlegum augum.
Kjarninn 28. janúar 2021
Erfiðara virðist að brjóta glerþakið í betur launuðum störfum
Konur fá 14 prósent lægri laun en karlar
Óleiðréttur launamunur kynjanna jókst lítillega árið 2019. Hann er meiri í ýmsum betur launuðum starfsstéttum og atvinnugreinum, til að mynda fá konur í fjármála-og vátryggingastarfsemi þriðjungi lægri laun en karlar.
Kjarninn 28. janúar 2021
Gylfi Zoega
Hugleiðingar um einkavæðingu viðskiptabanka
Kjarninn 28. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent