Katrín Jakobsdóttir í einangrun þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er komin í einangrun heima hjá sér þar til niðurstöður úr sýnatöku vegna kórónuveirunnar verða ljósar. Sonur hennar er í Melaskóla en nokkrir bekkir skólans voru sendir í sóttkví í gær.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra er komin í ein­angrun heima hjá sér þar til nið­ur­stöður úr sýna­töku vegna kór­ónu­veirunnar verða ljós­ar. Sonur hennar er í Mela­skóla en nokkrir bekkir skól­ans voru sendir í sótt­kví í gær.

Katrín greinir frá þessu á Face­book-­síðu sinni og segir að í kjöl­far þess að nem­endur í nokkrum bekkjum Mela­skóla hefðu verið sendir í sótt­kví hafi eig­in­maður hennar og yngsti son­ur­inn ákveðið að flytja út af heim­il­inu.

Auglýsing

„Í kjöl­farið var ákveðið að ég færi í sýna­töku vegna kór­ónu­veiru. Þar var ég beðin um að halda mig heima þar til nið­ur­staða kæmi úr þeirri sýna­töku. Þar sem ég hef verið dug­leg að segja öllum að fylgja leið­bein­ingum heil­brigð­is­yf­ir­valda þá geri ég það að sjálf­sögðu líka – en það er ástæðan fyrir því að ég mætti ekki í óund­ir­búnar fyr­ir­spurnir í morgun (en ein­hverjir fjöl­miðlar hafa sent mér fyr­ir­spurnir um það). Við erum nefni­lega öll almanna­varnir og getum öll lagt okkar af mörkum til að hemja útbreiðslu veirunn­ar.“

Umhverf­is­ráð­herra í sótt­kví og þing­maður greindur með COVID-19

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra er einnig kom­inn í sótt­kví eftir að  ­sam­starfs­kona hans í ráðu­neyt­inu greind­ist með kór­ónu­veiruna. Smitrakn­ing­arteymið hafði sam­band við Guð­mund Inga í gær. „Ég hef ekki fundið fyrir nein­um ein­kennum og líður vel,“ skrifar hann á Face­book-­síðu sína.

Þá hefur Smári McCart­hy, þing­maður Pírata greinst með­ COVID-19. Hann greinir frá því á Face­book að hann hafi farið í sjálf­skip­aða ­sótt­kví fyrir viku eftir að hafa farið að hósta. Á föstu­dag hafi hann svo far­ið í sýna­töku og hún reynd­ist jákvæð. Smári seg­ist „þokka­lega hress“ og að hann f­inni fyrir vægum ein­kenn­um.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, greind­i frá því í morg­un­út­varpi RÚV í morgun að það væru dæmi um að ráð­herrar í rík­is­stjórn hefðu látið prófa sig til að kanna hvort að þeir væru með COVID-19. Öll rík­is­stjórnin væri hins vegar ekki búin að því.

Kæru vin­ir! Nokkrir bekkir í Mela­skóla voru sendir í sótt­kví í gær eins og kom fram í frétt­um. Yngsti dreng­ur­inn minn er...

Posted by Katrín Jak­obs­dóttir on Monday, March 23, 2020
Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent