Katrín Jakobsdóttir í einangrun þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er komin í einangrun heima hjá sér þar til niðurstöður úr sýnatöku vegna kórónuveirunnar verða ljósar. Sonur hennar er í Melaskóla en nokkrir bekkir skólans voru sendir í sóttkví í gær.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra er komin í ein­angrun heima hjá sér þar til nið­ur­stöður úr sýna­töku vegna kór­ónu­veirunnar verða ljós­ar. Sonur hennar er í Mela­skóla en nokkrir bekkir skól­ans voru sendir í sótt­kví í gær.

Katrín greinir frá þessu á Face­book-­síðu sinni og segir að í kjöl­far þess að nem­endur í nokkrum bekkjum Mela­skóla hefðu verið sendir í sótt­kví hafi eig­in­maður hennar og yngsti son­ur­inn ákveðið að flytja út af heim­il­inu.

Auglýsing

„Í kjöl­farið var ákveðið að ég færi í sýna­töku vegna kór­ónu­veiru. Þar var ég beðin um að halda mig heima þar til nið­ur­staða kæmi úr þeirri sýna­töku. Þar sem ég hef verið dug­leg að segja öllum að fylgja leið­bein­ingum heil­brigð­is­yf­ir­valda þá geri ég það að sjálf­sögðu líka – en það er ástæðan fyrir því að ég mætti ekki í óund­ir­búnar fyr­ir­spurnir í morgun (en ein­hverjir fjöl­miðlar hafa sent mér fyr­ir­spurnir um það). Við erum nefni­lega öll almanna­varnir og getum öll lagt okkar af mörkum til að hemja útbreiðslu veirunn­ar.“

Umhverf­is­ráð­herra í sótt­kví og þing­maður greindur með COVID-19

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra er einnig kom­inn í sótt­kví eftir að  ­sam­starfs­kona hans í ráðu­neyt­inu greind­ist með kór­ónu­veiruna. Smitrakn­ing­arteymið hafði sam­band við Guð­mund Inga í gær. „Ég hef ekki fundið fyrir nein­um ein­kennum og líður vel,“ skrifar hann á Face­book-­síðu sína.

Þá hefur Smári McCart­hy, þing­maður Pírata greinst með­ COVID-19. Hann greinir frá því á Face­book að hann hafi farið í sjálf­skip­aða ­sótt­kví fyrir viku eftir að hafa farið að hósta. Á föstu­dag hafi hann svo far­ið í sýna­töku og hún reynd­ist jákvæð. Smári seg­ist „þokka­lega hress“ og að hann f­inni fyrir vægum ein­kenn­um.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, greind­i frá því í morg­un­út­varpi RÚV í morgun að það væru dæmi um að ráð­herrar í rík­is­stjórn hefðu látið prófa sig til að kanna hvort að þeir væru með COVID-19. Öll rík­is­stjórnin væri hins vegar ekki búin að því.

Kæru vin­ir! Nokkrir bekkir í Mela­skóla voru sendir í sótt­kví í gær eins og kom fram í frétt­um. Yngsti dreng­ur­inn minn er...

Posted by Katrín Jak­obs­dóttir on Monday, March 23, 2020
Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent