Búist við að í lok apríl hafi 2.500 manns smitast hér á landi

Spá yfir fjölda tilfella og álag á heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur breyst verulega frá því 19. mars þar sem faraldurinn er í veldisvexti og frá þeim tíma hefur fjöldi tilfella allt að því tvöfaldast.

kórónuveiran
Auglýsing

Spá yfir­ ­fjölda til­fella og álag á heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi hefur breyst veru­lega frá því 19. mars þar sem far­ald­ur­inn er í veld­is­vexti og frá þeim tíma hef­ur ­fjöldi til­fella allt að því tvö­fald­ast.

Þetta ­sýnir spálíkan sem vís­inda­menn við Háskóla Íslands hafa þróað í sam­starfi við Land­lækn­is­emb­ætt­ið, Land­spít­ala og sótt­varna­yf­ir­völd vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. 

Auglýsing

Helst­u ­nið­ur­stöður spálík­ans­ins með gögnum til og með 22. mars eru eft­ir­far­andi:

Búist er við því að fyrir lok apríl 2020 hafi lík­lega um 2.500 manns á Íslandi verið greind­ir ­með COVID-19, en talan gæti náð tæp­lega 6.000 manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá.

Búist er við að fjöldi greindra ein­stak­linga með virkan sjúk­dóm nái hámarki á fyrstu vik­um a­pr­íl, og verði senni­lega nær 2.000 manns, en gæti náð tæp­lega 4.500 manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá.

Búist er við að á meðan að far­ald­ur­inn gengur yfir muni um 170 manns þarfn­ast aðhlynn­ingar í inn­lögn á sjúkra­húsi, en gæti náð um 400 manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá.

Mynd: Af vefnum covid.hi.is

Mesta álag á heil­brigð­is­þjón­ustu vegna sjúkra­húsinn­lagna verður um miðjan apríl en þá er ­gert ráð fyrir að um 90 ein­stak­lingar geti verið inniliggj­andi, en svart­sýnasta ­spá er 200 ein­stak­lingar.

Búist er við því að um 20 ein­stak­lingar veik­ist alvar­lega, þ.e. þarfn­ist gjör­gæslu, á tíma­bil­inu en svart­sýn­asta spá er á bil­inu 45 til 50 ein­stak­ling­ar.

Mesta álag á gjör­gæslu­deildir gæti verið í annarri viku apr­íl, en þá er búist við því að sjö manns liggi þar inni á sama tíma, en sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá gætu það ver­ið 18 manns.

Auglýsing

Hafa ber fámennið í huga

Grein­ing­ar­vinn­an mun halda áfram og spálíkanið verður upp­fært reglu­lega með nýjum upp­lýs­ing­um, ­segir á vefn­um. „Hafa ber í huga að vegna fámennis geta töl­urnar um fjölda ­greindra til­fella breyst mikið frá degi til dags sem hefur áhrif á nið­ur­stöð­ur­ ­spálík­ans­ins. Líkanið verður þó stöðugra eftir því sem á líð­ur.“

Rann­sóknir á þróun COVID-19 far­ald­urs­ins hér á landi og í öðrum löndum gera vís­inda­mönnum kleift að setja fram spá um frek­ari þróun hans á Íslandi. Sótt­varn­ar­læknir kall­aði því saman vís­inda­menn frá Háskóla Íslands­, Emb­ætti Land­læknis og Land­spít­ala til að gera spálíkan um lík­lega þróun sem ­gæti nýst við ákvarð­ana­töku um við­brögð og skipu­lag heil­brigð­is­þjón­ustu.

Fyrstu nið­ur­stöður spálík­ans­ins voru kynntar á fundi með almanna­vörnum 18. mars. Þá var gert ráð fyrir því að allt að 1.200 manns gætu greinst með COVID-19 veiruna þegar far­ald­ur­inn næði hámarki hér á landi og að ­fyrir lok maí gæti talan náð rúm­lega 2.000 manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun mæla með því við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt út apríl.
Þórólfur mælir með samkomubanni út mánuðinn: „Veiran mun ekki virða páska“
„Núna reynir virkilega á úthaldið og samstöðuna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi yfirvalda í dag. Hann mun gera tillögu til heilbrigðisráðherra um framlengingu samkomubanns út apríl.
Kjarninn 1. apríl 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr
Miðstjórn ASÍ telur að nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr og skýra sýn. Þá sé málflutningur SA bæði rangur og villandi.
Kjarninn 1. apríl 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur sagt sig úr miðstjórn ASÍ.
Ragnar Þór hættur í miðstjórn ASÍ
Formaður VR hætti í miðstjórn Alþýðusambands Íslands á mánudaginn. Hann segir að hann telji orku sinni betur varið í að leita lausna á öðrum vettvangi og að hans mati sé ASÍ að gera það versta í stöðunni, ekki neitt.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent