Icelandair segir upp 240 manns og setur 92 prósent starfsmanna í skert starfshlutfall

Tilkynnt var um gríðarstórar aðgerðir hjá Icelandair á starfsmannafundi í morgun. Fjölmörgum sagt upp og stærsti hluti hinna fara í úrræði ríkisstjórnarinnar. Forstjórinn lækkar um 30 prósent í launum.

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Icelandair hefur sagt upp 240 starfs­mönnum og 92 pró­sent eft­ir­stand­andi starfs­manna munu fara í skert starfs­hlut­fall tíma­bund­ið. Þessi hópur fellur undir úrræði rík­is­stjórn­ar­innar um mót­fram­lag eftir því sem við á. Þessi leið hefur betri áhrif á sjóð­streymi félags­ins en upp­sagnir þar sem upp­sagn­ar­frestur er greidd­ur.

Upp­sagn­irnar ná til flestra hópa innan félags­ins en heild­ar­fjöldi stöðu­gilda hjá Icelandair Group var að með­al­tali 4.715 á árinu 2019. Þeir starfs­menn sem verða áfram í fullu starfi lækka um 20 pró­sent í laun­um. Fram­kvæmda­stjórar lækka um 25 pró­sent og laun for­stjóra og stjórnar lækka um 30 pró­sent.

Frá þessu var greint í til­kynn­ingu til Kaup­hallar sem send var út í morgun og á starfs­manna­fundi sem hófst hjá Icelandair klukkan 9:30.

Auglýsing

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, segir að þetta séu sögu­legir tímar þar sem heims­far­aldur geisar sem hefur haft gríð­ar­leg áhrif á flug og ferða­lög. „Mik­il­væg­asta verk­efnið núna er að tryggja rekstr­ar­grund­völl Icelandair Group til fram­tíð­ar. Þær aðgerðir sem við kynntum fyrir starfs­fólki okkar í dag eru sárs­auka­fullar en nauð­syn­legar til að tak­marka áhrif þeirra aðstæðna sem uppi eru á rekstur og sjóð­streymi félag­ins.

Félagið hefur stað­ist ýmis áföll í gegnum tíð­ina, hvort sem það hefur verið bar­átta við nátt­úru­öfl­in, efna­hagslægðir eða aðra utan­að­kom­andi þætti. Við höfum kom­ist í gegnum þau öll með sam­stöðu og útsjón­ar­semi, en fyrst og fremst með þeim ein­staka bar­áttu­anda og krafti sem ávallt hefur ein­kennt starfs­fólk félags­ins. Það hefur svo sann­ar­lega sýnt sig und­an­farna daga og vik­ur. Ég er stoltur og þakk­látur að til­heyra þeirri öfl­ugu liðs­heild sem starfs­fólk Icelandair Group myndar og er sann­færður um að við komumst í gegnum þessar krefj­andi aðstæð­ur.“

Í til­kynn­ing­unni segir að for­sendur fyrir milli­landa­flugi og ferða­lögum hafa breyst veru­lega á skömmum tíma vegna útbreiðslu COVID-19 veirunn­ar. Icelandair Group hafi á und­an­förnum vikum gripið til víð­tækra ráð­staf­ana til þess að tryggja rekstr­ar­grund­völl félags­ins til fram­tíð­ar.“

Icelandair hafi á liðnum vikum nýtt sér þann sveigj­an­leika sem felst í leiða­kerfi félags­ins og aðlagað þannig fram­boð að eft­ir­spurn sem jafnt og þétt hefur farið minnk­andi í kjöl­far ferða­tak­mark­ana víðs vegar um heim. „Fé­lagið hefur jafn­framt breytt áætlun til að koma við­skipta­vinum til síns heima innan þess ramma sem ferða­tak­mark­anir hafa leyft. Í dag flýgur félagið um 14 pró­sent af upp­haf­legri flug­á­ætlun og gert er ráð fyrir enn meiri sam­drætti á kom­andi vik­um. Eins og gefur að skilja hefur útbreiðsla veirunnar einnig haft tölu­verð áhrif á starf­semi ann­arra félaga innan sam­stæðu Icelandair Group. Má þar helst nefna fækkun far­þega í inn­an­lands­flugi og stöðvun flugs til Græn­lands hjá Air Iceland Conn­ect sem og fækkun gesta hjá Icelandair Hot­els.“

Stærsti kostn­að­ar­liður félags­ins sé launa­kostn­aður því sénauð­syn­legt að grípa til aðgerða til að draga úr þeim kostn­aði. „Mót­væg­is­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar og sam­starf við Félag íslenskra atvinnu­flug­manna, Flug­freyju­fé­lag Íslands, Flug­virkja­fé­lag Íslands og önnur stétta­fé­lög gera félag­inu kleift að draga úr upp­sögnum sem nauð­syn­legt hefði verið að ráð­ast í vegna þeirrar stöðu sem nú rík­ir.“

Þá hefur félagið að und­an­förnu leitað leiða til að draga úr útstreymi fjár­magns, svo sem með því að end­ur­semja við birgja og fjár­mögn­un­ar­að­ila. „Öllum þessum aðgerðum er ætlað að auka sveigj­an­leika félags­ins til að takast á við núver­andi aðstæð­ur, lækka rekstr­ar­kostnað og bæta sjóðs­streymi. Fjár­hags­leg áhrif útbreiðslu COVID-19 veirunnar eru enn óljós.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent