Bjarni: „Það er langur tími í að við finnum botninn“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir sviðsmyndir benda til þess að kreppan nú verði af svipaðri stærðargráðu og eftir bankahrunið. Hann segist hafa miklar væntingar til fjármálakerfisins um viðbrögð við stöðunni og að það hjálpi fyrirtækjum að lifa af.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Samkvæmt sviðsmyndum sem unnið er með, sem eru þó í stanslausri uppfærslu, litur út fyrir að Ísland gæti verið á leið í svipaða niðursveiflu og eftir bankahrunið, eða sex til sjö prósent samdrátt.  Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í viðtali á RÚV í morgun. 

Í sviðsmyndunum væri talið að meðal atvinnuleysi gæti orðið um átta prósent en Bjarni ítrekaði hversu mikið óvissa væri um allt framhald. „Við erum í dálítið mikilli þoku í augnablikinu.“ 

Hann sagði ekki gott að segja hvenær við myndum finna botn efnahagslægðarinnar. „Ég held að það sé langbest að vera hreinskilin með það að við erum á leiðinni inn í krísuna. Þetta er bara rétt að byrja vegna þess að áhrifin af því að það komi ekki ferðamenn til dæmis smitast víða um samfélagið og birtast okkur ekki síður í apríl og maí heldur en menn hafa séð í dag og inn í sumarið. Það er langur tími í að við finnum botninn ef við tölum um þetta í einhverjum vikum, og mögulega í mánuðum.“

Miklar væntingar til fjármálakerfisins um viðbrögð

Bjarni ræddi þær leiðir sem ríkisstjórnin kynnti á laugardag sem viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf, og voru í þeirri kynningu metnar sem 230 milljarða króna ráðstafanir. Hann sagði að það hefði skipt miklu máli að fresta strax greiðslu opinbera gjalda og samþykkja hlutabótaleiðina, sem gerir fyrirtækjum kleift að setja starfsmenn á bætur fyrir allt að 75 prósent af launum þeirra án þess að segja upp ráðningarsambandi.

Auglýsing
„Ég er líka með miklar væntingar til fjármálakerfisins,“ sagði Bjarni. Það væri búið að skapa svigrúm fyrir það að bregðast við með. Seðlabankinn hafi lækkað vexti og afnumið sveiflujöfnunarauka. Ríkið að koma með þessi viðbótarbrúarlán ofan á það. „Þetta veitir fjármálakerfinu gríðarlegt svigrúm til að styðja við sína viðskiptamenn og eftir atvikum gæti maður séð fyrir sér að gjalddögum af afborgunum yrði frestað og þeim bætt aftan við lán og þannig bara sett brú yfir þetta tímabil og þessu bara frestað þar til að hlutirnir eru komnir aftur í rétt horf.“

Hann var þó alveg skýr með að það þyrfti að endurmeta stöðuna reglulega og grípa til fleiri aðgerða, til dæmis varðandi hlutabótaleiðina. Hún væri nú sett upp í tvo og hálfan mánuð en mögulega þyrfti að fara fram endurmat á þeim gildistíma. 

Hafnar því að aðgerðir séu gamalt vín á nýjum belgjum

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar fyrir að fela ekki í sér mikið af nýjum ríkisútgjöldum. Af þeim 230 milljörðum króna sem kynntir voru eru á bilinu 60 til 70 milljarðar króna ný ríkisútgjöld. Bjarni sagði að Ísland sé á mjög svipuðum slóðum og Norðurlöndunum hvað varðar umfang. 

Ein af þeim leiðum sem hefur verið gagnrýnt að sé talin til aðgerða ríkisstjórnarinnar sé heimild fyrir fólk að nýta séreignarsparnað sinn, en af honum þarf að greiða skatt. Því er hún í raun tekjuöflunarleið fyrir ríkissjóð. Bjarni svaraði þeirri gagnrýni svona: „Ef að fólk á sparnað, og vill sækja hann þá á ríkið ekki að standa í vegi fyrir því að það geti gert það.“ 

Hann sagði að í aðgerðunum fælust líka skattalækkanir og fjárfestingaátak. Það síðarnefnda feli í sér að nýjar fjárfestingar upp á 20 milljarða króna verði færðar inn á árið 2020. „Menn segja að þetta sé gamalt vín á nýjum belgjum en það er bara allur munur á því að færa þessar fjárfestingar inn á árið 2020 en að hafa ætlað að fara í þær á næstu árum. Auðvitað ætlum við að fylgja þessu eftir með frekari fjárfestingum 2021, 2022 og 2023 og svo framvegis.“

Ríkisábyrgðin ætti að tryggja lægri kjör

Aðspurður um stöðu lítilla og meðalstóra fyrirtækja sem eru ekki í ferðaþjónustu, en eru að verða fyrir miklum búsifjum núna, eins og t.d. hárgreiðslustofur og líkamsræktarstöðvar, þá sagði Bjarni að þau úrræði sem kynnt voru á laugardag ættu að gagnast þeim líka. Auk þess væri viðskiptabönkum slíkra fyrirtækja beinlínis skylt að hjálpa þeim. „Ef við tökum til dæmis þessi brúarlán, þá vegna ríkisábyrgðarinnar, ættum við að sjá lægri kjör en við höfum áður séð og hafa þau þó verið að lækka meira en við höfum dæmi um í sögunni. Við erum með lægstu vexti sem hafa sést á Íslandi.“

Auglýsing
Hann viðurkenndi að skilyrðin sem sett eru fyrir brúarlánum og frestun á greiðslu opinberra gjalda væru viðkvæm. Til að fá brúarlán með ríkisábyrgð þarf til að mynda að hafa átt sér stað 40 prósent tekjufall, en á hinum Norðurlöndunum væri sú líka dregin við 50 prósent. „Þetta er allt saman matsatriði. Það má alltaf spyrja sig: hvað með fyrirtæki sem hefur séð 37 prósent tekjufall. Það kemst ekki yfir þröskuldinn. Það er einfaldlega um mjög vöndu að ráða.“ Auðvitað sé einnig búist við því að þeir sem standa í fyrirtækjarekstri leggi allt sem þeir geti af mörkum líka. „Menn þurfa bara að haldast í hendur og leiðast í gegnum þetta.“

Ýmsir hafa lýst yfir áhyggjum af getu þeirra fyrirtækja sem munu þurfa að fresta opinberum greiðslum eða taka brúarlán til að greiða upp þann skafl sem skapast þegar ástandinu er lokið. Bjarni sagði að það væri ástæða til að hafa áhyggjur af því. „Þeim mun meiri líkur eru á þessu eftir því sem krísan dregst lengur og verður dýpri og alvarlegri[...]Þess vegna kann það að vera að uppsetningin á þessu reynist sumum ofviða og það er eðlilegt að við tölum um það hreint út, við munum bregðast við því.“

Icelandair mikilvægasta fyrirtækið sem starfar á Íslandi í dag

Að lokum ræddi Bjarni stöðu Icelandair. „Það sem blasir við í mínum huga er að ef það verður röskun í alþjóðafluginu til og frá Íslandi og samgöngum og vöruflutningum vegna þess er ógnað þá höfum við skyldu til þess að stíga inn í þá mynd. Enn sem komið er þá er fyrirtækið að vinna með sínar eigin áætlanir og byggja á sinni sterku lausafjárstöðu en ég hef heyrt það beint frá stjórnendum fyrirtækisins að þeir þurfa að vera í stöðugu endurmati á stöðunni vegna þess að það eru að birtast aðgerðir einstakra þjóðríkja.“

Í hans huga væri þó enginn vafi um mikilvægi Icelandair fyrir íslenskt efnahagslíf. „Ég er sammála því að þetta er eitt mikilvægasta ef ekki mikilvægasta fyrirtækið sem starfar á Íslandi í dag.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent