Sigurður Hannesson býður sig fram í stjórn Kviku

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða kjörin í stjórn Kviku banka á fimmtudag. Sjálfkjörið verður í stjórnina.

Sigurður Hannesson.
Sigurður Hannesson.
Auglýsing

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, er á meðal þeirra fimm sem bjóða sig fram til stjórn­ar­setu í Kviku banka á næsta aðal­fundi hans sem hald­inn verður 26. mars næst­kom­andi, eða á fimmtu­dag. 

Sjálf­kjörið verður í stjórn­ina en fimm fram­boð bár­ust í fimm sæti í henni.

Kristín Pét­urs­dótt­ir, sem verið hafði stjórn­ar­for­maður Kviku banka síð­ast­liðin tvö ár, ákvað fyrr í mán­uð­inum að gefa ekki áfram kost á sér­. Aðrir stjórn­ar­menn Kviku sækj­ast eftir end­ur­kjöri en þeir eru Guð­mundur Þórð­ar­son, sem er jafn­framt vara­for­maður stjórn­ar, Hrönn Sveins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála- og rekstr­ar­sviðs hjá Sýn, Inga Björg Hjalta­dóttir lög­maður og Guð­jón Reyn­is­son, fjár­festir og fyrr­ver­andi for­stjóri bresku leik­fanga­versl­un­ar­keðj­unnar Hamleys.

Auglýsing

Auk þeirra sækist, líkt og áður sagði, Sig­urður Hann­es­son eftir stjórn­ar­setu og er eini nýi aðil­inn sem það ger­ir. Hann mun því taka sæti í stjórn­inni á fimmtu­dag. 

Sig­urður starf­aði lengi innan banka­kerf­is­ins. Hann starf­aði við ­mark­aðsvið­skipti hjá Straumi fjár­fest­inga­banka á árunum 2007-2010 og sem fram­kvæmda­stjóri Júpít­ers rekstr­ar­fé­lags, sem nú er í eigu Kviku banka, á árunum 2010-2013. 

Á árunum 2013-2017 starf­aði hann sem fram­kvæmda­stjóri á eigna­stýr­ing­ar­sviði hjá MP banka, sem nú heitir Kvika banka. Árið 2015 var hann vara­for­maður fram­kvæmda­hóps stjórn­valda um losun fjár­magns­hafta og árið 2013 for­mað­ur­ ­sér­fræð­inga­hóps um aðgerðir í þágu skuld­settra heim­ila, sem leiddi af sér Leið­rétt­ing­una svoköll­uðu. Und­an­farin ár hefur hann starfað sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins. Sig­urður var á meðal þeirra sem sótt­ust eftir því að verða seðla­banka­stjóri þegar staðan var aug­lýst laus til umsóknar í fyrra. Þá var Ásgeir Jóns­son ráð­inn. 

Sig­urður situr í stjórnum Nýsköp­un­ar­sjóðs atvinnu­lífs­ins, Auðn­a-­Tækni­torg ehf., Klak innovit ehf., Akkur SI, Sunda­bog­inn slhf., Íslenski ­bygg­ing­ar­vett­vang­ur­inn, Sea­pool ehf., og BBL 39 ehf. 

Hann er, sam­kvæmt til­kynn­ingu, eig­andi 8.550.107 hluta í Kviku í gegnum einka­hluta­fé­lögin Sea­pool ehf. og BBL 39 ehf. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun mæla með því við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt út apríl.
Þórólfur mælir með samkomubanni út mánuðinn: „Veiran mun ekki virða páska“
„Núna reynir virkilega á úthaldið og samstöðuna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi yfirvalda í dag. Hann mun gera tillögu til heilbrigðisráðherra um framlengingu samkomubanns út apríl.
Kjarninn 1. apríl 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr
Miðstjórn ASÍ telur að nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr og skýra sýn. Þá sé málflutningur SA bæði rangur og villandi.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent