Sigurður Hannesson býður sig fram í stjórn Kviku

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða kjörin í stjórn Kviku banka á fimmtudag. Sjálfkjörið verður í stjórnina.

Sigurður Hannesson.
Sigurður Hannesson.
Auglýsing

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, er á meðal þeirra fimm sem bjóða sig fram til stjórn­ar­setu í Kviku banka á næsta aðal­fundi hans sem hald­inn verður 26. mars næst­kom­andi, eða á fimmtu­dag. 

Sjálf­kjörið verður í stjórn­ina en fimm fram­boð bár­ust í fimm sæti í henni.

Kristín Pét­urs­dótt­ir, sem verið hafði stjórn­ar­for­maður Kviku banka síð­ast­liðin tvö ár, ákvað fyrr í mán­uð­inum að gefa ekki áfram kost á sér­. Aðrir stjórn­ar­menn Kviku sækj­ast eftir end­ur­kjöri en þeir eru Guð­mundur Þórð­ar­son, sem er jafn­framt vara­for­maður stjórn­ar, Hrönn Sveins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála- og rekstr­ar­sviðs hjá Sýn, Inga Björg Hjalta­dóttir lög­maður og Guð­jón Reyn­is­son, fjár­festir og fyrr­ver­andi for­stjóri bresku leik­fanga­versl­un­ar­keðj­unnar Hamleys.

Auglýsing

Auk þeirra sækist, líkt og áður sagði, Sig­urður Hann­es­son eftir stjórn­ar­setu og er eini nýi aðil­inn sem það ger­ir. Hann mun því taka sæti í stjórn­inni á fimmtu­dag. 

Sig­urður starf­aði lengi innan banka­kerf­is­ins. Hann starf­aði við ­mark­aðsvið­skipti hjá Straumi fjár­fest­inga­banka á árunum 2007-2010 og sem fram­kvæmda­stjóri Júpít­ers rekstr­ar­fé­lags, sem nú er í eigu Kviku banka, á árunum 2010-2013. 

Á árunum 2013-2017 starf­aði hann sem fram­kvæmda­stjóri á eigna­stýr­ing­ar­sviði hjá MP banka, sem nú heitir Kvika banka. Árið 2015 var hann vara­for­maður fram­kvæmda­hóps stjórn­valda um losun fjár­magns­hafta og árið 2013 for­mað­ur­ ­sér­fræð­inga­hóps um aðgerðir í þágu skuld­settra heim­ila, sem leiddi af sér Leið­rétt­ing­una svoköll­uðu. Und­an­farin ár hefur hann starfað sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins. Sig­urður var á meðal þeirra sem sótt­ust eftir því að verða seðla­banka­stjóri þegar staðan var aug­lýst laus til umsóknar í fyrra. Þá var Ásgeir Jóns­son ráð­inn. 

Sig­urður situr í stjórnum Nýsköp­un­ar­sjóðs atvinnu­lífs­ins, Auðn­a-­Tækni­torg ehf., Klak innovit ehf., Akkur SI, Sunda­bog­inn slhf., Íslenski ­bygg­ing­ar­vett­vang­ur­inn, Sea­pool ehf., og BBL 39 ehf. 

Hann er, sam­kvæmt til­kynn­ingu, eig­andi 8.550.107 hluta í Kviku í gegnum einka­hluta­fé­lögin Sea­pool ehf. og BBL 39 ehf. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent