Sigurður Hannesson býður sig fram í stjórn Kviku

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða kjörin í stjórn Kviku banka á fimmtudag. Sjálfkjörið verður í stjórnina.

Sigurður Hannesson.
Sigurður Hannesson.
Auglýsing

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er á meðal þeirra fimm sem bjóða sig fram til stjórnarsetu í Kviku banka á næsta aðalfundi hans sem haldinn verður 26. mars næstkomandi, eða á fimmtudag. 

Sjálfkjörið verður í stjórnina en fimm framboð bárust í fimm sæti í henni.

Kristín Pétursdóttir, sem verið hafði stjórnarformaður Kviku banka síðastliðin tvö ár, ákvað fyrr í mánuðinum að gefa ekki áfram kost á sér. Aðrir stjórnarmenn Kviku sækjast eftir endurkjöri en þeir eru Guðmundur Þórðarson, sem er jafnframt varaformaður stjórnar, Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs hjá Sýn, Inga Björg Hjaltadóttir lögmaður og Guðjón Reynisson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri bresku leikfangaverslunarkeðjunnar Hamleys.

Auglýsing

Auk þeirra sækist, líkt og áður sagði, Sigurður Hannesson eftir stjórnarsetu og er eini nýi aðilinn sem það gerir. Hann mun því taka sæti í stjórninni á fimmtudag. 

Sigurður starfaði lengi innan bankakerfisins. Hann starfaði við markaðsviðskipti hjá Straumi fjárfestingabanka á árunum 2007-2010 og sem framkvæmdastjóri Júpíters rekstrarfélags, sem nú er í eigu Kviku banka, á árunum 2010-2013. 

Á árunum 2013-2017 starfaði hann sem framkvæmdastjóri á eignastýringarsviði hjá MP banka, sem nú heitir Kvika banka. Árið 2015 var hann varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun fjármagnshafta og árið 2013 formaður sérfræðingahóps um aðgerðir í þágu skuldsettra heimila, sem leiddi af sér Leiðréttinguna svokölluðu. Undanfarin ár hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður var á meðal þeirra sem sóttust eftir því að verða seðlabankastjóri þegar staðan var auglýst laus til umsóknar í fyrra. Þá var Ásgeir Jónsson ráðinn. 

Sigurður situr í stjórnum Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Auðna-Tæknitorg ehf., Klak innovit ehf., Akkur SI, Sundaboginn slhf., Íslenski byggingarvettvangurinn, Seapool ehf., og BBL 39 ehf. 

Hann er, samkvæmt tilkynningu, eigandi 8.550.107 hluta í Kviku í gegnum einkahlutafélögin Seapool ehf. og BBL 39 ehf. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent