Kortavelta ferðamanna einungis 23 prósent af því sem hún var í fyrra

Erlend kortavelta, sem sýnir eyðslu ferðamanna hérlendis, er að nálgast frostmark. Síðasta föstudag var hún minna en fjórðungur af því sem hún var sama dag í fyrra.

Eyðsla útlendinga hérlendis hefur dregist verulega saman á skömmum tíma.
Eyðsla útlendinga hérlendis hefur dregist verulega saman á skömmum tíma.
Auglýsing

Korta­velta erlenda ferða­manna síð­ast­lið­inn föstu­dag var 23 pró­sent af því sem hún nam á sama degi í fyrra. Veltan hefur dreg­ist skarpt saman í mars­mán­uði en fyrstu daga hans var hún allt að 90 pró­sent af því sem hún var á sama degi árið 2019. Frá 12. mars hefur hún dreg­ist saman dag frá degi og var 20. mars, líkt og áður sagði, 23 pró­sent af því sem hún var þann dag á síð­asta ári. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­inn­ar. Þar segir að erf­ið­ara sé að meta hvaða áhrif yfir­stand­andi ástand, sem er til­komið vegna efna­hags­legra áhrifa af útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um, hafi á inn­lenda korta­veltu Íslend­inga. „Í annarri viku mars var veltan 82 pró­sent af veltu síð­asta árs. En á þeim tíma féllu inn dag­arnir þar sem sam­komu­bann var kynnt. Velta í dag­vöru­verslun var ríf­lega tvö­falt meiri dag­ana 12. og 13. mars en sömu daga í fyrra en þá daga fjöll­uðu fjöl­miðlar um að land­inn væri að hamstra mat.“

Auglýsing
Ýmsar tölur hafa birst und­an­farna daga sem gefa til kynna hver efna­hags­leg áhrif af far­aldr­inum séu, að minnsta kosti til skamms tíma. Í kynn­ingu stjórn­valda á við­spyrnu fyrir efna­hags­líf­ið, sem fram fór í Hörpu á laug­ar­dag, kom fram að 75 pró­sent færri far­þegar hefðu farið um Kefla­vík­ur­flug­völl í lok síð­ustu viku en sama dag í fyrra, og þær tölur ríma ágæt­lega við sam­drátt í korta­velt­u. 

Þá greindi Icelandair frá því í til­kynn­ingu í gær að félagið væri ein­ungis að fljúga 14 pró­sent af flug­á­ætlun sinni. Búist er við því að far­þega­flug til lands­ins muni að mestu eða jafn­vel öllu leyti á næstu dögum eða vik­um. 

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, greindi frá því í við­tali á RÚV í gær, að sam­kvæmt sviðs­myndum sem unnið væri með, og væru í stans­lausri upp­færslum liti út fyrir að Ísland gæti verið á leið í svip­aða nið­­ur­­sveiflu og eftir banka­hrun­ið, eða sex til sjö pró­­sent sam­­drátt.

Þá benda sviðs­­myndir stjórn­­­valda til þess að atvinn­u­­leysi verði að með­­al­tali um átta pró­­sent yfir helsta kúf­inn, sem þýðir að topp­­ur­inn verður hærri en það. Með­­al­talið verður því í kringum 15 þús­und manns.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent