Kortavelta ferðamanna einungis 23 prósent af því sem hún var í fyrra

Erlend kortavelta, sem sýnir eyðslu ferðamanna hérlendis, er að nálgast frostmark. Síðasta föstudag var hún minna en fjórðungur af því sem hún var sama dag í fyrra.

Eyðsla útlendinga hérlendis hefur dregist verulega saman á skömmum tíma.
Eyðsla útlendinga hérlendis hefur dregist verulega saman á skömmum tíma.
Auglýsing

Korta­velta erlenda ferða­manna síð­ast­lið­inn föstu­dag var 23 pró­sent af því sem hún nam á sama degi í fyrra. Veltan hefur dreg­ist skarpt saman í mars­mán­uði en fyrstu daga hans var hún allt að 90 pró­sent af því sem hún var á sama degi árið 2019. Frá 12. mars hefur hún dreg­ist saman dag frá degi og var 20. mars, líkt og áður sagði, 23 pró­sent af því sem hún var þann dag á síð­asta ári. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­inn­ar. Þar segir að erf­ið­ara sé að meta hvaða áhrif yfir­stand­andi ástand, sem er til­komið vegna efna­hags­legra áhrifa af útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um, hafi á inn­lenda korta­veltu Íslend­inga. „Í annarri viku mars var veltan 82 pró­sent af veltu síð­asta árs. En á þeim tíma féllu inn dag­arnir þar sem sam­komu­bann var kynnt. Velta í dag­vöru­verslun var ríf­lega tvö­falt meiri dag­ana 12. og 13. mars en sömu daga í fyrra en þá daga fjöll­uðu fjöl­miðlar um að land­inn væri að hamstra mat.“

Auglýsing
Ýmsar tölur hafa birst und­an­farna daga sem gefa til kynna hver efna­hags­leg áhrif af far­aldr­inum séu, að minnsta kosti til skamms tíma. Í kynn­ingu stjórn­valda á við­spyrnu fyrir efna­hags­líf­ið, sem fram fór í Hörpu á laug­ar­dag, kom fram að 75 pró­sent færri far­þegar hefðu farið um Kefla­vík­ur­flug­völl í lok síð­ustu viku en sama dag í fyrra, og þær tölur ríma ágæt­lega við sam­drátt í korta­velt­u. 

Þá greindi Icelandair frá því í til­kynn­ingu í gær að félagið væri ein­ungis að fljúga 14 pró­sent af flug­á­ætlun sinni. Búist er við því að far­þega­flug til lands­ins muni að mestu eða jafn­vel öllu leyti á næstu dögum eða vik­um. 

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, greindi frá því í við­tali á RÚV í gær, að sam­kvæmt sviðs­myndum sem unnið væri með, og væru í stans­lausri upp­færslum liti út fyrir að Ísland gæti verið á leið í svip­aða nið­­ur­­sveiflu og eftir banka­hrun­ið, eða sex til sjö pró­­sent sam­­drátt.

Þá benda sviðs­­myndir stjórn­­­valda til þess að atvinn­u­­leysi verði að með­­al­tali um átta pró­­sent yfir helsta kúf­inn, sem þýðir að topp­­ur­inn verður hærri en það. Með­­al­talið verður því í kringum 15 þús­und manns.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent