Víðir: Við erum ekkert að grínast með þetta

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, var mjög ákveðinn á upplýsingafundinum í dag þegar hann sagði: „Nú verða allir að taka þessu alvarlega og fara eftir þessum leiðbeiningum sem við erum að gefa út.“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Auglýsing

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild ­rík­is­lög­reglu­stjóra, sagði frá því á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að þó nokkuð margar umsóknir um und­an­þágur frá sam­komu­banni hafi borist. Al­manna­varna­deild og sótt­varna­læknir gefa umsagnir um þær en það er svo heil­brigð­is­ráðu­neytið sem tekur ákvörðun um að veita þær eða ekki.

Und­an­þágur hafa m.a. verið veittar mat­væla­fram­leiðslu­fyr­ir­tækj­u­m ­sem eru mik­il­væg „til að halda okkur á lífi, það er að segja, við þurfum að fá að borða. Sagði Víðir að fyr­ir­tæki sem fái und­an­þágur þurfi að upp­fylla mjög ­ströng skil­yrði, m.a. hvað varðar aðskilnað starfs­manna og varn­ar­bún­að­i ­starfs­fólks.

Hann sagði að tölu­vert mörgum umsóknum um und­an­þágur hafi verið hafn­að.

Auglýsing

Hert sam­komu­bann tók gildi á mið­nætti. „Þetta hefur geng­ið á­gæt­lega,“ sagði Víðir um síð­ustu klukku­stund­ir. „Það er bara mjög mik­il­vægt, og það er það sem við erum að leggja áherslu á, að fólk fari eftir þessu. Við erum ekk­ert að grín­ast með þetta. Það er full alvara á bak við þessar töl­ur. Þess vegna verður fólk að taka þetta alvar­lega.“

Það er ekk­ert í sam­fé­lag­inu sem virkar eins og venju­lega

Víðir sagði að fjöldi und­an­þágu­beiðna frá sam­komu­banni sýn­i að það séu „ekki alveg all­ir“ með almanna­vörnum í bar­átt­unn­i. 

„Nú verða menn bara að spyrja sig: Af hverju erum við að þessu? Ef við horfum á löndin í kringum okk­ur, þar sem aðeins tveir mega koma sam­an, sem er mun lengra en við erum að ganga. Nú verða allir að taka þessu alvar­lega og fara eftir þessum ­leið­bein­ingum sem við erum að gefa út. Þetta er erfitt og snúið fyrir mörg ­fyr­ir­tæki. Mörg fyr­ir­tæki munu ekki getað starfað en það er ekk­ert í sam­fé­lag­inu að virka eins og það gerir venju­lega. Menn geta ekki sett þetta þannig niður fyrir sér að það muni eitt­hvað virka eins og venju­lega. Þetta er það sem menn þurfa að huga að nún­a.“

Hvað fellst í hertu sam­komu­banni?

Hert sam­komu­bann nær til allra  skipu­lagðra við­burða þar sem fleiri en 20 ­manns koma sam­an. Við öll minni manna­mót þarf auk þess að tryggja að nánd milli­ ­fólks sé yfir tveir metr­ar.

Skipu­lagðir við­burðir sem bannið nær til eru til dæm­is:

  • Ráð­stefn­ur, mál­þing, fundir og hlið­stæðir við­burð­ir. Skemmt­an­ir, s.s. tón­leik­ar, leik­sýn­ing­ar, bíó­sýn­ing­ar, íþrótta­við­burðir og einka­sam­kvæmi.
  • Trú­arat­hafnir hvers kon­ar, s.s. vegna útfara, gift­inga, ­ferm­inga og ann­arra trú­ar­sam­koma.
  • Aðrir sam­bæri­legir við­burðir með 20 ein­stak­lingum eða fleiri.

Eft­ir­far­andi starf­semi er óheimil og verður lokað frá og með­ ­þriðju­deg­inum 24. mars:

  • Sund­laug­ar, lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar, skemmti­stað­ir, spila­sal­ir, ­spila­kassar og söfn.
  • Starf­semi þar sem nálægð er mikil er bönnuð og gildir það t.a.m. um hár­greiðslu­stof­ur, snyrti­stof­ur, nudd­stofur og aðra slíka starf­sem­i. ­Sjúkra­þjálfun sem er mik­il­væg vegna end­ur­hæf­ingar er heimil með skil­yrðum um öflugar sótt­varna­ráð­staf­an­ir.
  • Allt íþrótta­starf barna og full­orð­inna þar sem nálægð er minni en tveir metrar og ein­hver sam­eig­in­leg notkun á bún­aði er fyrir hendi er ­bönn­uð, þar með taldar skíða­lyft­ur.

Frek­ari upp­lýs­ingar er að finna hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent