Víðir: Við erum ekkert að grínast með þetta

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, var mjög ákveðinn á upplýsingafundinum í dag þegar hann sagði: „Nú verða allir að taka þessu alvarlega og fara eftir þessum leiðbeiningum sem við erum að gefa út.“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Auglýsing

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild ­rík­is­lög­reglu­stjóra, sagði frá því á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að þó nokkuð margar umsóknir um und­an­þágur frá sam­komu­banni hafi borist. Al­manna­varna­deild og sótt­varna­læknir gefa umsagnir um þær en það er svo heil­brigð­is­ráðu­neytið sem tekur ákvörðun um að veita þær eða ekki.

Und­an­þágur hafa m.a. verið veittar mat­væla­fram­leiðslu­fyr­ir­tækj­u­m ­sem eru mik­il­væg „til að halda okkur á lífi, það er að segja, við þurfum að fá að borða. Sagði Víðir að fyr­ir­tæki sem fái und­an­þágur þurfi að upp­fylla mjög ­ströng skil­yrði, m.a. hvað varðar aðskilnað starfs­manna og varn­ar­bún­að­i ­starfs­fólks.

Hann sagði að tölu­vert mörgum umsóknum um und­an­þágur hafi verið hafn­að.

Auglýsing

Hert sam­komu­bann tók gildi á mið­nætti. „Þetta hefur geng­ið á­gæt­lega,“ sagði Víðir um síð­ustu klukku­stund­ir. „Það er bara mjög mik­il­vægt, og það er það sem við erum að leggja áherslu á, að fólk fari eftir þessu. Við erum ekk­ert að grín­ast með þetta. Það er full alvara á bak við þessar töl­ur. Þess vegna verður fólk að taka þetta alvar­lega.“

Það er ekk­ert í sam­fé­lag­inu sem virkar eins og venju­lega

Víðir sagði að fjöldi und­an­þágu­beiðna frá sam­komu­banni sýn­i að það séu „ekki alveg all­ir“ með almanna­vörnum í bar­átt­unn­i. 

„Nú verða menn bara að spyrja sig: Af hverju erum við að þessu? Ef við horfum á löndin í kringum okk­ur, þar sem aðeins tveir mega koma sam­an, sem er mun lengra en við erum að ganga. Nú verða allir að taka þessu alvar­lega og fara eftir þessum ­leið­bein­ingum sem við erum að gefa út. Þetta er erfitt og snúið fyrir mörg ­fyr­ir­tæki. Mörg fyr­ir­tæki munu ekki getað starfað en það er ekk­ert í sam­fé­lag­inu að virka eins og það gerir venju­lega. Menn geta ekki sett þetta þannig niður fyrir sér að það muni eitt­hvað virka eins og venju­lega. Þetta er það sem menn þurfa að huga að nún­a.“

Hvað fellst í hertu sam­komu­banni?

Hert sam­komu­bann nær til allra  skipu­lagðra við­burða þar sem fleiri en 20 ­manns koma sam­an. Við öll minni manna­mót þarf auk þess að tryggja að nánd milli­ ­fólks sé yfir tveir metr­ar.

Skipu­lagðir við­burðir sem bannið nær til eru til dæm­is:

  • Ráð­stefn­ur, mál­þing, fundir og hlið­stæðir við­burð­ir. Skemmt­an­ir, s.s. tón­leik­ar, leik­sýn­ing­ar, bíó­sýn­ing­ar, íþrótta­við­burðir og einka­sam­kvæmi.
  • Trú­arat­hafnir hvers kon­ar, s.s. vegna útfara, gift­inga, ­ferm­inga og ann­arra trú­ar­sam­koma.
  • Aðrir sam­bæri­legir við­burðir með 20 ein­stak­lingum eða fleiri.

Eft­ir­far­andi starf­semi er óheimil og verður lokað frá og með­ ­þriðju­deg­inum 24. mars:

  • Sund­laug­ar, lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar, skemmti­stað­ir, spila­sal­ir, ­spila­kassar og söfn.
  • Starf­semi þar sem nálægð er mikil er bönnuð og gildir það t.a.m. um hár­greiðslu­stof­ur, snyrti­stof­ur, nudd­stofur og aðra slíka starf­sem­i. ­Sjúkra­þjálfun sem er mik­il­væg vegna end­ur­hæf­ingar er heimil með skil­yrðum um öflugar sótt­varna­ráð­staf­an­ir.
  • Allt íþrótta­starf barna og full­orð­inna þar sem nálægð er minni en tveir metrar og ein­hver sam­eig­in­leg notkun á bún­aði er fyrir hendi er ­bönn­uð, þar með taldar skíða­lyft­ur.

Frek­ari upp­lýs­ingar er að finna hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent