Víðir: Við erum ekkert að grínast með þetta

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, var mjög ákveðinn á upplýsingafundinum í dag þegar hann sagði: „Nú verða allir að taka þessu alvarlega og fara eftir þessum leiðbeiningum sem við erum að gefa út.“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Auglýsing

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild ­rík­is­lög­reglu­stjóra, sagði frá því á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að þó nokkuð margar umsóknir um und­an­þágur frá sam­komu­banni hafi borist. Al­manna­varna­deild og sótt­varna­læknir gefa umsagnir um þær en það er svo heil­brigð­is­ráðu­neytið sem tekur ákvörðun um að veita þær eða ekki.

Und­an­þágur hafa m.a. verið veittar mat­væla­fram­leiðslu­fyr­ir­tækj­u­m ­sem eru mik­il­væg „til að halda okkur á lífi, það er að segja, við þurfum að fá að borða. Sagði Víðir að fyr­ir­tæki sem fái und­an­þágur þurfi að upp­fylla mjög ­ströng skil­yrði, m.a. hvað varðar aðskilnað starfs­manna og varn­ar­bún­að­i ­starfs­fólks.

Hann sagði að tölu­vert mörgum umsóknum um und­an­þágur hafi verið hafn­að.

Auglýsing

Hert sam­komu­bann tók gildi á mið­nætti. „Þetta hefur geng­ið á­gæt­lega,“ sagði Víðir um síð­ustu klukku­stund­ir. „Það er bara mjög mik­il­vægt, og það er það sem við erum að leggja áherslu á, að fólk fari eftir þessu. Við erum ekk­ert að grín­ast með þetta. Það er full alvara á bak við þessar töl­ur. Þess vegna verður fólk að taka þetta alvar­lega.“

Það er ekk­ert í sam­fé­lag­inu sem virkar eins og venju­lega

Víðir sagði að fjöldi und­an­þágu­beiðna frá sam­komu­banni sýn­i að það séu „ekki alveg all­ir“ með almanna­vörnum í bar­átt­unn­i. 

„Nú verða menn bara að spyrja sig: Af hverju erum við að þessu? Ef við horfum á löndin í kringum okk­ur, þar sem aðeins tveir mega koma sam­an, sem er mun lengra en við erum að ganga. Nú verða allir að taka þessu alvar­lega og fara eftir þessum ­leið­bein­ingum sem við erum að gefa út. Þetta er erfitt og snúið fyrir mörg ­fyr­ir­tæki. Mörg fyr­ir­tæki munu ekki getað starfað en það er ekk­ert í sam­fé­lag­inu að virka eins og það gerir venju­lega. Menn geta ekki sett þetta þannig niður fyrir sér að það muni eitt­hvað virka eins og venju­lega. Þetta er það sem menn þurfa að huga að nún­a.“

Hvað fellst í hertu sam­komu­banni?

Hert sam­komu­bann nær til allra  skipu­lagðra við­burða þar sem fleiri en 20 ­manns koma sam­an. Við öll minni manna­mót þarf auk þess að tryggja að nánd milli­ ­fólks sé yfir tveir metr­ar.

Skipu­lagðir við­burðir sem bannið nær til eru til dæm­is:

  • Ráð­stefn­ur, mál­þing, fundir og hlið­stæðir við­burð­ir. Skemmt­an­ir, s.s. tón­leik­ar, leik­sýn­ing­ar, bíó­sýn­ing­ar, íþrótta­við­burðir og einka­sam­kvæmi.
  • Trú­arat­hafnir hvers kon­ar, s.s. vegna útfara, gift­inga, ­ferm­inga og ann­arra trú­ar­sam­koma.
  • Aðrir sam­bæri­legir við­burðir með 20 ein­stak­lingum eða fleiri.

Eft­ir­far­andi starf­semi er óheimil og verður lokað frá og með­ ­þriðju­deg­inum 24. mars:

  • Sund­laug­ar, lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar, skemmti­stað­ir, spila­sal­ir, ­spila­kassar og söfn.
  • Starf­semi þar sem nálægð er mikil er bönnuð og gildir það t.a.m. um hár­greiðslu­stof­ur, snyrti­stof­ur, nudd­stofur og aðra slíka starf­sem­i. ­Sjúkra­þjálfun sem er mik­il­væg vegna end­ur­hæf­ingar er heimil með skil­yrðum um öflugar sótt­varna­ráð­staf­an­ir.
  • Allt íþrótta­starf barna og full­orð­inna þar sem nálægð er minni en tveir metrar og ein­hver sam­eig­in­leg notkun á bún­aði er fyrir hendi er ­bönn­uð, þar með taldar skíða­lyft­ur.

Frek­ari upp­lýs­ingar er að finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent