Flugferðum til og frá landinu fer fækkandi og framhaldið er óljóst

Ákvarðanir um flugáætlun Icelandair eru teknar dag frá degi og ekki er hægt að segja til um það í dag hvaða flug verða flogin næstu daga. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar verður einungis flogið þaðan til London og Boston á morgun.

Það er lítið um að vera á Keflavíkurflugvelli þessa dagana.
Það er lítið um að vera á Keflavíkurflugvelli þessa dagana.
Auglýsing

Samkvæmt upplýsingum um brottfarir á vef Keflavíkurflugvallar munu einungis þrjár flugvélar halda út í heim á morgun, fimmtudag. Öllum öðrum flugferðum hefur verið aflýst. 

Hjá Icelandair eru ákvarðanir um flugáætlunina teknar dag frá degi og „það liggur ekki ljóst fyrir núna hvaða flug verða flogin næstu daga,“ samkvæmt svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur upplýsingafulltrúa flugfélagsins við fyrirspurn Kjarnans.

Ásdís Ýr segir áreiðanlegustu upplýsingarnar um flugáætlunina að finna á vef Icelandair, en breytingar geti því miður átt sér stað með mjög skömmum fyrirvara. Hún segir að flugfélagið leggi sig fram við að hafa samband við þá farþega sem verða fyrir áhrifum af breytingum um leið og ákvarðanir liggja fyrir.

Auglýsing

Í dag flaug Icelandair einungis til London og Boston, auk þess sem flugvél sneri til baka frá Toronto í Kanada. Þetta eru einungis 11% af venjulegri áætlun félagsins. Engin flug eru þannig á áætlun til og frá meginlandi Evrópu, en flogið hefur verið til og frá Amsterdam undanfarna daga.

Flugferðum til og frá Íslandi hefur farið fækkandi dag frá degi og útlit er fyrir að það gæti raungerst, sem utanríkisráðuneytið varaði Íslendinga erlendis við á dögunum, að flugsamgöngur til og frá landinu leggist af fyrir mánaðamót. Utanríkisráðuneytið ítrekaði þessi skilaboð til Íslendinga á erlendri grundu í dag.

Tvær til London og ein til Boston

Í fyrramálið fer, samkvæmt áætlun á vef Keflavíkurflugvallar, eitt flug Icelandair til Heathrow-flugvallar í London að morgni. Í hádeginu fer svo vél á vegum British Airways sömu leið og síðdegis er flug Icelandair til Boston á áætlun.

Þar með er það upptalið og eru brottfarir á áætlun frá Keflavíkurflugvelli því einungis tveimur fleiri en brottfarirnar sem áætlaðar eru frá flugvellinum á Vopnafirði á morgun, eins og vopnfirski hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson bendir á.

Æ erfiðara að finna greiða leið heim

Margir Íslendingar eru þó enn staddir erlendis, alls að minnsta kosti 4.500 manns sem hafa skráð sig í gagnagrunn borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 

Borgaraþjónustan  svaraði 900 erindum frá fólki sem statt er erlendis dagana 20.-23. mars og eru fyrirspurnirnar að verða flóknari viðureignar, samkvæmt því sem fram kom í stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í gær.

„Töluvert hefur borið á því að Íslendingar eigi í erfiðleikum með að finna greiða leið heim vegna landamæralokana og hertra skilyrða fyrir millilendingum,“ sagði þar, en unnið er með hinum Norðurlöndunum við að fylgjast með flugframboði og kortleggja hvar Norðurlandabúar eru niður komnir, „sem gæti þurft að sækja ef þeir verða alveg innlyksa.“

Af þeim um það bil 4.500 Íslendingum í grunni borgaraþjónustunnar sem enn eru erlendis eru tæplega þúsund manns með áætlaða heimför fyrir mánaðamót, um þúsund manns með áætlaða heimför á næstu tveimur mánuðum en um 2.500 manns ekki með áætlaða heimför, sem bendir til þess að þessi hópur dvelji langdvölum erlendis.

Margir enn staddir á Spáni

Samkvæmt því sem fram kom í stöðuskýrslunni í gær eru langflestir Íslendingar erlendis staddir á Spáni, enn um 1.500 manns, samkvæmt grunni borgaraþjónustunnar, en þó er tekið fram að einhverjir þeirra gætu hafa flýtt heimför án þess að láta borgaraþjónustuna vita.

Icelandair tilkynnti síðdegis í dag að flugferð yrði farin frá Alicante á Spáni á föstudag. Ásdís Ýr segir að eftirspurnin eftir fluginu sé góð, en tómri vél verður flogið út og farþegar ferjaðir til baka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent