Flugferðum til og frá landinu fer fækkandi og framhaldið er óljóst

Ákvarðanir um flugáætlun Icelandair eru teknar dag frá degi og ekki er hægt að segja til um það í dag hvaða flug verða flogin næstu daga. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar verður einungis flogið þaðan til London og Boston á morgun.

Það er lítið um að vera á Keflavíkurflugvelli þessa dagana.
Það er lítið um að vera á Keflavíkurflugvelli þessa dagana.
Auglýsing

Samkvæmt upplýsingum um brottfarir á vef Keflavíkurflugvallar munu einungis þrjár flugvélar halda út í heim á morgun, fimmtudag. Öllum öðrum flugferðum hefur verið aflýst. 

Hjá Icelandair eru ákvarðanir um flugáætlunina teknar dag frá degi og „það liggur ekki ljóst fyrir núna hvaða flug verða flogin næstu daga,“ samkvæmt svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur upplýsingafulltrúa flugfélagsins við fyrirspurn Kjarnans.

Ásdís Ýr segir áreiðanlegustu upplýsingarnar um flugáætlunina að finna á vef Icelandair, en breytingar geti því miður átt sér stað með mjög skömmum fyrirvara. Hún segir að flugfélagið leggi sig fram við að hafa samband við þá farþega sem verða fyrir áhrifum af breytingum um leið og ákvarðanir liggja fyrir.

Auglýsing

Í dag flaug Icelandair einungis til London og Boston, auk þess sem flugvél sneri til baka frá Toronto í Kanada. Þetta eru einungis 11% af venjulegri áætlun félagsins. Engin flug eru þannig á áætlun til og frá meginlandi Evrópu, en flogið hefur verið til og frá Amsterdam undanfarna daga.

Flugferðum til og frá Íslandi hefur farið fækkandi dag frá degi og útlit er fyrir að það gæti raungerst, sem utanríkisráðuneytið varaði Íslendinga erlendis við á dögunum, að flugsamgöngur til og frá landinu leggist af fyrir mánaðamót. Utanríkisráðuneytið ítrekaði þessi skilaboð til Íslendinga á erlendri grundu í dag.

Tvær til London og ein til Boston

Í fyrramálið fer, samkvæmt áætlun á vef Keflavíkurflugvallar, eitt flug Icelandair til Heathrow-flugvallar í London að morgni. Í hádeginu fer svo vél á vegum British Airways sömu leið og síðdegis er flug Icelandair til Boston á áætlun.

Þar með er það upptalið og eru brottfarir á áætlun frá Keflavíkurflugvelli því einungis tveimur fleiri en brottfarirnar sem áætlaðar eru frá flugvellinum á Vopnafirði á morgun, eins og vopnfirski hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson bendir á.

Æ erfiðara að finna greiða leið heim

Margir Íslendingar eru þó enn staddir erlendis, alls að minnsta kosti 4.500 manns sem hafa skráð sig í gagnagrunn borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 

Borgaraþjónustan  svaraði 900 erindum frá fólki sem statt er erlendis dagana 20.-23. mars og eru fyrirspurnirnar að verða flóknari viðureignar, samkvæmt því sem fram kom í stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í gær.

„Töluvert hefur borið á því að Íslendingar eigi í erfiðleikum með að finna greiða leið heim vegna landamæralokana og hertra skilyrða fyrir millilendingum,“ sagði þar, en unnið er með hinum Norðurlöndunum við að fylgjast með flugframboði og kortleggja hvar Norðurlandabúar eru niður komnir, „sem gæti þurft að sækja ef þeir verða alveg innlyksa.“

Af þeim um það bil 4.500 Íslendingum í grunni borgaraþjónustunnar sem enn eru erlendis eru tæplega þúsund manns með áætlaða heimför fyrir mánaðamót, um þúsund manns með áætlaða heimför á næstu tveimur mánuðum en um 2.500 manns ekki með áætlaða heimför, sem bendir til þess að þessi hópur dvelji langdvölum erlendis.

Margir enn staddir á Spáni

Samkvæmt því sem fram kom í stöðuskýrslunni í gær eru langflestir Íslendingar erlendis staddir á Spáni, enn um 1.500 manns, samkvæmt grunni borgaraþjónustunnar, en þó er tekið fram að einhverjir þeirra gætu hafa flýtt heimför án þess að láta borgaraþjónustuna vita.

Icelandair tilkynnti síðdegis í dag að flugferð yrði farin frá Alicante á Spáni á föstudag. Ásdís Ýr segir að eftirspurnin eftir fluginu sé góð, en tómri vél verður flogið út og farþegar ferjaðir til baka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent