Halla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Hún hefur störf 15. apríl næstkomandi og tekur við af Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra undanfarin fimm ár.
Halla hefur starfað sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum frá árinu 2018. Áður starfaði hún sem skrifstofustjóri Women‘s Equality Party í Bretlandi, ráðgjafi á alþjóðlegri lögmannsstofu og blaðamaður á Morgunblaðinu. Á árunum 2009 til 2013 var Halla aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra og heilbrigðisráðherra.
Halla verður góð viðbót í úrvals starfshóp Alþýðusambandsins, en verkefni hennar munu snúa að samskiptum við aðildarfélög sambandsins, stefnumótun, daglegum rekstri og starfsemi skrifstofu ASÍ auk þess að leiða faglega vinnu samtakanna.“