Heilbrigð börn ættu að halda áfram að sækja skóla

Landlæknir og sóttvarnalæknir telja að heilbrigð börn ættu að halda áfram að sækja sinn skóla. Námið sé þeim mikilvægt, sem og sú virkni og aðhald sem því fylgir.

klébergsskóli
Auglýsing

Alma Möller land­læknir og Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sendu í gær bréf til skóla­stjórn­enda, kenn­ara og for­eldra þar sem þau árétt­uðu mik­il­vægi þess að nem­endur í leik- og grunn­skólum héldu áfram að sækja skóla þrátt fyrir tak­mark­anir á skóla­starf­i. 

„Nauð­syn þess að hefta útbreiðslu COVID-19 far­ald­urs­ins er öllum ljós. Mark­mið aðgerða er að auka líkur á því að heil­brigð­is­kerfið geti sinnt þeim sem veikj­ast af COVID-19 hér á landi ásamt því að geta sinnt annarri bráða­þjón­ust­u,“ segir í bréf­in­u. 

Að mati sótt­varna­læknis eru líkur á smiti frá ungum börnum tölu­vert ólík­legra en frá full­orðnum „enda sýna rann­sóknir hér á landi og á hinum Norð­ur­lönd­unum að smit hjá börnum er fátítt.“ Því megi leiða líkum að því að ekki sé til­efni til þess að tak­marka skóla­starf frekar í sótt­varn­ar­skyn­i. 

Auglýsing

Náið sé fylgst með stöð­unni og vilja land­læknir og sótt­varna­læknir koma eft­ir­far­andi skila­boðum á fram­færi við skóla­stjórn­end­ur, kenn­ara og starfs­fólk skóla og for­eldra nem­enda í leik- og grunn­skól­u­m: 

  • Heil­brigð börn ættu að halda áfram að sækja sinn skóla. Námið er þeim mik­il­vægt, sem og sú virkni og aðhald sem því fylg­ir. 
  • Kenn­arar og starfs­fólk skóla er fram­línu­fólk í núver­andi aðstæð­um. Skól­arnir eru mik­il­vægur hlekkur í okkar sam­fé­lagi og fram­lag skóla­sam­fé­lags­ins afar dýr­mætt í því sam­hengi. Staðan er flókin og kallar á fjöl­breyttar leið­ir, úthald og sveigj­an­leika af hálfu allra. 
  • Kenn­arar og starfs­fólk í áhættu­hópum ættu að gæta fyllstu var­úðar og skólar fara eftir sínum við­bragðs­á­ætl­unum ef upp kemur grunur um smit. Undir bréfið skrifa Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir og Alma Möller land­lækn­ir.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent