Heilbrigð börn ættu að halda áfram að sækja skóla

Landlæknir og sóttvarnalæknir telja að heilbrigð börn ættu að halda áfram að sækja sinn skóla. Námið sé þeim mikilvægt, sem og sú virkni og aðhald sem því fylgir.

klébergsskóli
Auglýsing

Alma Möller land­læknir og Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sendu í gær bréf til skóla­stjórn­enda, kenn­ara og for­eldra þar sem þau árétt­uðu mik­il­vægi þess að nem­endur í leik- og grunn­skólum héldu áfram að sækja skóla þrátt fyrir tak­mark­anir á skóla­starf­i. 

„Nauð­syn þess að hefta útbreiðslu COVID-19 far­ald­urs­ins er öllum ljós. Mark­mið aðgerða er að auka líkur á því að heil­brigð­is­kerfið geti sinnt þeim sem veikj­ast af COVID-19 hér á landi ásamt því að geta sinnt annarri bráða­þjón­ust­u,“ segir í bréf­in­u. 

Að mati sótt­varna­læknis eru líkur á smiti frá ungum börnum tölu­vert ólík­legra en frá full­orðnum „enda sýna rann­sóknir hér á landi og á hinum Norð­ur­lönd­unum að smit hjá börnum er fátítt.“ Því megi leiða líkum að því að ekki sé til­efni til þess að tak­marka skóla­starf frekar í sótt­varn­ar­skyn­i. 

Auglýsing

Náið sé fylgst með stöð­unni og vilja land­læknir og sótt­varna­læknir koma eft­ir­far­andi skila­boðum á fram­færi við skóla­stjórn­end­ur, kenn­ara og starfs­fólk skóla og for­eldra nem­enda í leik- og grunn­skól­u­m: 

  • Heil­brigð börn ættu að halda áfram að sækja sinn skóla. Námið er þeim mik­il­vægt, sem og sú virkni og aðhald sem því fylg­ir. 
  • Kenn­arar og starfs­fólk skóla er fram­línu­fólk í núver­andi aðstæð­um. Skól­arnir eru mik­il­vægur hlekkur í okkar sam­fé­lagi og fram­lag skóla­sam­fé­lags­ins afar dýr­mætt í því sam­hengi. Staðan er flókin og kallar á fjöl­breyttar leið­ir, úthald og sveigj­an­leika af hálfu allra. 
  • Kenn­arar og starfs­fólk í áhættu­hópum ættu að gæta fyllstu var­úðar og skólar fara eftir sínum við­bragðs­á­ætl­unum ef upp kemur grunur um smit. Undir bréfið skrifa Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir og Alma Möller land­lækn­ir.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun mæla með því við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt út apríl.
Þórólfur mælir með samkomubanni út mánuðinn: „Veiran mun ekki virða páska“
„Núna reynir virkilega á úthaldið og samstöðuna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi yfirvalda í dag. Hann mun gera tillögu til heilbrigðisráðherra um framlengingu samkomubanns út apríl.
Kjarninn 1. apríl 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr
Miðstjórn ASÍ telur að nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr og skýra sýn. Þá sé málflutningur SA bæði rangur og villandi.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent