Isavia segir upp rúmlega hundrað manns

Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.

Leifsstöð Mynd: Isavia
Auglýsing

Isa­via sagði í dag upp 101 starfs­manni og bauð 37 starfs­mönnum sínum áfram­hald­andi starf í minnk­uðu starfs­hlut­falli til fram­tíð­ar. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu verða flestar upp­sagn­irnar á Kefla­vík­ur­flug­velli, þar sem ljóst er að verk­efnum muni fækka um óákveð­inn tíma.

Hag­ræð­ing­ar­að­gerðir fyr­ir­tæk­is­ins í dag ná til rúm­lega 10 pró­sent starfs­manna, en sam­kvæmt því sem fram kemur á vef Isa­via störf­uðu 1.255 manns hjá rík­is­fyr­ir­tæk­inu í lok árs 2018.

„Við komumst því miður ekki hjá því að grípa til upp­sagna, en þær ná ein­göngu til starfa á sviðum þar sem verk­efnum fækkar í óákveð­inn tíma,“ er haft eftir Svein­birni Ind­riða­syni for­stjóra Isa­via í frétta­til­kynn­ingu, en hann segir fyr­ir­tækið telja mik­il­vægt að „svara ákalli stjórn­valda um að þau fyr­ir­tæki, sem það geti, standi vörð um störfin í land­in­u.“

Auglýsing

„Við erum í þeirri stöðu að lausa­fjár­staðan okkar er betri en hún hefur nokkru sinni verið þannig að okkar fyrstu við­brögð taka mið af því,“ segir Svein­björn. Hann segir áhrifin af sam­drætt­inum vegna heims­far­ald­urs­ins hafa mest áhrif á fram­línu­störf á Kefla­vík­ur­flug­velli, meðal ann­ars í flug­vernd, far­þega­þjón­ustu og bíla­stæða­þjón­ustu, en að Isa­via bíði mörg verk­efni sem snúi meðal ann­ars að því að byggja upp inn­viði félags­ins.

„Við þurfum þó að vera með­vituð um það að óvissan næstu mán­uði er veru­leg og við munum end­ur­skoða stöð­una með reglu­bundnum hætti. Við þurfum með öllum ráðum að tryggja að aðgangur félags­ins að lausu fé dugi þar til hjólin fara að snú­ast á ný. Við þökkum öllu því góða fólki sem nú er að hverfa frá fyr­ir­tæk­inu fyrir þeirra störf og óskum þeim jafn­framt vel­farn­að­ar,“ segir Svein­björn.

Nýta sér ekki hluta­bóta­úr­ræði stjórn­valda

Fram kemur í til­kynn­ingu Isa­via að hvorki móð­ur­fé­lagið né dótt­ur­fé­lög þess muni nýta sér hluta­bóta­úr­ræði stjórn­valda vegna tíma­bund­ins sam­drátt­ar.

„Þær upp­sagnir sem ráð­ist er í núna eru til að bregð­ast við minnk­andi umsvifum til langs tíma en úrræði stjórn­valda eru fyrst og fremst til að bregð­ast við skamm­tíma­á­hrifum far­ald­urs­ins. Frí­höfnin mun nýta úrræði stjórn­valda sem gerir félag­inu kleift að ráð­ast ekki í upp­sagnir á fast­ráðnum starfs­mönnum sín­um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent