Isavia segir upp rúmlega hundrað manns

Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.

Leifsstöð Mynd: Isavia
Auglýsing

Isa­via sagði í dag upp 101 starfs­manni og bauð 37 starfs­mönnum sínum áfram­hald­andi starf í minnk­uðu starfs­hlut­falli til fram­tíð­ar. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu verða flestar upp­sagn­irnar á Kefla­vík­ur­flug­velli, þar sem ljóst er að verk­efnum muni fækka um óákveð­inn tíma.

Hag­ræð­ing­ar­að­gerðir fyr­ir­tæk­is­ins í dag ná til rúm­lega 10 pró­sent starfs­manna, en sam­kvæmt því sem fram kemur á vef Isa­via störf­uðu 1.255 manns hjá rík­is­fyr­ir­tæk­inu í lok árs 2018.

„Við komumst því miður ekki hjá því að grípa til upp­sagna, en þær ná ein­göngu til starfa á sviðum þar sem verk­efnum fækkar í óákveð­inn tíma,“ er haft eftir Svein­birni Ind­riða­syni for­stjóra Isa­via í frétta­til­kynn­ingu, en hann segir fyr­ir­tækið telja mik­il­vægt að „svara ákalli stjórn­valda um að þau fyr­ir­tæki, sem það geti, standi vörð um störfin í land­in­u.“

Auglýsing

„Við erum í þeirri stöðu að lausa­fjár­staðan okkar er betri en hún hefur nokkru sinni verið þannig að okkar fyrstu við­brögð taka mið af því,“ segir Svein­björn. Hann segir áhrifin af sam­drætt­inum vegna heims­far­ald­urs­ins hafa mest áhrif á fram­línu­störf á Kefla­vík­ur­flug­velli, meðal ann­ars í flug­vernd, far­þega­þjón­ustu og bíla­stæða­þjón­ustu, en að Isa­via bíði mörg verk­efni sem snúi meðal ann­ars að því að byggja upp inn­viði félags­ins.

„Við þurfum þó að vera með­vituð um það að óvissan næstu mán­uði er veru­leg og við munum end­ur­skoða stöð­una með reglu­bundnum hætti. Við þurfum með öllum ráðum að tryggja að aðgangur félags­ins að lausu fé dugi þar til hjólin fara að snú­ast á ný. Við þökkum öllu því góða fólki sem nú er að hverfa frá fyr­ir­tæk­inu fyrir þeirra störf og óskum þeim jafn­framt vel­farn­að­ar,“ segir Svein­björn.

Nýta sér ekki hluta­bóta­úr­ræði stjórn­valda

Fram kemur í til­kynn­ingu Isa­via að hvorki móð­ur­fé­lagið né dótt­ur­fé­lög þess muni nýta sér hluta­bóta­úr­ræði stjórn­valda vegna tíma­bund­ins sam­drátt­ar.

„Þær upp­sagnir sem ráð­ist er í núna eru til að bregð­ast við minnk­andi umsvifum til langs tíma en úrræði stjórn­valda eru fyrst og fremst til að bregð­ast við skamm­tíma­á­hrifum far­ald­urs­ins. Frí­höfnin mun nýta úrræði stjórn­valda sem gerir félag­inu kleift að ráð­ast ekki í upp­sagnir á fast­ráðnum starfs­mönnum sín­um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent