Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur

Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Tíu liggja nú á gjör­gæslu Land­spít­al­ans með COVID-19. Sex þeirra eru í önd­un­ar­vél. Sex ­sjúk­lingar á Landa­koti eru sýktir og þeir eru allir á tíræð­is­aldri. 66 ný smit ­greindust hér á landi síð­asta sól­ar­hring­inn.

Þetta er ­meðal þess sem fram kom á dag­legum upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag.

„Far­ald­ur­inn er í til­tölu­lega hægum línu­legum vexti, ekki veld­is­vext­i,“ sagði Þórólfur Guðna­son ­sótt­varna­lækn­ir. Vöxt­ur­inn fylgir spálík­ani vís­inda­manna Háskóla Íslands hvað ­fjölda smita varð­ar.  Hvað varðar fjölda al­var­legra veikra sem þurfa inn­lögn á gjör­gæslu er hann hins vegar að fylgja ­svart­sýn­ustu spá enn sem komið er.

Þórólfur nefnd­i tvennt sem styður það að aðgerðir hér á landi hafi skilað árangri; að um helm­ingur allra nýgreindra er þegar í sótt­kví og að enn grein­ast fá smit hjá Íslenskri erfða­grein­ingu sem bendi til að smit úti í sam­fé­lag­inu sé lít­ið.

„Það er al­veg ljóst að okkur hefur tek­ist að sveigja vöxt­inn á þess­ari veiru af leið og ­nið­ur,“ sagði Þórólf­ur. Í mörgum öðrum löndum sé vöxt­ur­inn hins vegar mjög ­mik­ill. „Við getum verið nokkuð ánægð með þennan árang­ur“ sem hafi náðst með­ því að grípa til nokkuð harðra aðgerða frá fyrsta smiti.

Auglýsing

Þórólf­ur ­sagði að lands­menn þyrftu að und­ir­búa sig undir það að aðgerðir sem grip­ið hefur verið til, s.s. sam­komu­bann, verði fram­lengd­ar. Ekki væri búið að taka á­kvörðun um hvenær þeim verði aflétt en nokkuð ljóst væri að það þurfi að ger­a mjög hægt og var­lega. Ef það ger­ist of hratt gæti það skapað hættu á því að far­ald­ur­inn blossi upp aft­ur, sér­stak­lega á meðan smit eru útbreidd ann­ar­s ­staðar í heim­in­um. Þetta verð­ur, að sögn Þór­ólfs, okkar mesta áskorun næst­u vikur og mán­uði. „Við getum lent í öðrum far­aldri ef við pössum okkur ekki,“ ­sagði hann.

Ekki væri á þess­ari stundu fyr­ir­hugað að grípa til hert­ari aðgerða. Spurður hvort að til­ ­greina kæmi að hætta að beita sótt­kví sagði Þórólfur það „alls ekki“ standa til. Þvert á móti hefði sýnt sig að sú aðgerð væri að skila árangri. „Við erum að ná fólki sem hugs­an­lega hefur smit­ast og koma í veg fyrir að fólk smiti út frá sér.“

Ekki vit­að hvernig smit barst á Landa­kot

Pál­l Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, sagði á fund­inum að á Land­spít­al­anum væru 30 sjúk­lingar með stað­fest COVID-19 smit. Starfs­menn Land­spít­al­ans eru svo margir í sótt­kví eða 268 og 38 eru í ein­angr­un.

Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans var á blaðamannafundinum í dag. Mynd: Lögreglan

Hann greind­i einnig frá því að búið væri að bæta við rúmum á gjör­gæslu­deild­ina í Foss­vog­i. Þar eru venju­lega sex rúm en þeim hefur verið fjölgað í átján.

Hvað öldr­un­ar­deild­ina á Landa­kots­spít­ala varð­ar, þar sem sex sjúk­lingar eru með­ ­stað­fest COVID-19 smit, sagði hann að ekki væri vitað til þess að sjúk­ling­ur hefði sýkt starfs­mann en spurn­ingin væri hvort að starfs­maður hefði smit­að ­sjúk­ling. Reynt hafi verið að kom­ast að því með ítar­legri smitrakn­ingu. Það hafi ekki tek­ist „Okkar mat er að það er ómögu­legt að kom­ast nákvæm­lega til botns í því hvað var til þess að sýk­ing byrj­aði á Land­skot­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent